Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 36
36 viðtal 17. september 2010 föstudagur Þórhallur Gunnarsson fjölmiðlamaður var farinn að einangrast frá umheim-inum í starfi sínu sem dagskrárstjóri og ritstjóri Kastljóss. Hann var í vinn- unni alla daga og jafnvel þegar hann var með fjölskyldunni var hann fjarlægur. Lengsta fríið sem Þórhallur tók sér á nokkurra ára tímabili var átta dagar. Þórhallur segir það ekki rétt að hann hafi stokkið frá sökkvandi skipi þegar hann ákvað að segja upp starfi sínu sem dagskrárstjóri í kjölfar uppsagna og niðurskurðar. Hann hafði skilað af sér áætlunum um niðurskurð og rekstraráætlun fyrir komandi vetur áður en hann hætti og höfðu þær verið samþykkt- ar af yfirstjórn RÚV. Síðasta verk Þórhalls var að segja upp þeim starfsmönnum sem heyrðu undir hann og höfðu verið samstarfsfólk hans til margra ára. Þórhallur barðist fyrir því að Spaugstof- an yrði ekki tekin af dagskrá í febrúar síðast- liðnum heldur fengi að starfa áfram til vors. Hann segist hins vegar bera alla ábyrgð á því að Spaugstofan sé ekki lengur á RÚV. Þórhallur hefur aldrei verið hræddur við að taka erfiðar ákvarðanir og er að mörgu leyti sáttur við það starf sem hann skilaði sem dag- skrárstjóri og ritstjóri Kastljóss. Þórhallur verður afi í nóvember en Gunnur dóttir hans á von á lítilli afastelpu. Úti í London býr svo afastrákurinn Oliver sem er fimm ára. Þórhallur vill verja meiri tíma með fjölskyld- unni og hefur fengið tækifæri til þess í sumar auk þess að laga sumarbústaðinn og vinna að- eins í golfsveiflunni. Brostnar forsendur „Það er nokkuð margþætt. Bæði persónulegt og faglegt,“ segir Þórhallur um ástæður þess að hann ákvað öllum að óvörum að segja upp starfi sínu sem dagskrárstjóri innlendrar dag- skrár hjá RÚV og ritstjóri Kastljóss fyrr á þessu ári. „Ég setti mér ákveðin markmið þegar ég tók við starfi dagskrárstjóra í apríl 2007 en í þeim fólst að auka innlenda dagskrárgerð og framleiðslu á leiknu efni. Við settum nýja þætti af stað eins og Útsvar, Kiljuna, skemmtiþátt á laugardagskvöldum, Sunnudagskvöld með Evu Maríu, menningarþáttinn 07/08 með Þorsteini J., Alla leið með Páli Óskari og fleira. Ný fram- haldsþáttaröð, Mannaveiðar, fór í tökur strax um haustið og í framhaldinu glæpaþáttaröðin Svartir englar og síðan Hamarinn. Tími norn- arinnar verður svo sýndur síðar í vetur. Alls fóru fjórar stórar og dýrar þáttaraðir í fram- leiðslu og sú fimmta fer í tökur á næstu dög- um. Ég setti mér þessi markmið til þriggja ára og vildi einnig kaupa inn meira af heimildar- myndum, fjölga innlendum þáttum og styrkja þá sem fyrir voru. En þegar þú setur þér ákveðin markmið eins og þessi og sérð síðan fram á að ákveðnar for- sendur eru að bresta breytist margt. Einhverjir gætu kallað þetta uppgjöf en ég hafði alltaf séð fyrir mér að gegna þessu starfi í þrjú ár og hætta síðasta vor. Ég ákvað að flýta þessari ákvörðun minni og taldi rétt að ný manneskja tæki við með nýja sýn.