Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 UMRÆÐA 29 ÞUNGUR OG REIÐUR n Viggó Sigurðsson handbolta- þjálfari reið ekki feitum hesti frá málatilbúnaði sínum á hendur blaðamanni og ritstjóra DV. Viggó vildi him- inháar bætur vegna fréttar sem sögð var af viðskiptaævin- týri hans með hús og óánægju viðskiptavina hans. Dómurinn sýknaði alfarið en Viggó þarf að greiða tæplega millj- ón krónur í málskostnað og hefur reyndar sagt að hann muni áfrýja til Hæstaréttar. Fleiri sárir og reiðir íþróttamenn eru í málarekstri því í næsta mán- uði verður tekið fyrir mál Eiðs Smára Guðjohnsen á hendur blaðamanni og ritstjórum DV. Eið- ur, sem vill alls ekki láta fjalla um skuldir sínar, er á varamannabekk hjá Stoke. MIKILVÆGUR VARAMAÐUR n Óljóst er hvort Eiður Smári Guð- johnsen mætir fyrir dóm þegar fjallað verður um það hvort fjölmiðlar megi segja fréttir af lánveitingum föllnu bank- anna. Far- ið hefur verið fram á það að hann verði við- staddur og standi fyrir máli sínu. Hugsanlegt er þó að hann fái sig ekki lausan af varamannabekk Stoke til að vera við réttarhöld uppi á Íslandi. Eiður glímir við þann vanda að vera of þungur, að mati þjálfara hans. Mögulegt er að hann nái að létta sig og komist inn í liðið. ÓLÍNA Í HUNDANA n Þingmaðurinn Ólína Þorvarðar- dóttir á sjaldan lausa stund. Auk þess að sinna þingstörfum af alúð og festu er hún á kafi í því áhugamáli sínu að eiga hund. Ekki er langt síðan Ólína fór í hundana en hún hefur síðan þjálfað heimilis hund sinn til björg- unarstarfa, Síðustu helgi eyddi hún við æfingar með hund sinn. Það stóð síðan á endum að þegar námskeiðinu lauk var útkall vegna manns sem týndist á Norðurlandi og brást Ólína skjótt við. Ekki kom þó til leitarinnar því maðurinn fannst áður en Ólína og félagar komu á staðinn. HÖFUÐSKÚRKURINN Í HRUNINU n Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor þreytist ekki á því að lýsa sakleysi Dav- íðs Oddsson- ar, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabank- ankastjóra, hvað varðar aðild að hruninu. „Af- glöp þeirra Geirs og Ingibjargar Sólrúnar standa hins vegar eftir, þótt þau eigi ekki frekari refsingu skilið fyrir þau en þegar er orðið. Þessi afglöp voru að hafa hvað eftir annað að engu varnaðarorð Dav- íðs Oddssonar seðlabankastjóra,“ bloggaði Hannes á Pressunni. Víst er að hann er í miklum minni- hluta með skoðun sína en margir telja að í valdatíð Davíðs hafi verið unnið skemmdarverk á lýðveld- inu og hann sé höfuðskúrkurinn í hruninu. Um það verður eflaust deilt næstu árin og áratugina nema það tak- ist að koma böndum á Davíð og draga hann fyrir dóm til að skorið verði úr um sekt eða sýknu. SANDKORN Um helgina gerðist það einu sinni sem oftar að ég ætlaði mér að fara í bíó, en það var ekkert að sjá. Svo til allar myndir sem hér eru sýndar virð- ast hugsaðar fyr- ir mjög þröngan aldurshóp, eða um það bil 12- 25 ára. Einung- is tvær myndir geta talist boðlegar fullorðnum, Inception og The Ghost Writer. Báðar eru ágætar hvor á sinn hátt, en það segir sitt um framboðið að fólk keppist um að lofa þær sem snilldarverk, enda mikill léttir að sjá eitthvað í bíó sem er sæmilega