Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 53
The Social Network ræddi við Saverin stóð hinn síðar- nefndi í miðjum málaferlum við Zuckerberg. Að sögn Mezrichs ákvað Zuckerberg að leggja fram sáttatillögu þegar hann frétti af fyr- irhugaðri bók og í kjölfarið var Sa- verin titlaður sem einn meðstofn- enda samskiptasíðunnar og á nú 5% af hlutafé Facebook-veldisins. Það kom þó ekki í veg fyrir útkomu bókarinnar en Saverin mun að lík- indum aldrei tjá sig aftur á opin- berum vettvangi um Zuckerberg. Á fréttamannafundi í síðasta mán- uði minntist Zuckerberg á mynd- ina og sagði þá: „Ég stofnaði Face- book til að bæta heiminn og gera hann gegnsærri. Þessi kvikmynd sýnir mig hins vegar sem einhvern sem stofnaði Facebook til að geta hitt stelpur.“ Hinn ungi Zuckerberg Mark Zuckerberg er uppalinn í New York-fylki, faðir hans er tannlækn- ir og móðirin sálfræðingur. Hann stundaði nám við einkarekinn heimavistarskóla í New Hampshire á unglingsárum og hlaut þar verðlaun fyrir frammistöðu sína í stærðfræði, stjörnufræði, efnafræði og klassísk- um tungumálum. Zuckerberg hafði fengist við forritun allt frá 12 ára aldri og eyddi nær öllum frítíma sínum í þetta áhugamál á skólaárum sínum. Hann fékk inngöngu við Harvard- háskóla árið 2004 og hóf þar nám í tölvunarfræðum. Sérvitringur Nemendur sem voru samtíða honum á Harvard-árunum muna eftir hon- um sem einrænum sérvitringi, fölum ásýndar með hrokkið hár, stór augu og freknótt andlit sem gaf honum yf- irbragð ofvaxins barns. Hann hafði þann undarlega ávana að ganga ætíð í Adidas-inniskóm (flip-flops) hvort sem var um mitt sumar eða hávet- ur. Flestir ef ekki allir samnemend- ur hans minnast á hinn undarlega samskiptamáta hans, þegar hann átti í samræðum var andlit hans algjör- lega rúið svipbrigðum eða tilfinning- um. Þegar hann hlustaði því næst á viðmælanda sinn beið hann hljóður þar til hann hafði lokið sér af og svar- aði síðan oftast nær með einu áhuga- lausu jái eins og umræðuefnið vekti engan áhuga hjá honum. facemash.com Stuttu eftir að Zuckerberg hóf nám við Harvard setti hann í loftið vef- síðuna facemash.com þar sem nem- endur gátu gefið hver öðrum ein- kunn varðandi persónuleika eða kynþokka. Vinsældir síðunnar urðu slíkar í upphafi að á innan við tveim- ur tímum höfðu nemendur á há- skólasvæðinu sent inn um 22 þús- und einkunnir. Síðunni var þó lokað fljótlega eftir mótmæli vegna frið- helgi persónuupplýsinga. Zuckerberg gerði sér hins vegar strax grein fyrir að í háskólasamfé- laginu væri mikil þörf meðal nem- enda fyrir veflægt samskiptakerfi og hugmyndin að Facebook gerjaðist í huga hans næstu mánuði. Nafnið er dregið af „facebooks“, nokkurs kon- ar upplýsingaheftum sem margir bandarískir háskólar afhenda nem- endum í upphafi skólaárs og inni- halda myndir og upplýsingar um samnemendur. Zuckerberg hafði í huga að gera veflæga útgáfu í sama stíl en bæta við þeim möguleika að geta „potað“ (e. nudge eða poke) í nemendur. Næmi fyrir tímasetningu Með stuðningi tveggja herbergisfé- laga sinna, þeirra Dustins Mosko- vitz og Chris Hughes, og þúsund dollara framlagi Eduardos Saverin, leit thefacebook.com dagsins ljós í febrúar árið 2004 og innan fimm daga höfðu tæplega þúsund manns skráð sig sem notendur á síðunni. Moskowitz, sem seinna varð stjórnarformaður Facebook, rifj- ar upp að Zuckerberg hafi „… slys- ast inn í réttu kringumstæðurnar auk þess að hafa einstakt næmi fyrir tímasetningu. Ef hann var með góða hugmynd fylgdi hann henni hiklaust eftir í stað þess að velta því fyrir sér hvort námið ætti að hafa forgang.“ Haldið til Kaliforníu Í júní sama ár sagði Zuckerberg skil- ið við Harvard og flutti ásamt her- bergisfélögum sínum til Palo Alto í Kaliforníu. Saverin, sem var bund- inn við starfsnám hjá fjárfestingar- banka í New York þetta sumar, lagði um 10 þúsund dollara af eigin fé inn á nýstofnaðan rekstrarreikning Face- book-fyrirtækisins og hóf að leggja drög að markaðssetningu síðunnar. Á þessum tímapunkti gerðust hlut- irnir ótrúlega hratt, Zuckerberg réð til sín hóp af kerfisfræðingum og for- riturum og unnið var á öllum tímum sólarhringsins við að bæta við síðuna eða laga vandamál sem höfðu kom- ið upp. Árangurinn lét heldur ekki á sér standa og fjárfestar sýndu fyrir- tækinu mikinn áhuga. Síðar í mán- uðinum gekk Peter Thiel, einn af stofnendum PayPal, til liðs við þá fé- laga sem fjárfestir og lagði fram hálfa milljón Bandaríkjadala í fyrirtækið. Vinslit En uppgangur og velgengni verða stundum til vinslita. Saverin, sem hafði umsjón með útgjöldum og fjár- hagslegum rekstri fyrirtækisins, var orðinn hálfutanveltu í New York og hafði sífellt meiri áhyggjur af eyðslu þeirra félaga í hluti sem virtust á eng- an hátt tengjast rekstrinum. Hann tók í kjölfarið ákvörðun um að frysta reikninginn, eitthvað sem Zuckerberg gat aldrei fyrirgefið honum. Saverin var látinn taka pokann sinn og var með tíð og tíma skrifaður út úr sögu fyrirtækisins. Það var ekki fyrr en árið 2007, eftir löng málaferli, sem hann hlaut uppreisn æru og titilinn með- stofnandi á síðu Facebook. palli@dv.is FÖSTUDAGUR 17. september 2010 TÆKNI 53 Ég stofnaði Face-book til að bæta heiminn og gera hann gegnsærri. Þessi kvik- mynd sýnir mig hins vegar sem einhvern sem stofnaði Facebook til að geta hitt stelpur. … þegar hann átti í samræð- um var andlit hans algjörlega rúið svip- brigðum eða tilfinn- ingum. Sean Parker Justin Timberlake í hlutverki glaumgosans Seans Parker, eins af fyrrverandi yfirmönnum Facebook og meðstofnanda Napsters. Mark Zuckerberg Jesse Eisenberg er eins og sniðinn í hlutverk Zucker- bergs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.