“ engin skyndiákvörðun Þann 18. janúar fór Þórhallur á fund Páls Magnússonar útvarpsstjóra og tilkynnti hon- um um ákvörðun sína. „Hann brást nú þannig við að hann hélt að þetta væri eitthvert skyndi- upphlaup hjá mér og bað mig um að hugsa þetta í sólarhring. Ég ræddi líka við tvo góða vini mína innan Kastljóss, Egil Eðvarðsson og Sigmar Guðmundsson, sem sögðu mér að gera þetta alls ekki. Ég hafði hins vegar í nokkrar vikur þar á undan rætt þetta við Brynju, konuna mína, sem studdi mig í þessari ákvörðun. Það spil- aði margt fleira inn í þessa ákvörðun, kannski óhóflegur metnaður en ekki síst þreyta og leiði,“ segir Þórhallur sem var yfirleitt farinn út snemma á morgnana og kominn heim milli níu og tíu á kvöldin. „Þá var ég annaðhvort í tölvunni eða símanum og ekkert sérstaklega skemmtilegur sambýlismaður.“ Þórhallur segir það ekki hafa verið auðvelt að vinna með fólki sem hann vissi að væri að missa vinnuna. „Ég neita því ekki að það var ekki góð líðan að vinna náið með fólki sem ég var búinn að ákveða að þyrfti að segja upp. Þessir félagar þínir og vinir eru orðnir að tölum í Excel-skjali og þá grunaði ekki hvað stæði fyr- ir dyrum. Það er ekki síður erfitt þegar þarf að velja á milli hæfileikafólks, hverjir halda vinnunni og hverjir ekki. Þegar ég sagði þeim upp hjálp- aði það eflaust mér og þeim að ég hafði sjálf- ur áveðið að hætta. Ég átti það þó sameiginlegt með þeim að ég var að yfirgefa vinnustaðinn á sama tíma og þau.“ Ósanngjörn gagnrýni Daginn eftir fór Þórhallur aftur á fund Páls og tilkynnti honum að ákvörðun sín stæði. „Páli fannst það ansi bratt að ég vildi hætta með svo litlum fyrirvara en á þeim tíma fannst mér ég ekki vera að stökkva frá borði. Þrátt fyrir niður- skurðinn var Kastljós áfram vel mannað með Sigmar sem öflugan ritstjóra og allir aðrir þætt- ir héldu sjó. Það var mjög tvísýnt hvort við gæt- um haldið Spaugstofunni áfram á dagskrá en það tókst.“ Þórhallur hætti skömmu áður en tilkynnt var opinberlega um niðurskurðinn og segir hann Pál Magnússon hafa hlotið mikla gagn- rýni fyrir breytingar sem voru í raun á ábyrgð Þórhalls. „Páll fékk mjög ósanngjarna gagn- rýni og kvikmyndgerðarmenn gengu sérstak- lega hart að honum. Hins vegar voru þessar breytingar á mína ábyrgð því ég lagði til nið- urskurð á leiknu efni eins og öðru innlendu dagskrárefni og auk þess uppsagnir ákveðinna starfsmanna. Kvikmyndagerðarmenn gagnrýndu RÚV harkalega en voru að mínu mati ekki eins gagnrýnir þegar stjórnvöld drógu gríðarlega úr framlögum sínum til Kvikmyndamiðstöðv- ar Íslands. Þeir gleymdu því einnig að á þess- um tíma var RÚV ekki síst að verja störf félaga þeirra en margir kvikmyndagerðarmenn eru starfandi hjá fyrirtækinu.“ Þórhallur segir kvikmyndagerðarmenn heldur ekki hafa virt það að á tveimur og hálfu ári hafði RÚV lagt meiri pening í framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni en í langan tíma áður. „Þó að ég hafi ákveðna samúð með þeim sem eru að berjast fyrir lífi sínu í þessum bransa fannst mér gagnrýnin á Pál og RÚV oft ómakleg. Þetta er hins vegar tímabundið ástand og ég er sannfærður um að innan skamms aukist framleiðsla á leiknu efni. Nú eru að hefjast tök- ur á sjónvarpsþáttaröðinni Tími nornarinnar í leikstjórn Friðriks Þórs og mér skilst að ekki verði dregið úr kaupum á íslenskum heimild- armyndum í vetur. Sigrún Stefánsdóttir, nú- verandi dagskrárstjóri, er bæði vinnusöm og metnaðargjörn og á eftir að standa sig vel í þessu starfi.“ Þá telur Þórhallur að starfsemi RÚV gæti batnað mikið ef fyrirtækið flyttist í annað hús- næði. „Það myndi leysa RÚV úr ákveðnum álögum ef fyrirtækið gæti flutt alla starfsemi sína úr Efstaleiti í einfaldara húsnæði, helst á einni hæð. Þessi glæsihöll er barn síns tíma og tekur til sín gríðarmikla peninga sem gætu annars farið í dagskrá sjónvarps og útvarps.