Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 FRÉTTIR 19 HINIR ÓSNERTANLEGU nefndar Alþingis. Þar er ítarlega fjall- að um „ástarbréfin“ svonefndu, sem bankarnir gáfu út með veikum veð- um og Seðlabankinn keypti. „Með slíkum viðskiptum fóru fjármálafyrir- tækin í raun í kringum þá reglu Seðla- bankans að lán séu ekki veitt gegn veði í eigin skuldabréfum fjármála- fyrirtækis. Þrátt fyrir þessa vitneskju spornaði Seðlabanki Íslands ekki við slíkum veðsetningum og reyndi ekki að afla sér traustari veða. Samtímis urðu minni fjármálastofnanir stórir lánardrottnar bankanna þriggja, með þeirri áhættu sem því fylgdi.“ Lánveitingarnar fóru fram í svo- nefndum endurhverfum viðskipt- um. Megintilgangur þeirra var að styrkja lausafjárstöðu íslensku bank- anna í þrengingum. Landsbankinn og Kaupþing fengu á endanum sam- tals 85 prósent af lánsfénu sem rann út úr Seðlabankanum í þessum við- skiptum. Davíð Oddsson gaf til kynna í skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingis að bankarnir hefðu fallið ef þeim hefði verið synjað um framan- greind lán. „Bankarnir áttu þá ekk- ert til [...] bankarnir voru að deyja.“ Voru það umboðssvik? Með lögbrotum Seðlabankans gæti slitastjórn Icebank meðal annars átt við umboðssvik. Í hegningarlögum segir orðrétt í 249. grein: „Ef mað- ur, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjár- reiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.“ Ljóst virðist að ákvarðanir Dav- íðs og hinna seðlabankastjóranna tveggja um lánveitingar gegn veik- um veðum bökuðu Seðlabankan- um á endanum hundraða milljarða króna tjón sem leiddi til tæknilegs gjaldþrots bankans. Ekkert skal sagt um hvort lánveitingarnar – sem ollu svo miklu tjóni – hafi falið í sér mis- notkun á aðstöðu. En það teljast umboðssvik þegar maður misnot- ar aðstöðu sína, sér eða sínum til hagsbóta, en umbjóðanda sínum til tjóns. Brot er fullframið við misnotk- un aðstöðu, alveg án tillits til þess hvort af misnotkun hlýst tjón. Hætta á ólögmætri yfirfærslu fjármuna og tjóni sem kann að hljótast af því er saknæm. Nægjanlegt er að háttsem- in hafi í för með sér verulega hættu á tjóni til að um brot sé að ræða. Björn L. Bergsson, settur rík- issaksóknari, kveðst að óathug- uðu máli ekki geta tjáð sig um það hvort möguleg málshöfðun Alþing- is gegn ráðherrum eða yfirlýsing- ar slitastjórnar Icebank auki líkur á sakamálarannsókn í málum seðla- bankastjóranna þriggja. Skerpir gagnrýnina á Seðlabankann Þingmannanefnd Atla Gíslasonar tekur undir gagnrýni rannsóknar- nefndar Alþingis á eftirlitsstofnanir, Seðlabankann og Fjármálaeftirlit- ið, í aðdraganda bankahrunsins og skerpir að ýmsu leyti á gagnrýninni. Gagnrýnt er sérstaklega að Seðla- bankinn og Fjármálaeftirlitið köll- uðu ekki eftir formlegum áætlunum og aðgerðum um flutning erlendra innlánsreikninga úr útibúum í dótt- urfélög. Þarna er átt við Icesave- reikninga Landsbankans. Nefndin gagnrýnir harðlega þá ákvörðun Seðlabankans að þekkjast ekki boð breska seðlabankans í apríl 2008 um að aðstoða Íslendinga við að minnka bankakerfið. Atlanefnd- in gagnrýnir einnig að Seðlabank- inn haf veitt víðtæk veðlán án við- eigandi trygginga þegar hann gerði sér grein fyrir veikleikum fjármála- fyrirtækjanna. „Lán til fjármála- fyrirtækja með veði í skuldabréf- um og víxlum þeirra námu um 300 milljörðum króna í október 2008 og leiddu til tæknilegs gjaldþrots bank- ans í október 2008,“ segir í skýrsl- unni. Og meiri gagnrýni Þar með er gagnrýni þingmanna- nefndarinnar ekki upp talin. Hún telur að Seðlabankinn hafi ekki haft nægar upplýsingar til að meta stöðu Glitnis rétt þegar bankastjórnin lagði til við ríkisstjórnina að Glitnir yrði keyptur. „Því verður ekki séð að Seðlabankinn hafi haft forsendur til að meta hvort forsvaranlegt væri að eyða 600 milljónum evra í kaup á 75 prósenta hlut í Glitni. Þá segir enn fremur í skýrslu þingmannanefndar Atla Gíslason- ar, að bankastjórn Seðlabankans hafi frá nóvember 2007 haft verulegar áhyggjur af stöðu bankanna. „Þrátt fyrir það var þeim áhyggjum aðeins komið á framfæri með óformlegum hætti og þannig fór ekki saman mat bankans á hinni alvarlegu stöðu og rökrétt viðbrögð og tillögur byggðar á því mati. Þingmannanefndin tel- ur að mikið hafi skort á að samskipti á milli bankastjórnar Seðlabankans og stjórnvalda hafi verið eðlileg og í samræmi við góða stjórnsýslu,“ segir í skýrslunni. Eins og fram hefur komið hefur þingmannanefndin lagt til að Alþingi samþykki að gerð verði sérstök stjórn- sýsluúttekt á Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu. Hvað kveikir