Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 FRÉTTIR 13 Fékkstu boð á Þjóðfundinn 6. nóvember 2010? Við hvetjum þig eindregið til að þiggja boðið. Skráðu þig á fundinn og láttu rödd þína heyrast í umræðunni um stjórnarskrá Íslands. Stjórnlaganefnd Skráning: www.thjodfundur2010.is – skraning@thjodfundur2010.is – Sími: 580-8009 Samkvæmt landslögum eru börn bæði ólögráða og ófjárráða fram til 18 ára aldurs. Þangað til eru börnin í forsjá foreldra sinna sem ber skylda til að tryggja persónulega hagi barn- anna. Á sama tíma og börn eru ósjálf- ráða fram til 18 ára aldurs þurfa þau löngu fyrr að greiða gjald á við full- orðið fólk mjög víða. Nýti þau sér til að mynda þjónustu bíóhúsanna eru þau rukkuð um fullorðinsgjald þegar þau eru 9 ára gömul. Vilji þau ferðast með flugfélögum þurfa þau að greiða fullorðinsfargjald við 12 ára aldur. Svipaða sögu má segja um gjaldið í Fjölskyldu- og húsdýra- garðinn, Bláa lónið og ferjusiglingar hér á landi. Metið eiga þó Keiluhöll- in og Gókart-brautin sem bjóða ekki upp á sérstakt barnaverð. Bílpróf og fóstureyðing Skilaboðin til barnanna eru því æði óljós þegar þau fá ekki að ráða sér sjálf fyrr en við 18 ára aldur en þurfa að borga í kvikmyndahúsum líkt og þau séu fullorðin við 9 ára aldur. Um leið er hægt að finna fleiri misvís- andi skilaboð til barna. Hér á landi er hægt að dæma ungmenni til refsingar þegar þau eru orðin 15 ára gömul. Þá er skóla- skyldan hérlendis miðuð við 16 ára aldur og þá mega stúlkur einnig fara í fóstureyðingu án samþykkis for- eldra sinna. Þá er heimilt hérlend- is að fá ökuréttindi við 17 ára aldur, ári áður en börnin verða fjár- og lög- ráða. Tóbak og áfengi Sama ár og börn verða sjálfráða og ráða yfir eigin fjármunum mega þau stofna til hjúskapar en fram að því mega þau giftast að tilskildu leyfi foreldra. Við 18 ára aldur er ung- mennunum einnig heimilt að kaupa tóbak. Þótt börnin séu farin að ráða sér sjálf og stjórna eigin fjármunum eru þó ákveðnir hlutir sem þau mega ekki gera samkvæmt landslögum. Til að mynda er þeim óheimilt að kaupa sér áfengi í vínbúðum eða á veitingahúsum fyrr en þau verða tví- tug. Þá mega þau ekki fá skotvopna- leyfi fyrr en sama ár og þau mega kaupa áfengi. Kjósi einstaklingar að fara í ófrjósemisaðgerð má það ekki fyrr en við 25 ára aldur. DÆMI UM FULLORÐINSVERÐ Bíó 9 ára Icelandair 12 ára Iceland Express 12 ára Flugfélag Íslands 12 ára Rútur 13 ára Bláa lónið 13 ára Húsdýragarðurinn 13 ára Herjólfur 16 ára Leikhúsin 17 ára Sundlaugar Reykjavíkur 18 ára Þjóðminjasafn Íslands 18 ára ÝMIS ALDURSTAKMÖRK Sakhæfisaldur 15 ára Skólaskylda 16 ára Fóstureyðing 16 ára Ökuréttindi 17 ára Stofna til hjúskapar 18 ára Sjálfráða 18 ára Fjárráða 18 ára Kaup á tóbaki 18 ára Kaup á áfengi 20 ára Skotvopnaleyfi 20 ára Ófrjósemisaðgerð 25 ára ALDURSTENGING TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Þótt börn hafi náð sjálfræðisaldri er eitt og annað sem þau mega ekki gera, til að mynda kaupa áfengi eða fá skotvopnaleyfi. Áður en þau fá að ráða sér sjálf mega þau hins vegar fara í fóstureyðingu og taka bílpróf. Misjafn fullorðinsaldur HANDRUKKUN SVEITARFÉLAGA Aðrar leiðir færar Eyþór er ekki heldur sammála því að engin önnur leið sé fær fyrir bæjarfé- lög en að leita til milliinnheimtufyrir- tækja. „Það er alltaf valkostur að sveit- arfélagið sjái sjálft um þetta. Það er tiltölulega ný leið að vera með milli- innheimtufyrirtæki og það er ekkert sjálfgefið að það sé besta lausnin.“ Ey- þór segir að þótt bærinn hyggist leita tilboða í milliinnheimtu sé ekki víst að farin verði sú leið, í það minnsta ekki eins og gert var. Hann segir sveitarfé- lög vera að afhenda kröfur á íbúa og fyrirtækið býsna glatt þannig. Um þær gagnrýnisraddir sem koma fram hjá Bjarna Þór þess efnis að ef sveitarfélög sjái um innheimtuna sjálf hljótist af því kostnaður fyrir bæinn og skilvísa íbúa hans segir Eyþór: „Það er bæði hægt að rukka þann kostnað og ráða betur við hann. Það er ekki bara við milli- innheimtufyrirtækin að sakast heldur hvernig þau eru notuð. Að kröfurnar fari ekki beint í milliinnheimtu er líka ábyrgðarhlutur sveitarfélaga.“ 2,5 milljónir verða 7 Í áðurnefndu yfirliti, sem DV hefur undir höndum vegna vangoldinna fasteignagjalda á 40 íbúðum í mi- slangan tíma allt frá vanskilum fyrir 5 mánuði upp í 11 mánuði, nema heild- arskuldir við sveitarfélagið rúmlega tveimur milljónum króna. Með vöxt- um nemur upphæðin 2.446.870 krón- um. Hreinn innheimtukostnaður frá Lögheimtunni sem leggst við upphaf- legu skuldina er 4.434.432 krónur. Sem þýðir að skuldin, með öllu, er komin í 6.881.302 krónur. Þessar tölur eru slá- andi og dæmið vissulega öfgafullt og Bjarni Þór bendir á að heildarútkoman gefi villandi mynd af málinu. Um sé að ræða fjöldamörg mál og í ofangreindar aðgerðir hafi þurft að fara fyrir hverja einustu íbúð. „Þess vegna er þetta svona dýrt. Ef löggjöfin væri öðruvísi, ef hægt væri að leita fullnustu í öllum eignunum í einu þá væri það að sjálfsögðu gert. En það er ekki hægt. Það verður að fara þessa leið. Gjöld á einstakri íbúð eru tiltölu- lega lág miðað við þann kostnað sem fellur til við að knýja fram innheimt- una.“ Bjarni bætir við að réttarfarslögin segi til um með hvaða hætti er hægt að ná fram fullnustu. „Skýringarnar helg- ast af því kerfi sem við búum við og kerfið er búið til niður við Austurvöll.“ Árborg sagði stopp Eyþór Arnalds, for- maður bæjarráðs Árborgar, segir að þar hafi yfirvöld ákveðið að hætta að velta kostnaði við innheimtu yfir á íbúana. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.