Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 62
Baltasar Kormákur er í ítar-
legu og skemmtilegu viðtali við
tímaritið Monitor sem kemur út
með Morgunblaðinu á fimmtu-
dögum. Í lok viðtalsins er hann
beðinn um eina „skemmtilega
bransasögu“ eins og blaðamað-
urinn orðar það. Segir Baltasar
þá frá því að við tökur á Djúp-
inu um daginn ætlaði hann að
kasta af sér vatni fyrir aftan gám
við höfnina. „Um leið og ég var
byrjaður kom gámabíll og tók
gáminn, þannig að ég stóð þarna
beint fyrir framan tökuliðið með
allt niður um mig. Þetta var eins
og lélegt grínatriði í bíómynd,“
segir Baltasar í viðtalinu.
„Þetta er eitthvert rugl. Ég ætla ekki
að vera tjá mig um svona vitleysu,“
segir Grétar Rafn Steinsson leik-
maður Bolton í ensku úrvalsdeild-
inni spurður út í fréttir Pressunn-
ar og Séð og Heyrt þess efnis að
hann sé að skilja við eiginkonu sína
Manuelu Ósk Steinsson.
Grétar vildi ekki tjá sig frekar um
málið en það var pressan.is sem
flutti fréttir þess efnis á miðviku-
dag að hjónin væru skilin. Pressan
dró svo að lokum fréttina alfarið til
baka og bað hlutaðeigendur afsök-
unar. Séð og Heyrt flytur svo frétt-
ir af málinu í nýjasta tölublaði sínu
undir yfirskriftinni „Brestir í Bol-
ton“. Í frétt blaðsins segir að hjónin
íhugi nú skilnað.
Grétar og Manuela kynnt-
ust árið 2007 en þau giftu sig að-
eins þremur mánuðum síðar. Þau
gengu svo aftur í það heilaga árið
2007 og þá var öllum vinum og
vandamönnum boðið í heljarinn-
ar veislu.
Grétar leikur sem fyrr segir með
Bolton í Englandi en þar áður lék
hann með AZ Alkmar í Hollandi
þar sem þau hjón giftu sig fyrst.
Grétar hefur farið vel af stað með
Bolton í ensku úrvalsdeildinni sem
er í 12. sæti sem stendur.
asgeir@dv.is
RUGL, SEGIR GRÉTAR
GRÉTAR RAFN OG MANUELA SÖGÐ VERA AÐ SKILJA:
Spjallþáttur Loga Bergmanns
Eiðssonar, Logi í Beinni, hefur
sitt fjórða ár á laugardaginn.
Logi hefur verið duglegur að
fá skærustu stjörnur landsins
til sín og spjallar hann við þær
á sinn hátt. Fjölmiðlakonan
Tobba Marínósdóttir, höfundur
metsölubókarinnar Makalaus,
verður meðal gesta hjá Loga á
laugardagskvöldið og gæti hún
komið skrautlega klædd. Á Face-
book skrifaði hún: „Á einhver
mega ljót föt til að lána mér fyrir
Loga í beinni - annað kvöld?“
Fór þá allt á flug og vildu margar
konur lána Tobbu samfesting
og virðist hún ætla að meta það.
Útvarpsmaðurinn Ásgeir Páll Ás-
geirsson bauð Tobbu
kjól af sér en bætti
þó við að hann væri
líklega of stór á
hana.
62 FÓLKIÐ 17. september 2010 FÖSTUDAGUR
HERBERT GUÐMUNDSSON:
SAMFEST-
INGUR Í
BEINNI?
MEÐ ALLT
NIÐUR
UM SIG
Grétar og Manuela Hafa
verið saman síðan árið 2007.
„Ég er farinn að sjá lífið í nýju ljósi.
Peningar eru ekki allt,“ segir tónlist-
armaðurinn Herbert Guðmundsson
en hann er senda frá sér nýtt lag sem
kallast Treasure Hunt eða Fjársjóðs-
leitin. Herbert segir lagið fjalla um
athugavert hugarfar Íslendinga þeg-
ar kemur að peningum og öðrum
veraldlegum gæðum.
„Verðmætamat okkar er rangt.
Við erum bara veruleikafirrt. Við elt-
umst við einhvern gullkálf og söfn-
um einhverjum auði en hvað svo? Er
vasi á líkklæðunum? Er hægt að taka
þetta með sér í gröfina? Hvað er lið-
ið að pæla?“ spyr Herbert ákveðinn.
„Meðalaldur er 65 til 70 ár. Heldur
fólk að það lifi að eilífu? Lífið snýst
um svo miklu meira en peninga.“
Sjálfur hefur Herbert lent í mikl-
um fjárhagserfiðleikum í tímans rás
þar sem hann hefur um árabil staðið
í erfiðum málaferlum vegna þakvið-
gerða á heimili hans. Húsfélagið er
nú að lögsækja Herbert í fjórða sinn
því hann vildi ekki taka þátt í við-
haldi á sameigninni þar sem hann
hafði látið gera við þakið á sínu húsi
stuttu áður.
„Mér er alveg sama þótt það sé
verið að lögsækja mig enn einu sinni.
Það sýnir bara hvernig þetta fólk er
innrætt. Ég reyndi að bjóða þeim
sættir en þau vildu það ekki.“ Herbert
segist bara brosa út í annað og njóta
lífsins enda hafi hann engu að tapa.
„Núna er ég bara frjáls. Ég á ekkert
lengur, konan farin og ég leyfi þeim
bara að hirða þetta. Er nokkuð annað
að gera?“ segir Herbert í léttum tón.
Herbert gerir lagið Treasure Hunt
í samstarfi við Svan son sinn en þetta
er annað lagið af væntanlegri plötu
þeirra feðga. Fyrr í sumar sendu þeir
frá sér lagið Time sem hefur verið að
gera það gott á útvarpsstöðvunum.
„Smellurinn Time er að tröllríða öllu.
Það er bara í „powerplay“ á Bylgj-
unni, Rás 2, Útvarpi Sögu, Útvarpi
Suðurlandi og ég veit ekki hvað og
hvað. Svo er nýja lagið líka á leiðinni í
„powerplay“ á næstunni. Ef Guð leyf-
ir eins og amma gamla sagði alltaf.“
Platan með þeim feðgum er vænt-
anleg í október.
asgeir@dv.is
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson er að senda frá sér nýtt lag, Treasure
Hunt, sem fjallar um græðgi Íslendinga. Sjálfur segist Herbert mikið hafa lært á und-
anförnum árum og að hann sé loksins frjáls. Herbert vinnur nú að plötu ásamt syni
sínum Svani Herbertssyni en þeir hafa gert það gott með laginu Time í sumar.
„PENINGAR
eru ekki allt“
Herbert og Svanur
Senda frá sér plötu í lok
október.