skrif- að. Í Bandaríkjunum hefur aðsókn í bíóhús dregist mjög saman, lík- lega að hluta til vegna þess að þeir fylgja sama viðskiptamódeli þar og hér, sem miðar að því að losa bíó- húsin við stærstan hluta neytenda. Á hinn bóginn hafa bíóhúsin þar skilað methagnaði, og er það fyrst og fremst vegna þrívíddartækninn- ar, sem bætur litlu við laka handrits- gerð vestra en á hinn bóginn gerir bíóhúsunum kleift að rukka talsvert meira fyrir miðann en þau hafa gert hingað til. Vinsæll vandræðagangur Á meðan bíóið riðar til falls er sjón- varpið líklega blómlegra en nokk- urn tímann fyrr. Þetta er einnig að hluta til nýrri tækni að þakka. Til- koma DVD disksins fyrir rúmum tíu árum gerði það að verkum að fólk fór að kaupa sjónvarpsþætti í stað þess að horfa á þá einu sinni í viku. Gerir þetta það að verkum að hægt er að horfa á þættina með litlu millibili, sem býður aftur upp á mun meiri möguleika í handritsskrifum. Í stað þess að eyða hálfum þættin- um í að rifja það upp sem gerðist í síðustu viku, verða þættirnir í raun eins og 22 klukkutíma bíómynd. Nema hvað að handritin eru mun betri. Sopranos riðu á vaðið árið 1998, en það voru fyrstu þættirnir í seinni tíð sem buðu upp á dýpri persónu- sköpun en áður hafði sést í 45 mín- útna sjónvarpsþáttum. Sopranos voru góðærið holdi klætt, gangster- ar í teinóttum jakkafötum. En eftir því sem að bandaríska þjóðin hef- ur farið að efast meira um sjálfa sig, fyrst í kjölfar innrásarinnar í Írak og nú í kjölfar efnahagshrunsins, hef- ur sjónvarp þeirra batnað til muna. Þetta er ekki síður merkilegt fyrir þær sakir að einmitt fyrir 10 árum síðan virtist sjónvarpsmenningin vera deyjandi fyrirbæri. Raunveru- leikasjónvarpið tröllreið öllu um stund, en úr myrkrinu hefur birt til á ný. Big Brother-þættirnir, flaggskip raunveruleikasjónvarpsins, hafa nýlega verið teknir af dagsskrá. Fólk kýs vel skrifað efni frekar en vand- ræðagang þrátt fyrir allt. Þroskasögur og skór Þættir eins og Mad Men sýna þroskasögu Bandaríkjanna á 7. áratugnum, og er öflug ádeila um leið. Deadwood gerði það sama varðandi árin í kringum 1880. Aðr- ir sögulegir þættir sem slá flestu bíói við eru The Tudors og Rome. Samtímasögur, eins og þær sem segja frá útfararstofu í Six Feet Under, eða gamanþættir sem gera grín að bruðli eins og 30 Rock og Arrested Development, eru ekki síðri. Þeir ná um leið að vera bæði innihaldsríkir og afar góð afþrey- ing. Jafnvel léttmeti eins og Sex and the City eru mun hnyttnari en flestar sambærilegar bíómynd- ir og betri en myndirnar sem voru byggðar á þeim. Í raun er nánast eins og það verði bylting á hverju ári í sjónvarpinu, eins og var á Bítlaárunum í tónlist- inni. Þættirnir The Wire, sem sýna heilt þjóðfélag í kringum nokkra lögreglumenn í Baltimore og höfðu jafnvel áhrif á borgarstjórnarkosn- ingarnar hér, verða þó seint toppað- ir hvað dýpt varðar. Það verður spennandi að sjá hvernig íslenskt sjónvarp þróast á næstunni, en áhrif sjónvarpsbylt- ingarinnar eru farin að ná hingað. Þættir eins og Svartir englar eða Pressan lofa góðu, þó þeir eigi enn talsvert eftir í meistaraverk eins og The Wire. Vonandi á Bíó Paradís