Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Síða 4
4 FRÉTTIR 17. september 2010 FÖSTUDAGUR Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 LAGERSALA www.xena.is no12 st. 41-46 verð kr. 7995.- no16 st. 36-41 verð kr. 6495.- no21 st. 36-46 verð kr. 4995.- no22 st. 36-41 verð kr. 7995.- Góðir skór - gott verð Mikið úrval af nýjum skóm á alla fjölskylduna Reykjavík hefur fallið frá kröfu um arðgreiðslu frá Orkuveitu Reykjavík- ur. Besti flokkurinn og Samfylkingin lögðu fram tillögu þess efnis í borg- arráði á fimmtu- daginn. Borgar- ráð felur einnig borgarstjóra að leggja fram til- lögu á væntanleg- um eigendafundi Orkuveitunnar um að fallið verði frá arðgreiðslukröfu þar til unnið hef- ur verið úr bráðavanda fyrirtækisins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um eru skuldir Orkuveitunnar gríðar- lega háar og hafa hækkað umtalsvert á seinustu árum vegna lágs geng- is krónunnar. Skuldir Orkuveitunar hafa undanfarið sligað fjármál borg- arinnar, en nú á að endurskipuleggja rekstur hennar. Í tillögu borgarráðs segir: „Borg- arráð telur að alla jafna sé eðlilegt að gera kröfur um arð af eignum borg- arinnar, enda hefur það verið gert frá stofnun OR óháð stöðu fyrirtækis- ins. Síðustu tvö ár samþykkti borg- arstjórn að lækka þessar greiðslur um helming og við núverandi aðstæður (OR) er talin ástæða til að ganga lengra og fella þær alveg niður tímabund- ið. Borgarráð felur borgarstjóra að leggja fram tillögu á væntanleg- um eigendafundi OR þar sem fallið verði frá kröfu um arðgreiðslur þar til unnið hefur verið úr bráðavanda fyrirtækisins. Jafnframt verði unnið að langtímastefnu um arðgreiðslu og ábyrgðargjöld OR í eigendanefnd sem nú er að störfum.“ valgeir@dv.is ORKUVEITA REYKJAVÍKUR: Enginn arður til borgarinnar Jón Gnarr Orkuveitan • Gott til að steikja úr • Má nota í bakstur • Gott viðbit á brauðið (smjör) • Án transfitusýru • Gott fyrir blóðfituna (kólesteról) • Færri kaloríur • Tilvalið í staðinn fyrir olívu olíu • Án gerviefna eða rotvarnarefna ROYaL GReen 100% lífræn kókos jurtaolía sem er laus við kókosbragð og kókoslykt Útsölustaðir: • Heilsuhúsið Kringlunni, Akureyri, Laugavegi, Lágmúla, Smáratorgi, Keflavík og Selfossi • Fræið Fjarðarkaupum • Maður lifandi Borgartúni og Hæðarsmára • Heilsuver • Verslunin Vala Sólheimum. Fyrirséð er að fjölskyldur í landinu þurfi að greiða tugmilljónir króna í aukinn vaxta- kostnað af gengislánum. Með boðaðri lagasetningu verður óvissa um greiðslubyrði heimila fest í lög. Lagasetningin gerir úrskurð hæstaréttar fordæmisgefandi um hvernig eigi að endurreikna öll gengislán fyrir einstaklinga. ÓVISSA FEST Í LÖG Með boðaðri lagasetningu Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskipta- ráðherra, munu margar fjölskyldur í landinu þurfa að borga milljónir í aukinn vaxtakostnað af íbúðalán- um sínum. Aðeins klukkutíma eftir að hæstiréttur Íslands felldi úrskurð sinn í máli um hvernig endurreikna eigi íslensk lán sem bundin voru gengistryggingu boðaði Árni Páll lagasetningu sem tryggði að dóm- urinn yrði fordæmisgefandi fyrir öll gengistryggð lán einstaklinga, hús- næðislán jafnt sem bílalán. Ef lögin verða samþykkt á þing- inu verður fólki með gengistryggð erlend húsnæðislán boðið að lánið verði endurreiknað miðað við óverð- tryggða vexti seðlabankans, eða að láninu verði breytt í löglegt lán í er- lendri mynt. Ef fyrri kosturinn er val- inn þýðir það stóraukinn vaxtakostn- að miðað við samningsbundna vexti. Milljóna munur Miðað við þrjátíu milljóna króna húsnæðislán sem tekið var til fjöru- tíu ára fyrir þremur árum er vaxta- kostnaður mörg hundruð þúsund krónum hærri en ef samningsvextir hefðu verið látnir gilda. Vaxtamun- urinn á síðustu þrjátíu og sex mán- uðum er tæpar 7,9 milljónir króna ef miðað er við fimm prósenta samn- ingsbundna vexti. Ómögulegt er að segja til um hvaða vexti seðlabankinn ákvarðar í framtíðinni en húsnæðislán sem tekið er til fjörutíu ára gætu hugs- anlega stökkbreyst í framtíðinni. Ekki minni óvissa gildir um bíla- lánin en húsnæðislánin. Lánin hafa mörg hver skipt um hendur og hef- ur fjöldi bíla verið vörslusviptur og lent í höndum fjármögnunarfyrir- tækja. Forsendur vörslusvipting- arinnar er óljós en hann brást fyrst þegar hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í byrjun sumars um að gengistrygging lána væri ólögmæt. Tugprósenta vextir Vextir seðlabankans fóru um og yfir tuttugu prósent á tímabilinu í kring- um hrun. Mörg gengistryggð lán voru tekin á árunum 2006 til 2008. Á því tímabili voru vextir seðlabankans á bilinu tíu til tuttugu og eitt prósent. Vextirnir eru mjög breytilegir og eins og áður segir er ekki fyrirséð hvernig þeir þróast á næstu áratugum. Með lagasetningu um málið er verið að festa óvissu um greiðslu- byrði af fasteignalánum í lög. Árni Páll segir þó að með lagasetningu sé sanngirni tryggð. AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is Vaxtamunurinn á síðustu þrjá- tíu og sex mánuðum er tæpar 7,9 milljónir. GREIÐSLUBYRÐIN ÓLJÓS 5% samnings- vextir Óverðtryggðir vextir hjá Seðlabanka Íslands 5% samnings- vextir Óverðtryggðir vextir hjá Seðlabanka Íslands MARGFALDUR MUNUR *HÚSNÆÐISLÁN Miðað við 30 milljóna króna lán tekið til 40 ára með jöfnum afborgunum af höfuðstól lánsins. ÚTREIKNINGURINN MIÐAST VIÐ VEXTI SEÐLABANKA ÍSLANDS SÍÐUSTU 36 MÁNUÐI. *BÍLALÁN Miðað við 2 milljóna króna lán tekið til 3 ára með jöfnum afborgun- um af höfuðstól lánsins. ÚTREIKNINGURINN MIÐAST VIÐ VEXTI SEÐLABANKA ÍSLANDS SÍÐUSTU 36 MÁNUÐI. Lagasetning Árni Páll Árnason boðaði lagasetningu á blaðamannafundi ásamt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Gunnari Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlits- ins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.