Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 17. september 2010 FÖSTUDAGUR Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 LAGERSALA www.xena.is no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no16 st. 36-41 verð kr. 6495.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- no22 st. 36-41 verð kr. 7995.- Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýjum skóm á alla fjölskylduna Reykjavík hefur fallið frá kröfu um arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavík- ur. Besti flokkurinn og Samfylkingin lögðu fram tillögu þess efnis í borg- arráði á fimmtu- daginn. Borgar- ráð felur einnig borgarstjóra að leggja fram til- lögu á væntanleg- um eigendafundi Orkuveitunnar um að fallið verði frá arðgreiðslukröfu þar til unnið hef- ur verið úr bráðavanda fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um eru skuldir Orkuveitunnar gríðar- lega háar og hafa hækkað umtalsvert á seinustu árum vegna lágs geng- is krónunnar. Skuldir Orkuveitunar hafa undanfarið sligað fjármál borg- arinnar, en nú á að endurskipuleggja rekstur hennar. Í tillögu borgarráðs segir: „Borg- arráð telur að alla jafna sé eðlilegt að gera kröfur um arð af eignum borg- arinnar, enda hefur það verið gert frá stofnun OR óháð stöðu fyrirtækis- ins. Síðustu tvö ár samþykkti borg- arstjórn að lækka þessar greiðslur um helming og við núverandi aðstæður (OR) er talin ástæða til að ganga lengra og fella þær alveg niður tímabund- ið. Borgarráð felur borgarstjóra að leggja fram tillögu á væntanleg- um eigendafundi OR þar sem fallið verði frá kröfu um arðgreiðslur þar til unnið hefur verið úr bráðavanda fyrirtækisins. Jafnframt verði unnið að langtímastefnu um arðgreiðslu og ábyrgðargjöld OR í eigendanefnd sem nú er að störfum.“ valgeir@dv.is ORKUVEITA REYKJAVÍKUR: Enginn arður til borgarinnar Jón Gnarr Orkuveitan • Gott til að steikja úr • Má nota í bakstur • Gott viðbit á brauðið (smjör) • Án transfitusýru • Gott fyrir blóðfituna (kólesteról) • Færri kaloríur • Tilvalið í staðinn fyrir olívu olíu • Án gerviefna eða rotvarnarefna ROYaL GReen 100% lífræn kókos jurtaolía sem er laus við kókosbragð og kókoslykt Útsölustaðir: • Heilsuhúsið Kringlunni, Akureyri, Laugavegi, Lágmúla, Smáratorgi, Keflavík og Selfossi • Fræið Fjarðarkaupum • Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára • Heilsuver • Verslunin Vala Sólheimum. Fyrirséð er að fjölskyldur í landinu þurfi að greiða tugmilljónir króna í aukinn vaxta- kostnað af gengislánum. Með boðaðri lagasetningu verður óvissa um greiðslubyrði heimila fest í lög. Lagasetningin gerir úrskurð hæstaréttar fordæmisgefandi um hvernig eigi að endurreikna öll gengislán fyrir einstaklinga. ÓVISSA FEST Í LÖG Með boðaðri lagasetningu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskipta- ráðherra, munu margar fjölskyldur í landinu þurfa að borga milljónir í aukinn vaxtakostnað af íbúðalán- um sínum. Aðeins klukkutíma eftir að hæstiréttur Íslands felldi úrskurð sinn í máli um hvernig endurreikna eigi íslensk lán sem bundin voru gengistryggingu boðaði Árni Páll lagasetningu sem tryggði að dóm- urinn yrði fordæmisgefandi fyrir öll gengistryggð lán einstaklinga, hús- næðislán jafnt sem bílalán. Ef lögin verða samþykkt á þing- inu verður fólki með gengistryggð erlend húsnæðislán boðið að lánið verði endurreiknað miðað við óverð- tryggða vexti seðlabankans, eða að láninu verði breytt í löglegt lán í er- lendri mynt. Ef fyrri kosturinn er val- inn þýðir það stóraukinn vaxtakostn- að miðað við samningsbundna vexti. Milljóna munur Miðað við þrjátíu milljóna króna húsnæðislán sem tekið var til fjöru- tíu ára fyrir þremur árum er vaxta- kostnaður mörg hundruð þúsund krónum hærri en ef samningsvextir hefðu verið látnir gilda. Vaxtamun- urinn á síðustu þrjátíu og sex mán- uðum er tæpar 7,9 milljónir króna ef miðað er við fimm prósenta samn- ingsbundna vexti. Ómögulegt er að segja til um hvaða vexti seðlabankinn ákvarðar í framtíðinni en húsnæðislán sem tekið er til fjörutíu ára gætu hugs- anlega stökkbreyst í framtíðinni. Ekki minni óvissa gildir um bíla- lánin en húsnæðislánin. Lánin hafa mörg hver skipt um hendur og hef- ur fjöldi bíla verið vörslusviptur og lent í höndum fjármögnunarfyrir- tækja. Forsendur vörslusvipting- arinnar er óljós en hann brást fyrst þegar hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í byrjun sumars um að gengistrygging lána væri ólögmæt. Tugprósenta vextir Vextir seðlabankans fóru um og yfir tuttugu prósent á tímabilinu í kring- um hrun. Mörg gengistryggð lán voru tekin á árunum 2006 til 2008. Á því tímabili voru vextir seðlabankans á bilinu tíu til tuttugu og eitt prósent. Vextirnir eru mjög breytilegir og eins og áður segir er ekki fyrirséð hvernig þeir þróast á næstu áratugum. Með lagasetningu um málið er verið að festa óvissu um greiðslu- byrði af fasteignalánum í lög. Árni Páll segir þó að með lagasetningu sé sanngirni tryggð. AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Vaxtamunurinn á síðustu þrjá- tíu og sex mánuðum er tæpar 7,9 milljónir. GREIÐSLUBYRÐIN ÓLJÓS 5% samnings- vextir Óverðtryggðir vextir hjá Seðlabanka Íslands 5% samnings- vextir Óverðtryggðir vextir hjá Seðlabanka Íslands MARGFALDUR MUNUR *HÚSNÆÐISLÁN Miðað við 30 milljóna króna lán tekið til 40 ára með jöfnum afborgunum af höfuðstól lánsins. ÚTREIKNINGURINN MIÐAST VIÐ VEXTI SEÐLABANKA ÍSLANDS SÍÐUSTU 36 MÁNUÐI. *BÍLALÁN Miðað við 2 milljóna króna lán tekið til 3 ára með jöfnum afborgun- um af höfuðstól lánsins. ÚTREIKNINGURINN MIÐAST VIÐ VEXTI SEÐLABANKA ÍSLANDS SÍÐUSTU 36 MÁNUÐI. Lagasetning Árni Páll Árnason boðaði lagasetningu á blaðamannafundi ásamt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlits- ins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.