eftir að breyta bíómenningu Íslands til hins betra, svo líft verði í bíósölum utan Græna ljóssins og RIFF, kvikmynda- hátíðanna sem halda bíóáhuga- mönnum eins og mér gangandi. Annars er hætta á að við förum bara að koma okkur vel fyrir í sófanum heima. KJALLARI VALUR GUNNARSSON rithöfundur skrifar Fólk kýs vel skrifað efni frekar en vandræða- gang þrátt fyrir allt. Gullöld sjónvarpsins Ekkert er okk- ur Íslendingum dýrmætara á komandi árum en að skapa at- vinnu. Það skilja allir á tímum þungbærs at- vinnuleysis, og ekki síst foreldr- ar, sem hugsa um framtíð- arheill barna sinna. Í þessu ljósi verða allir ábyrgir og sjálfstæð- ir Íslendingar að skoða ávinning- inn af aðild að Evrópusambandinu með opnum huga. Hún er líkleg til að skapa fjölmörg ný störf og koma í veg fyrir að við töpum bráðefni- legu fólki framtíðarinnar úr landi. Aðild myndi stuðla að lágri verð- bólgu og lægri vöxtum. Hún ýtir undir efnahagslegan stöðugleika. Um leið eykst aðdráttarafl Íslands fyrir jafnt innlendar sem erlendar fjárfestingar. Allt ýtir þetta undir fjölgun starfa. Malta er gott dæmi. Hún er smá- ríki með svipaðan fólksfjölda og Ís- land. Eftir að Malta gekk í ESB tvö- földuðust fjárfestingar erlendra ríkja á skömmum tíma. Myndi ekki muna um það á Íslandi? Góð- ir samningar um aðild að Evr- ópusambandinu gætu því tryggt okkur bestu og varanlegustu kjara- bótina sem völ er á fyrir framtíðina. Ákvörðun um aðild verður hins vegar ekki tekin fyrr en í þjóðarat- kvæðagreiðslu þegar samningur- inn liggur fyrir. Í samningaviðræð- um felst því enginn háski. Sægreifarnir og Heimssýn Það er hins vegar mikill háski fólg- inn í einbeittri tilraun Heimssýn- ar, með arkitekt bankahrunsins, Davíð Oddsson, í broddi fylkingar, til að ónýta samningaviðræðurnar og þar með möguleika á að Íslend- ingar fái að kjósa um samninginn. Andstæðingar aðildar hafa flutt til- lögu á Alþingi um að hætt verði við samningaviðræðurnar sem ég hóf formlega fyrir Íslands hönd í júlí síðastliðnum. Helsti áróðurinn fyrir því að fólk- ið verði svipt réttinum til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu þeg- ar samningur liggur fyrir í lok við- ræðna, er rekinn af Mogganum. Bullandi tap blaðsins er fjármagn- að af helstu auðmönnum í hópi sæ- greifa. Þeir punga út peningum sem þeir nota til að niðurgreiða áróður Morgunblaðsins gegn því að fólkið fái að kjósa. Í reynd eru sægreifarnir að notfæra sér fjárhagslega yfirburði til að verja einkahagsmuni sína gegn almannahagsmunum venju- legs fólks. Það er ósiðlegt af sægreif- unum að misnota fé með þessum hætti til að hindra framgang lýðræð- isins. Jafnósiðlegt er það af Heimsýn að mynda bandalag með auðmönn- um í sægreifastétt til að svipta þjóð- ina rétti sínum til að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Tillagan er stórskaðleg fyr- ir hagsmuni Íslendinga. Hún rýrir orðstír Íslands sem þjóðar, og gæti komið í veg fyrir að Ísland ætti kost á að sækja aftur um aðild á næstu áratugum. Hún lokar því mikilvæg- um björgunarleiðum fyrir íslensku þjóðina. Háskaleikurinn er ekki síð- ur atlaga að afar dýrmætum mögu- leikum fyrir fyrirtæki, fjölskyldur, að