“ Ber áByrgð á Brotthvarfi spaugstofunnar Þórhallur segist einnig bera ábyrgð á öðru at- viki sem mikið hefur verið rætt um í sumar. Löngu eftir að hann lét af störfum. „Ef það er hægt að vísa á einhvern einn varðandi það af hverju Spaugstofan sem slík er ekki lengur á RÚV, þá er það ég. Í niðurskurðaráætlunum fyrir veturinn í vetur lagði ég til að Spaugstof- an, eða strákarnir fjórir, myndu hætta. Hins vegar yrðu ráðnir sömu aðilar sem stóðu að síðasta Áramótaskaupi til þess að gera þátt. Ég bað þá aðila svo um að skila inn tillögu að þætti sem síðan var unnið með eftir að ég hætti.“ Þórhallur vildi hins vegar að öll umgjörð Spaugstofunnar héldi sér. „Ég held að fólk átti sig oft ekki á því að Spaugstofan er miklu meira en bara þessir fjórir leikarar. Þetta er auðvitað alveg gríðarlega öflugur her af fólki. Björn Emilsson, sem hefur stýrt þessu, Ragna Fossberg sminka, sem er alveg mögnuð og á öll þessi gervi í gegnum Áramótaskaup og annað, búninga- og smíðadeild og fleira. Þetta eru gríðarleg verðmæti sem hafa orðið til inn- anhúss og ég vildi halda. En ég vildi líka gefa nýju fólki tækifæri til þess að koma þarna inn með ferskar hugmyndir.“ Þær hugmyndir sem aðstandendur Skaupsins skiluðu svo eftir að Þórhallur lét af störfum urðu ekki að veruleika, líklega vegna þess að leikstjórinn var búinn að ráða sig í önnur verkefni. Þess í stað mun Guðjón Davíð Karlsson stýra skemmti- og spjallþætti á laugardögum en þar mun Ari Eldjárn, einn af höfundum Áramótaskaupsins, koma mikið við sögu. Í millitíðinni samdi Spaugstofan við Stöð 2 um að halda áfram þar. Þórhallur segir það einfaldlega matsatriði hvort þessi tillaga hans hafi verið réttmæt. „Einhvern tímann þarf að taka svona ákvörð- un og ég sé ekkert eftir því að leggja þetta til. Mér finnst þetta rétt alveg eins og mér fannst rétt að láta Randver fara á sínum tíma. Það þurfti að minnka hópinn og hleypa fleirum inn. Gefa fleirum kost á að læra þessi vinnu- brögð Spaugstofunnar. Ég hef hins vegar mikla trú á hinum nýja skemmtiþætti og þeim sem að honum standa.“ aldrei sumarfrí Þórhallur telur sig hafa gert nokkur mistök tengd vinnunni sem gerðu það að verkum að álagið varð meira en það hefði þurft að vera. „Ég er náttúrulega svolítið manískur í vinnu og ég gerði nokkur mistök. Stóru mistökin mín voru þau að ég tók mér nánast aldrei samfellt sumarfrí. Lengsta frí sem ég tók mér var átta dagar. Þetta var nú ekki beint til þess að gleðja mína nánustu.“ Þótt Þórhallur væri ekki staddur í Sjón- varpshúsinu var hann alltaf í vinnunni. „Ég var alltaf í símanum eða í tölvunni. Minn stærsti lærdómur í þessu öllu er kannski sá að ég skildi aldrei við vinnuna og tók hana óþarf- lega mikið inn á mig. Ég var heldur ekki nægi- lega duglegur að deila ábyrgðinni með öðrum sem er mikill galli enda var ég með gríðarlega mikið af hæfileikafólki í kringum mig.“ Þórhallur var líka farinn að finna fyrir því að vinnan bitnaði á samskiptum hans við fjöl- skylduna. Hann áttaði sig á því þegar dótt- ir hans bar það upp við hann. „Þegar ég hitti þig ertu bara svo utan við þig að það er ekki hægt að ná sambandi. Þú ert bara í tölvunni,“ sagði hún við mig. Ég var orðinn snillingur í því að svara þegar ég var í tölvunni án þess í rauninni að hlusta. „Já. Já, er það?