Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 26
SVARTHÖFÐI Svarthöfði var steinhissa þegar það fregnaðist að rukkarinn Jón „stóri“ hefði verið dæmdur í gæsluvarðhald. Svarthöfði hélt nefnilega að Jón væri ekki raun- verulegur maður heldur leikin per- sóna eins og Silvía Nótt. Fyrir þá sem ekki þekkja er Jón stóri maður á fertugsaldri með aflitað hár, sem leggur mesta áherslu á glingur, sól- brúnku, sílíkon og vöðvamassa. Seint í fyrra kom sérsveitin heim til Jóns og vildi hann ekki leggjast í jörðina. „Ég var nú ekki alveg á því þar sem mað- ur er nú í hvítu dressi og með skartið á sér,“ sagði Jón um atvikið. Hann á fyrirtæki sem heitir Innheimta og ráðgjöf. Til að vekja á sér athygli hefur hann heimasíðu á netinu og Face- book-síðu, þar sem hann sést meðal annars sprauta sig í vöðvann með einhverju sem hann kennir við stera. Um daginn fréttist svo að hann hefði blandað sér í rifrildi skólakrakka í Kópavogi og var í kjölfarið settur í gæsluvarðhald grunaður um að ráð- ast á hús 17 ára stráklings. Þetta byrjaði allt með Gillzen-egger. Jón stóri er eins og Gill-zenegger á sterum. Gillzen-egger sjálfur rekur uppruna sinn til heimasíðunnar kallarnir.is, sem var sett á laggirnar 31. desember 2003. Þar komu fram nokkrir að því er virtist heilbrigðir, sólbrúnir menn með ljóst hár í sænskum stíl og vöðva- massa hins vinnandi manns. Nema hvað að sólbrúnkan var ekki eftir sól- ina heldur ljósabekki, ljósa hárið var aflitað í Selfoss-stíl og vöðvarnir voru ekki afrakstur vinnu. Þeir höfðu borg- að fyrir pláss í líkamsræktarstöð til að lyfta lóðum upp í loftið í stað þess að erfiða fyrir afrakstri eins og stæltir menn forðum. Kallarnir.is virtist vera paród-ía af hinu yfirborðskennda, athyglissjúka og gagnslausa hégómatrölli nútímans en það þrífst í athygli, nokkurn veginn eins og sveppir þrífast í raka. Kallarnir. is liðu undir lok um mitt ár 2006 og stóð Gillzen- egger einn eftir og stendur enn í sama hlutverki sem ýkt grínútgáfa af yfirborðskenndum og sjálfhverfum vöðvarækt- anda. Með tím- an- um varð Egill Einarsson Gillzenegger og Gillzenegger Egill Einarsson. Það varð ekki skilið á milli opinberu fíg- úrunnar og mannsins sjálfs. Jón stóri leggur mikið á sig við að fá athygli fyrir tútnaða vöðva og tilefnislausa sólbrúnku. Ef hann er ekki leikin persóna þá mun hann án efa fá sinn sess í raunveru- leikaþætti á Skjá einum, alveg eins og Silvía Nótt, sem öfgakenndur tákn- gervingur hins harða hégómamenn- is fyrsta áratugar 21. aldar. Hann er samfelldur gjörningur, sýning holdi klædd. KARLKYNS SILVÍA „Guð, ég kannaðist smá við hann því ég vissi að hann væri goðsögn úr boltan- um en ég vissi samt ekkert hver þetta var.“ n Fyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir fór að hitta vin sinn Dwight Yorke í Portúgal en vissi ekki hver Alan Shearer væri þegar hann kom og heilsaði upp á parið. – DV „Mér finnst ég bara roslega heppinn.“ n Ljósmyndarinn Baldur Bragason mun vinna við Hollywood-endurgerð myndarinnar Karlar sem hata konur. Leikstjóri hennar er hinn víðfrægi David Fincher. – DV „Það var farið með okkur eins og kónga.“ n Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, segir frá því þegar hljómsveitin hitaði upp fyrir bresku sveitina The Kokks í Berlín á dögunum. – Fréttablaðið „Ég er orðinn sannfærður um að ekkert í heiminum getur bjargað Íslandi nema Metallinn.