Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 40
Baldur fæddist í Köldukinn á
Ásum en ólst upp á Blönduósi og
nágrenni. Hann stundaði nám við
Verzlunarskóla Íslands og lauk
þaðan verslunarskólaprófi árið
1938.
Baldur var bókari hjá G. Helga-
syni og Melsteð hf. 1939–45 og var
ritstjóri tímaritsins Frjálsrar versl-
unar á árunum 1946–49.
Baldur sinnti þularstarfi í ígrip-
um hjá Ríkisútvarpinu árið 1946.
Hann hóf þar síðan störf í kjölfar-
ið sem fulltrúi á skrifstofu útvarps-
ráðs 1947 og starfaði síðan við
Ríkisútvarpið til 1981. Baldur var
lengst af fulltrúi í dagskrárdeild
og dagskrárgerðarmaður en hann
sá lengi um barnatíma Ríkisút-
varpsins, síðan um kvöldvökur og
bókmenntaþætti. Hann varð síð-
ar varadagskrárstjóri og dagskrár-
stjóri Ríkisútvarpsins. Margir út-
varpshlustendur sem komnir eru á
miðjan aldur og þar yfir muna ef-
laust eftir upplestrum Baldurs úr
nýútgefnum bókum fyrir jól.
Baldur var mikill áhugamað-
ur um skáldskap, fjallaði mikið
um ljóðagerð og tók saman ljóða-
þætti. Þá sendi hann frá sér eftir-
farandi ljóðabækur: Hrafninn flýg-
ur um aftaninn, útg. 1977; Björt
mey og hrein, útg. 1979, og Á lauf-
blaði einnar lilju (til minningar
um föður sinn Pálma Jónasson),
útg. 2000. Auk þess þýddi hann
og orti söngtexta, t.a.m. Alparós-
ina í söngleiknum Söngvaseið. Þá
þýddi hann m.a. Æskuminning-
ar Alberts Schweitzers, læknis og
trúboða, árið 1965 og var fyrsti rit-
stjóri Ásgarðs, blaðs BSRB.
Baldur sat í stjórn Verslunar-
mannafélags Reykjavíkur í sjö ár,
lengst af sem ritari og varaformað-
ur. Hann söng í kór Hallgríms-
kirkju frá öndverðu eða á árunum
1941–87, söng allmörg ár í Tón-
listarfélagskórnum og sat í stjórn
beggja kóranna. Einnig var hann
formaður Kirkjukórasambands
Reykjavíkurprófastsdæmis í nokk-
ur ár. Hann var gjaldkeri Skáksam-
bands Íslands 1958–66, formaður
Starfsmannafélags Ríkisútvarps-
ins í fimm ár og var kjörinn heið-
ursfélagi þess 1986. Hann sinnti
auk þess ýmsum nefndarstörfum
í Húnvetningafélaginu í Reykjavík,
sat þar í ritnefnd og skáknefnd.
Baldur var búsettur á hjúkrun-
arheimilinu Sóltúni í Reykjavík frá
2008.
Fjölskylda
Baldur kvæntist 4.11. 1950 Guð-
nýju Sesselju Óskarsdóttur, f.
15.12. 1925, d. 20.5. 1990. Foreldr-
ar hennar voru Óskar Árnason rak-
arameistari og kona hans Guðný
Guðjónsdóttir.
Sambýliskona Baldurs var síðan
Guðrún A. Jónsdóttir, f. 9.7. 1916,
d. 15.6. 2008.
Baldur var barnlaus og jafn-
framt eina barn foreldra sinna.
Foreldrar Baldurs voru Pálmi
Jónsson, f. 15.5. 1898, d. 4.10. 1955,
bóndi á Álfgeirsvöllum í Skaga-
firði, og Margrét Kristófersdóttir,
f. 12.3. 1884, d. 19.3. 1950, sauma-
kona á Blönduósi og í Reykjavík.
Ætt
Pálmi Jónsson var af ætt Hrólf-
unga.
Margrét var dóttir Kristófers,
b. í Köldukinn og Ásum Jónsson-
ar, b. á Hnjúkum Hannessonar, b.
í Skyttudal og á Tindum Hannes-
sonar. Móðir Jóns Hannessonar
var Björg Jónsdóttir. Móðir Kristóf-
ers var Margrét Sveinsdóttir.
Móðir Margrétar Kristófers-
dóttur var Anna Árnadóttir, b. í
Mörk Jónssonar.
Útför Baldurs fer fram frá Hall-
grímskirkju föstudaginn 17. sept-
ember og hefst athöfnin kl. 15.00.
Unnur fæddist í Keflavík og ólst þar
upp í foreldrahúsum. Hún gekk í
barna- og unglingaskóla í Keflavík og
stundaði síðan nám við Húsmæðra-
skólann Ósk á Ísafirði.