“ sagði ég og þóttist vera áhugasamur en var að hugsa um eitthvað allt annað. Hún sá nú alltaf í gegnum þetta og sagði hvað eftir annað: „Pabbi, þú ert ekki einu sinni að hlusta á mig.“ Foreldrar mínir og vinir gagnrýndu mig líka fyrir það að ég hafði lítið samband að fyrra bragði. Ég einangraði mig þegar ég var ekki í vinnunni og var mikið heima. Meira að segja sofnaði ég þegar ég var að horfa á leiki með Liverpool og þá er nú mikið sagt,“ segir hann léttur. afþakkaði starf á stöð 2 Eftir að Þórhallur hætti á RÚV í janúar tók hann sér langþráð frí. Ekki leið þó á löngu þar til samkeppnisaðili RÚV, 365 miðlar, báru í hann víurnar. „Ég átti í viðræðum við Ara Edwald um að taka að mér stöðu fréttastjóra Stöðvar 2 í vor,“ en það var skömmu eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði starfi sínu sem fréttastjóri lausu. „Það var allt spennandi við það starf. Mannskapurinn og umbúnaður á Stöð 2 er frábær en þetta strandaði á einu litlu smáatriði,“ segir Þórhallur sem vill ekki gefa upp hvaða smáatriði það var. Það hefur flog- ið fyrir að ástæðan fyrir því að Þórhallur vildi ekki taka að sér starfið hafi verið eignarhaldið á 365 miðlum. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt frekar um það.“ Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Þórhalli var boðin staðan eftir að hann yfirgaf Stöð 2 árið 2005 til þess að taka við sem ritstjóri Kastljóss. DV greindi frá því fyrr á árinu að Þórhallur hefði átti fund með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Baugs og einum aðaleig- anda 365, árið 2008. Fundurinn fór fram á 101 hóteli sem eru í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns. Þar á Jón að hafa boðið Þór- halli 200 milljónir króna fyrir að hætta á RÚV og taka til starfa hjá Stöð 2. Þórhallur afþakkaði tilboðið samkvæmt heimildum blaðsins. „Ég játa hvorki né neita. Það er rétt að við áttum tveggja manna tal og ekkert meira er um það að segja.“ spjallþáttur í vetur Þórhallur viðurkennir að taugar hans til RÚV hafi líka spilað inn í að hann tók ekki að sér fréttastjórastöðuna nú í vor. Enda leið ekki á löngu þar til Þórhallur snéri aftur í Kastljósið en þá sem spyrill í föstudagsumræðu þáttarins. „Það var alls ekkert skrítið að snúa aftur enda hafði ég lofað bæði Páli og Sigmari að ég yrði til taks. Einhverju starfsfólki hefur eflaust fundist skrítið að sjá gamla yfirmanninn þarna aftur en það áttaði sig fljótt á því að ég var ekki kominn þarna til þess að skipta mér af einu eða neinu.“ Þórhallur mun einnig sjást meira á skjánum þórhallur gunnarsson, fyrrverandi dagskrárstjóri hjá RÚV og ritstjóri Kastljóss, segir vinnuálagið hafa verið farið að bitna á fjölskyldu sinni. Hann hafi verið farinn að einangrast og verið með símann eða tölvuna við höndina öllum stundum. Þórhallur segist bera ábyrgð á því að Spaugastofan sé ekki lengur hjá RÚV. ásgeir jónsson ræddi við Þórhall um ástæður þess að hann hætti, fréttastjórastöðuna sem hann afþakkaði á Stöð 2 og fjölskylduna sem hann hyggst sinna betur. Var farinn að einangrast Ég neita því ekki að það var ekki góð líðan að vinna náið með fólki sem ég var búinn að ákveða að þyrfti að segja upp. þórhallur gunnarsson Vill meiri tíma fyrir sig og fjölskylduna en hann verður afi í nóvember. mynd rÓBert reynisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.