“ n Bloggarinn Teitur Atlason segir Ísland yfirfullt af aumingjum og nauðsynlega þurfi smá metal í samfélagið. – DV.is Fórnir Ómars Í bölmóði undanfarinna tveggja ára hefur íslensk þjóð á stundum gleymt því góða sem hefur þrifist í samfélaginu. Ofsareiði vegna afglapa þeirra sem réðu för í stjórnmálum og viðskipt- um hefur þannig varpað skugga á allt það góða sem Íslendingar eiga sameiginlega. Ekki er ofsagt að sjónvarpsmað- urinn, skemmtikrafturinn, um- hverfisverndarsinninn og mann- vinurinn Ómar Ragnarsson, sem varð sjötugur í gær, sé á meðal þeirra sem glatt hafa og göfgað íslenskt samfélag öðrum fremur. Nokkr- ar kynslóðir Íslendinga þekkja verk Ómars og hafa hlegið með honum á góðri stundu. Margir hafa líka grátið með honum yfir þeirri ruddalegu meðferð sem íslensk náttúra hefur mátt sæta í þágu pen- ingaafla og í blindri dýrkun á Mammon. Um árabil færði Ómar þjóðinni íslenska menningu með Stikluþáttum sínum sem hljóta að teljast til mikilla menningarverð- mæta. Það efni sem Sjónvarpið hefur boð- ið upp á undanfarin ár er dæmi um hið andstæða. Ómar kynnti þjóðina fyrir Gísla á Uppsölum og fjölda annarra karaktera sem búa vítt og breitt um landið. Hann var óþreytandi við að dásama íslenska nátt- úru í máli og myndum. Á seinustu árum hefur Ómar gert heimildarmyndir um sitt hjartans mál, náttúruvernd. Sú vinna varð honum dýrkeypt. DV birti forsíðuviðtal við Ómar í sumar undir fyrirsögninni Ómar fórn- ar öllu. Þar kom fram að þessi maður, einn besti sonur þjóðarinnar, væri fast- ur í skuldafeni vegna starfa sinna. Hann hafði fórnað öllu fyrir íslenska náttúru. Veitingamaðurinn Friðrik Weishappel í Kaupmannahöfn las viðtalið og fann til með Ómari sem sjötugur horfðist í augu við örbirgð. Friðrik hóf söfnun meðal þjóðarinnar sem þakkaði Ómari með þeim hætti að hann gat greitt upp allar skuldir sínar. Og það er einmitt þarna sem styrkur þjóðarinnar liggur. Samstað- an er algjör þegar það á við. Góðverkin láta ekki á sér standa eins og sannaðist í tilfelli Ómars. Hann fékk í afmælisgjöf fjárhags- legt sjálfstæði og á það svo sannarlega skil- ið. Til hamingju með Ómar. REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Hann fékk í afmælisgjöf fjárhagslegt sjálfstæði LEIÐARI BÓKSTAFLEGA Þegar kemur að því að dæma mann og annan fyrir afglöp í starfi, ég tala nú ekki um þegar um er að ræða þá sem með græðgi ýttu hruninu af stað, þá verðum við að hafa í huga að heimsk eru herraráð. Hér hefur feðraveldið kennt kynslóðunum að einsleitni sé okkar æðsta markmið; öll eigum við að láta þjóðir heimsins vita að Íslend- ingar eru allir eins og alltaf bestir í öllu. Við erum ríkust, við erum fallegust, við erum sterkust og gáfuðust. Stjórnmálaflokkar á Íslandi eru einsog trúfélög í feðraveldi sem kennir að ættin öll verði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að spilltur borgarstjóri kom langafa fremst í röð þegar íbúðum var út- hlutað og svo fékk gamli maður- inn vinnu í gegnum klíku. Feðra- veldið vill viðhalda öllum gildum – íhaldsmennskan er algjör og okk- ur er bannað að hugsa sjálfstætt. Við megum, fyrir alla muni, aldrei átta okkur á því, að líklega geymir land- ið okkar gráðugustu þjóð veraldar – gráðuga vini sem vernda gráðuga vini. Atla-skýrslan er eflaust eitt flott- asta plagg allra tíma. En jafnvel þótt skýrsluhöfundar hafi gert sér grein fyrir því að versta bölvald íslenskrar sögu er að finna í stjórnmálaflokk- unum, þá þorir fólk ekki að minn- ast á það, að besta leiðin til að vinda ofanaf þeirri flækju, í eitt skipti fyrir öll, væri að banna stjórnmálaflokk- um að bjóða fram krafta sína í kosn- ingum. Hér ætti að virkja lýðræðið með því að leyfa einvörðungu