Unnur starfaði hjá Kaupfélagi Suð-
urnesja á sínum yngri árum og var
þar deildarstjóri áður en uppeldis- og
heimilisstörfin tóku við og störf við
fjölskyldufyrirtækið.
Unnur og eiginmaður hennar
stofnuðu, ásamt öðrum, Ofnasmiðju
Suðurnesja. Þau hjónin eignuðust
síðar fyrirtækið og starfræktu það í
þrjátíu og þjrú ár.
Þá reisti fjölskyldan fyrsta hótel
bæjarins, Hótel Keflavík, árið 1986.
Þar sinnti Unnur ýmsum störfum
fyrstu árin.
Unnur var leiðbeinandi í Biblíu-
bréfaskóla Aðventista og sinnti ýms-
um hjálpar- og líknarstörfum.
Fjölskylda
Unnur Ingunn giftist 7.10. 1961 Jóni
William Magnússyni, f. 16.12. 1940,
framkvæmdastjóra. Hann er sonur
Magnúsar Jónssonar, f. á Kálfsá í Ól-
afsfirði 18.4. 1893, d. 4.6. 1973, sjó-
manns á Ólafsfirði, og Guðlaugar
Helgu Jóhannesdóttur, f. á Grund í Ól-
afsfirði 22.8. 1894, d. 29.7. 1970, hús-
móður.
Börn Unnar og Jóns Williams eru
Magnús Jónsson, f. 2.2. 1962, sjómað-
ur en eiginkona hans er Ella Björk
Björnsdóttir, f. 25.3. 1967, húsmóðir
og eru börn þeirra Sigrún Ella, f. 17.5.
1992, Jón Þór, f. 10.3. 1994, og Anna
Marý, f. 22.2. 1997; Steinþór Jónsson,
f. 22.10. 1963, hótelstjóri í Keflavík,
en eiginkona hans er Hildur Sigurð-
ardóttir, f. 11.5. 1966, leikskólakenn-
ari og eru dætur þeirra Lilja Karen,
f. 29.9. 1987, en unnusti hennar er
Viggó Helgi Viggósson, f. 11.10. 1987,
Katrín Helga, f. 21.9. 1989, en unn-
usti hennar er Aron Örn Grétarsson, f.
21.6. 1988, Unnur María, f. 6.11. 1995,
og Guðríður Emma, f. 30.6. 1997;
Guðlaug Helga Jónsdóttir, f. 31.10.
1966, kennari, gift Guttormi Gutt-
ormssyni, f. 14.7. 1966, tæknifræðingi,
en synir Guðríðar Emmu eru Samúel
Albert William, f. 24.11. 1987 en unn-
usta hans er Þórunn Kristjánsdóttir,
f. 17.11. 1992, Jakob Elvar William, f.
25.8. 1989, en unnusta hans er Áslaug
Erla Hansdóttir, f. 1.5. 1993, Sigurð-
ur Haukur William, f. 30.12. 1990, en
unnusta hans er Tinna Snorradóttir,
f. 6.10. 1992, auk þess sem börn Gutt-
orms eru Örvar, f. 23.3. 1987, Ásdís, f.
27.12. 1997, og Ólöf Rún, f. 28.5. 1997;
Davíð Jónsson, f. 16.8. 1976, aðstoðar-
hótelstjóri, kvæntur Evu Dögg Sigurð-
ardóttur, f. 10.12. 1976, en börn þeirra
eru Lovísa Björk, f. 10.12. 2004, Snorri
Rafn William, f. 16.12. 2007, og ný-
fæddur sonur, f. 2.9. 2010.
Systir Unnar er Lára Steinþórs-
dóttir, f. 12.11. 1939, húsmóðir, en
eiginmaður hennar er Bragi Magn-
ússon, f. 6.8. 1936, járnsmíðameist-
ari og eru börn þeirra Sigríður
Bragadóttir, f. 20.1. 1958, Bryndís
Bragadóttir, f. 9.9. 1959, hárgreiðslu-
meistari, og Steinþór Bragason, f.
3.7. 1969, tæknifræðingur.
Foreldrar Unnar voru Steinþór
Sighvatsson, f. á Gunnlaugsstöðum
á Héraði, 15.1. 1906, d. 25.11. 1991,
innheimtumaður hjá Keflavíkurbæ,
og Sigríður Stefánsdóttir, f. í Hafn-
arfirði 10.10. 1914, d. 7.1. 1998, hús-
móðir.