ógleymdu ríkinu, sem kunna að fel- ast í aðild að Evrópusambandinu. Að spara 30 milljónir Einn þeirra var reifaður af körskum kaupfélagsstjóra í Borgarnesi sem skrifaði á dögunum pistil á Press- una. Sá vakti þjóðarathygli. Þar bar hann saman kostnaðinn við 20 milljóna króna íbúðarlán á Íslandi, þar sem gjaldmiðillinn er langveik- ur, og í öðru Evrópulandi. Niður- staðan var sú, að á 25 árum þyrfti Íslendingurinn að borga 31,6 millj- ónum meira en Evrópubúinn. Það kostar sem sagt unga Íslendinginn í dæmi kaupfélagsstjórans 105 þús- und krónum meira á mánuði að koma sér upp húsnæði en jafnaldra hans í Evrópu. Nái tillaga bandalags Heimssýn- ar og sægreifanna fram að ganga, þá lokar það möguleikum á því að húsnæðiskaupendur geti sparað sér allt að 105 þúsund krónur á mán- uði, eða ríflega 30 milljónir á 25 ára lánstíma. Við þurfum meiri atvinnu Aðild snýst ekki síst um að skapa ný störf. Í febrúar voru um 15 þúsund manns án atvinnu. Á næstu árum þarf að fjölga störfum um 2–3 þús- und á ári. Á næstu tíu árum þurf- um við því 30–35 þúsund störf til að tryggja að allir hafi atvinnu á Ís- landi. Atvinnulífið hefur sjálft bent á að nauðsynleg fjölgun starfa muni líklega ekki koma úr hefðbundn- um greinum, eins og sjávarútvegi og landbúnaði. Þar er framleiðni sem betur fer að aukast, en um leið fækkar störfum. Atvinnusköpun á Íslandi mun því hvíla á herðum annarra at- vinnugreina. Störfin þurfa að verða til í iðnaði, ferðaþjónustu og ekki síst í nýsköpunar- og sprotageiran- um. Umhverfi Evrópusambandsins tryggir stöðugt og öflugt rekstrar- umhverfi fyrir þessi sólrisufyrirtæki framtíðarnnar, sem þegar í dag skapa fjórðung gjaldeyristeknanna. Tillaga Davíðs og Heimssýnar lokar þessu tækifæri, sem gæti fætt af sér tugþúsundir starfa. Árlegur sparnaður af evru Forystumenn í atvinnulífi kynntu fyrir nokkrum misserum útreikn- inga, sem sýndu, að tækju Íslend- ingar upp evruna gætu þeir sparað sér samanlagt í vaxtagreiðslur á ári á annað hundrað milljarða króna. Á ári! Drýgstur hluti sparnaðarins yrði hjá fyrirtækjum, eða yfir 100 millj- arðar miðað við þáverandi stöðu. Heimilin gætu einnig sparað sér tugi milljarða. Þá er ótalinn vaxta- sparnaður skuldsetts ríkissjóðs. Til- laga Davíðs og Heimssýnar hindrar að skuldsett þjóð í vanda geti með þessum hætti sparað sér upphæðir, sem á einu ári gætu numið töluvert hærri upphæðum en Icesave-samn- ingurinn kynni að kosta ríkissjóð á núvirði. Ein besta og varanlegasta kjara- bótin til framtíðar kann því að liggja um Evrópusambandið. Það er því í þágu allra, ekki síst þeirra sem vilja skapa störf, lága vexti, lága verð- bólgu og stöðugleika í efnahagslífi, að halda áætlun um aðildarviðræð- urnar. Því fyrr sem hægt er að greiða atkvæði um samninginn, því betra. Það á ekki að banna þjóðinni að kjósa um aðild. AÐSENT ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON utanríkisráðherra skrifar. Umhverfi ESB tryggir stöðugt og öflugt rekstrarum- hverfi fyrir þessi sól- risufyrirtæki framtíð- arnnar, sem þegar í dag skapa fjórðung gjald- eyristeknanna. Hagsmunir Íslendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.