fram- boð einstaklinga. Þessi tilgáta mín fær kannski byr undir báða vængi þegar kemur að því hjá vinavernd- inni, að taka afstöðu til sektar eða sakleysis flokkssystkina sem vissu- lega sýndu öll vítavert kæruleysi á meðan gerræðisleg vinnubrögð for- sprakka einkavinavæðingar þóttu við hæfi og samtrygging flokkanna gaf millasleikjunum kapp til að kýla vömb. Auðvitað verðum við að láta rannsaka sölu bankanna. Það er bókstaflega ólíðandi að glæpa- félagið sem sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkur stjórnuðu njóti fyrningar og friðhelgi á með- an reynt er að dæma greyið hann Geir fyrir það eitt að sýna vanþekk- ingu, vanmátt og undirgefni í sam- skiptum sínum við Davíð Odds- son, fyrrverandi bankastarfsmann og núverandi blaðasnáp hjá LÍÚ- tíðindum. Við sem alltaf höfum verið fyrst, fremst, mest og best í öllu. Við ætt- um að fara í fylkingarbroddi þjóða og banna samtryggingu stjórnmála- flokka. Í fyrsta klassa Ísland er, því enginn maður gleymi og brosandi nú búa hér bestu fífl í heimi. 26 UMRÆÐA 17. september 2010 FÖSTUDAGUR FORSETI Á VINSÆLDAVAGN n Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur lengi verið barn síns tíma. Hann hefur snúið afstöðu sinni eftir vind- áttinni og stað- sett sig þannig á sviðinu að hann hefði í senn gagn og gaman af. Ólafur var fasta- gestur í einka- þotum auð- manna á sínum tíma og mærði útrásarvíkinga út í eitt. Þetta háttalag hefur reynst hon- um erfitt eftir hrun. En síðan kom Icesave-málið upp og hann vísaði því í þjóðaratkvæði og hlaut skyndi- vinsældir. Nú hefur Ólafur tekið afstöðu gegn ESB að talið er til að öðlast lýðhylli. „RITSUBBAN“ ÓSKAR n Óskar Magnússon, útgefandi Moggans, varð af mörgum talinn uppvís að lítilmennsku þegar hann notaði minning- argrein um þá látnu sómakonu, Þórunni Gests- dóttur, til að koma höggi á DV. Sjálfur var Óskar eitt sinn starfs- maður DV en hætti án þess að margir tækju eftir því. Eyjubloggar- inn Jenný Anna Baldursdóttir fjall- ar um framgöngu Óskars í minning- argreininni og dregur hvergi af sér. ,,Ritsubburnar í Hádegismóum eru farnir að slá eign sinni á minningar- greinar og nota til að koma sótsvörtu innræti sínu á framfæri,“ bloggar Jenný Anna. LÍFRÓÐUR KVÓTALAUSRA n Meðal þeirra sem auðgast hafa á kvótakerfinu er Hinrik Kristjánsson, kenndur við Kamb. Hann seldi all- an kvóta sinn á Flateyri og skildi þorpið eftir í sárum. Talið var að hann hefði flutt með allt að milljarð króna til Hafnarfjarðar. Nú er Hinrik aft- ur kominn á stjá með fyrirtæki sitt, Kamb. Hann hefur stofnað til útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði og hyggst vera með um 20 manns í vinnu. Á Flateyri stendur á sama tíma lífróður hinna kvótalausu. SJÁLFSTRAUST VEX n Þingmaðurinn Ásbjörn Óttars- son er á meðal þeirra sem glíma við svarta samvisku. Ásbjörn varð upp- vís að því að fara á svig við lög þegar hann greiddi sjálfum sér út arð úr sjávarútvegs- fyrirtæki sem rekið var með tapi. Ásbjörn hef- ur verið afskap- lega þögull síðan það mál kom upp. Nú er þó svo að sjá sem hann telji sig vera hólp- inn. Aftur hefur hann sig í frammi á Alþingi þar sem hann gagnrýnir þá sem ekki fara að reglum. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is UMSJÓN INNBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 515 5550. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Hið fífldjarfa feðraveldi SKÁLDIÐ skrifar „Hér ætti að virkja lýðræðið með því að leyfa einvörð- ungu framboð einstaklinga. KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.