Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 44
44 SAKAMÁL UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON helgihrafn@dv.is 17. september 2010 FÖSTUDAGUR
Vinir og vandamenn vel menntaðs læknis í St. Pétursborg í Rúss-landi fylltust miklum
óhug árið 2000 þegar í ljós kom
að hann hafði myrt að minnsta
kosti 12 eldri konur í ránsferðum
sínum um íbúðir þeirra. Hann er
á fimmtugsaldri og heitir Max-
im Petrov og mun dúsa í fangelsi
það sem eftir er ævinnar. Rúss-
neskir fjölmiðlar kalla hann ein-
att Doktor dauða. Hann er talinn
hafa rænt um fimmtíu aldrað-
ar konur. Aðferð hans var sú að
svæfa fórnarlömbin meðan hann
hreinsaði íbúðina af verðmætum
munum. Hann myrti þær sem
vöknuðu úr lyfjadáinu á meðan
hann var enn staddur á heimil-
inu.
Virtur læknir
Maxim Petrov naut virðingar fyr-
ir læknisstörf sín á bráðamóttöku
á sjúkrahúsi á Vasilievski-eyju í
St. Pétursborg. Hann var giftur
indælli konu og átti þrjú börn.
Hann þótti feiminn og dulur en
vann öll sín verk að því er virt-
ist af ástríðu, eldmóði og dugn-
aði. Ekkert var þó jafnfjarri sann-
leikanum. Á bak við sakleysislegt
andlit Maxims bjó siðblindur og
stelsjúkur sadisti sem vílaði ekki
fyrir sér að drepa. Menn vita
ekki hvort hann framdi glæpi til
ársins 1997. En það ár hóf hann
ránsferð sem átti eftir að taka
þrjú ár.
Svæfði fyrst
Hann bankaði upp á án fyrirvara
hjá sjúklingum, sem ávallt voru
kvenkyns, og venjulega á morgn-
ana þegar ættingjar þeirra voru
við vinnu. Hann mældi blóð-
þrýstinginn í konunum og sagði
þeim svo að þær þyrftu á sprautu
að halda. Hann svæfði þær og
stal öllum verðmætum í íbúðinni
á meðan þær sváfu. Hann tók
jafnvel hringa og eyrnalokka af
fórnarlömbunum. Fyrstu fórnar-
lömbin dóu ekki en vöknuðu eft-
ir að hann var farinn.
Hóf að myrða
Hann framdi fyrsta morðið ann-
an febrúar 1999 en þá framdi
hann sitt þrítugasta rán. Hann
hafði svæft sjúklinginn og rótaði
í skápum og skúffum þegar dyrn-
ar opnuðust skyndilega. Dótt-
ir sjúklingsins var komin heim.
Maxim myrti þá báðar eldsnöggt,
stakk dótturina með skrúfjárni
og kyrkti sjúklinginn með sokka-
buxum. Eftir þetta breytti læknir-
inn vinnuaðferðum sínum. Hann
byrjaði að sprauta fórnarlömb
sín með banvænni lyfjablöndu. Í
blönduna setti hann margvísleg
lyf sem sum höfðu engin áhrif.
Lögreglan taldi því að morðing-
inn hefði enga læknisþekkingu.
Næst kveikti hann bál í íbúðun-
um áður en hann stakk af til að
brenna öll sönnunargögn.
Fundu listann
„Ég man eftir því að dyrabjöll-
unni var hringt klukkan tvö eftir
hádegi. Ungi maðurinn sagðist
vera læknir frá heilsugæslustöð-
inni minni. Hann mældi blóð-
þrýstinginn, sem virtist vera
mjög hár, og sprautaði mig svo.
Þegar ég vaknaði stóð íbúðin í
ljósum logum. Ég æpti á hjálp
af svölunum,“ sagði Anastasia
Plotnikova, eitt af eftirlifandi
fórnarlömbum Petrov þegar rétt-
að var yfir honum árið 2002.
Talið er að Maxim Petrov hafi
rænt 47 gamlar konur og myrt 17
til 19 þeirra. Það tók lögregluna
nokkurn tíma að átta sig á hvern-
ig ætti að handsama lækninn. En
umfangsmikil rannsóknarvinna
árið 2000 leiddi í ljós hvernig
hann hafði valið fórnarlömb sín.
Nöfn þeirra allra voru á lista yfir
lungnasjúklinga sem höfðu ver-
ið skoðaðir í tæki á heilsugæslu-
stöð sem Petrov hafði komist
yfir. Með því að nota listann fann
lögreglan 72 tilvonandi fórnar-
lömb í lögregluaðgerð sem 700
lögreglumenn unnu að. Þeir
handsömuðu Petrov þegar hann
heimsótti einn af þessum sjúk-
lingum síðar það ár.
Ævilangt fangelsi
Hann kenndi sálrænu álagi í
fangaklefanum um að hafa ját-
að á sig glæp sem hann hefði
ekki framið. Maxim var árið
2002 dæmdur í ævilangt fang-
elsi. Dómstólnum tókst að sanna
að hann hafði myrt 12 kvenn-
anna en lögreglan taldi að hann
hefði myrt 19. Læknirinn varð-
ist af hörku, sagðist alsaklaus
af ásökunum og hótaði að kæra
fjölmiðla fyrir meiðyrði þeg-
ar þeir uppnefndu hann Doktor
dauða. Hann á ekki möguleika á
reynslulausn og mun því dvelja í
klefanum það sem eftir lifir.
LÆKNIR RÆNDI OG
MYRTI ELDRI KONUR
Rússinn Maxim Petrov er uppnefndur Doktor dauði. Hann var virtur læknir á bráðamóttöku á sjúkrahúsi í
St. Pétursborg þar sem hann bjargaði mörgum mannslífum. En þegar hann var ekki á vakt gekk hann í hús
hjá gömlum konum sem hann ýmist svæfði eða myrti til að stela öllu steini léttara úr íbúðum þeirra.
Hann mældi blóðþrýsting-
inn, sem virtist vera
mjög hár, og spraut-
aði mig svo. Þegar ég
vaknaði stóð íbúðin í
ljósum logum.
MAXIM PETROV
Hann var virtur lækn-
ir á bráðamóttöku
á sjúkrahúsi. Engan
grunaði að hann
gengi í hús þegar
hann var ekki á vakt
og myrti þar gamlar
konur.
LÆKNIR Í SJÚKRABÍL Dr. Petrov starfaði stundum sem læknir í sjúkrabíl og
bjargaði mörgum mannslífum. Mörgum fannst því óskiljanlegt að hann fremdi
skelfileg morð bak við tjöldin.