Útför Unnar Ingunnar fór fram
frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn
16.9.
minning
minning
Baldur Pálmason
fyrrv. dagskrárstjóri ríkisútvarpsins
Unnur Ingunn
Steinþórsdóttir
húsmóðir
Fæddur 17.12. 1919 – dáinn 11.9. 2010
Fædd 13.2. 1942 – dáin 6.9. 2010
40 minning 17. september 2010 föstudagur
merkir íslendingar
Jón Halldórsson
húsgagnasmíðameistari
í reykjavík
f. 15.9. 1871, d. 4.1. 1943
Jón Halldórsson fæddist að Vöðl-
um í Önundarfirði og ólst þar upp.
Foreldrar hans voru Halldór Bern-
harðsson, bóndi að Vöðlum, og
k.h., Elín Jónsdóttir húsfreyja.
Jón fór utan til iðnnáms og
stundaði trésmíðanám í Noregi
1895–96 og síðan í Kaupmanna-
höfn 1896–97, lauk sveinsprófi í
trésmíði 1897 og stundaði teikni-
nám í Kaupmannahöfn og Berlín á
árunum 1899–1900. Hann stundaði
síðan smíðar í Reykjavík um langt
árabil, vann m.a. við Laugarnes-
spítalann og Landsbanka Íslands
og var stundakennari við Iðnskól-
ann í Reykjavík á árunum 1905–19
og 1921–37.
Jón rak húsgagnaverkstæðið Jón
Halldórsson og Co, ásamt fleirum,
en það var fremsta fyrirtæki lands-
ins á sínu sviði og smíðaði feikilega
vönduð húsgögn og innréttingar
fyrir Safnahúsið, Landsbókasafnið,
Þjóðskjalasafnið, Eimskipafélagið
og Landsbankann.
Jón tók umtalsverðan þátt í
störfum Iðnaðarmannafélagsins í
Reykjavík. Hann átti mikinn hlut að
íslenskum iðnsýningum sem voru
haldnar árið 1911, 1924 og 1932,
var einn stofnenda SPRON og var
þar varaformaður. Hann var for-
maður Húsgagnameistarafélags-
ins og var upphafsmaður þess að
Iðnaðarmannafélagið gaf landinu
styttu af Ingólfi Arnarsyni sem reist
var á Arnarhólnum árið 1924 en þar
hefur kappinn staðið vörð síðan.
Jón var ókvæntur og barnlaus og
bjó á lofti hússins sem hann byggði
yfir húsgagnaverkstæði sitt, Skóla-
vörðustíg 6B, sem síðar hefur lengst
af gengið undir heitinu Breiðfirð-
ingabúð.
Jóhann Hafstein
forsætisráðherra og
formaður sjálfstæðis-
flokksins
f. 19.9. 1915, d. 15.5. 1980
Jóhann Hafstein forsætisráðherra
fæddist á Akureyri. Hann var son-
ur Júlíusar Havsteen, sýslumanns á
Húsavík, og k.h. Þórunnar Jónsdótt-
ur húsfreyju. Þórunn var dóttir Jóns,
fræðslustjóra í Reykjavík Þórarins-
sonar, af Presta-Högnaætt, og Lauru
Havsteen, systur Hannesar Haf-
stein, skálds og ráðherra, af Briem-
ætt, Gunnars Thoroddsen og Davíðs
Oddssonar.
Sonur Jóhanns er Pétur Haf-
stein, fyrrv. forsetaframbjóðandi og
hæstaréttardómari.
Jóhann lauk stúdentsprófi frá MA
1934, lögfræðiprófi frá HÍ 1938 og
stundaði framhaldsnám í þjóðarétti
við Lundarháskóla og í Danmörku
og Þýskalandi.
Jóhann var bankastjóri Útvegs-
bankans 1952–63, alþm. Reykvík-
inga 1946–78 og lengst af dóms-
, kirkju- og iðnaðarráðherra í
Viðreisnarstjórninni frá 1963.
Hlutverk Jóhanns í íslenskri
stjórnmálasögu var um margt
vandasamt og erfitt. Hann bar hita
og þunga af hinum miklu virkjun-
arframkvæmdum sem hófust með
Búrfellsvirkjun og af raforkusamn-
ingum vegna álvers í Straumsvík.
Fyrir vikið fékk hann á sig óvæga
gagnrýni enda var um að ræða
ákvarðanir sem hafa orðið stefnu-
mótandi. Hann varð formaður Sjálf-
stæðisflokksins og forsætisráðherra
við sviplegt fráfall Bjarna Bene-
diktssonar 1970 og glímdi í kjöl-
farið við alvarlega sundrung í for-
ystuliði Sjálfstæðisflokksins. Engu
að síður naut Jóhann mikils trausts
þeirra sem til hans þekktu fyrir sam-
viskusemi, heilindi og ljúfmennsku.
Hann var farinn að heilsu er hann
lést árið 1980.