sakamálarannsókn? Ofangreind gagnrýni og álit þing- mannanefndarinnar á störfum og meintum ávirðingum seðlabanka- stjóranna og forstjóra Fjármálaeft- irlitsins lá ekki fyrir þegar Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari, gaf út yfirlýsingu sína í byrjun júní síðast- liðins. „Niðurstaða setts ríkissaksókn- ara er að umfjöllunarefni og álykt- anir rannsóknarnefndar Alþingis í köflum 21.5.5. og 21.5.6. gefi að svo stöddu ekki sérstakt tilefni til að efna til sakamálarannsókna á hendur Dav- íð Oddssyni, Eiríki Guðnasyni, Ingi- mundi Friðrikssyni og Jónasi Fr. Jóns- syni,“ segir í þeirri yfirlýsingu. Björn sagði í samtali við DV 9. júní síðastliðinn, að niðurstaða hans þýddi þó ekki að umræddir fjórir embættis- menn hefðu þar með fengið syndaaf- lausn. „Það er ekkert verið að gefa út neina allsherjarkvittun. Það er bara vísað til atriða sem tiltekin eru í þess- ari skýrslu... Ef eitthvað kemur upp úr dunknum hjá sérstökum saksókn- ara, ef í ljós kemur að einhver  önn- ur embættisfærsla sýni merki um van- rækslu, er ekkert því til fyrirstöðu að það verði rannsakað,“ sagði Björn og tók fram að fjórmenningarnir hefðu ekki fengið neinn „frípassa“ varðandi mál sem sérstakur saksóknari gæti hugsanlega fundið í sínum rannsókn- um. „Þessir einstaklingar hafa ekkert fengið neina syndaaflausn.“ Rannsóknarnefnd Alþingis mat það svo að Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, hefði sýnt af sér vanrækslu og með margvíslegum hætti hefði hann ekki fylgt skýlausum ákvæðum laga um eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Seðlabankastjórarnir eru í skýrslu rannsóknarnefndarinnar taldir hafa gert sig seka um vanrækslu, jafnvel brot gegn lögum um Seðlabankann, þegar þeir létu hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu vegna Icesave- reikninga Landsbankans. Jafnframt er bankastjórnin fyrrverandi, Davíð, Ingimundur og Eiríkur, talin hafa sýnt af sér vanrækslu með því að hafa ekki fylgt reglum stjórnsýslulaga varðandi tilkynningu á þeirri niðurstöðu sinni að verða ekki við erindi Glitnis um fyrirgreiðslu í lok september 2008. Brot fyrnast Af framangreindu má ætla að ekk- ert hafi gerst síðan snemma sumars. Það merkir þó ekki endilega að máli Davíðs, Eiríks, Ingimundar og Jónasar Fr. sé lokið. Staðan er frekar í þá veru að ekki er hægt að segja af eða á um hvort frekari rannsóknir, meðal ann- ars á grundvelli skýrslu rannsóknar- nefnar Alþingis, leiði eitthvað nýtt í ljós. Mörgum þykir hins vegar skjóta skökku við að sú staða sé uppi að mál þriggja til fjögurra ráðherra fari fyrir landsdóm á sama tíma og meint van- ræksla og embættisglöp embættis- mannanna fjögurra eru hvorki rann- sökuð nánar né talin ástæða til að efna til sakamálarannsóknar. Þetta á ekki síður við þegar litið er til þess, að ráðherraábyrgð fyrnist samkvæmt lögunum á þremur árum. Það merk- ir að Geir H. Haarde, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson verða ekki sótt til saka fyrir brot sem kunna að hafa verið framin fyrir október eða nóvem- ber árið 2007. Taldi sig vanhæfan Þess má geta að Björn L. Bergsson átti upphaflega að ljúka störfum sem settur ríkissaksóknari 1. júní á þessu ári. Skipun hans var hins vegar fram- lengd til næstu áramóta að ósk Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara. Val- týr hafði lýst sig vanhæfan til þess að fjalla um mál sem tengdust banka- hruninu þegar í maí 2009. Í beiðni hans um framlengingu á skipun Björns þann 18. maí síðastliðinn sagði meðal annars: „Vikið var að hinu víð- tæka hlutverki sérstaks saksóknara, nauðsyn þess að embættið nyti fulls trausts og að sjálfstæði þess væri haf- ið yfir allan vafa. Í bréfinu kom fram að málefni Exista hf. hefði verið mik- ið til umfjöllunar í fjölmiðlum en fé- lagið var stærsti hluthafi í Kaupþingi hf. og að sonur ríkissaksóknara væri annar forstjóra félagsins. Ljóst væri að kæmu málefni Exista hf. eða forstjór- ans til skoðunar sérstaks saksóknara væri ríkissaksóknari vanhæfur til að gegna hlutverki sínu í þeim málum.“ Situr eftir með sárt ennið Seðlabankinn á 200 milljarða kröfu í þrotabú Icebank sem slitastjórnin hafnar. Hún telur Seðlabankann hafa brotið lög og viðhaft sýndarlánveitingar. Ritstjóri Morgunblaðsins Mörgum þykir skjóta skökku við að mál skuli höfðað gegn þremur til fjórum ráðherrum á meðan Davíð Oddsson og fleiri embættismenn þurfi ekki að svara til saka. Forstjórinn fyrrverandi Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er talið að Jónas Fr. Jónsson hafi brotið gegn lögum um eftirlit með fjármálafyrirtækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.