Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 27
HRAFNHILDUR HAGALÍN skrifaði og leikstýrði útvarpsleikritinu Einfarar sem var tilnefnt til Prix-Europa verðlaunanna. Tvö íslensk verk voru tilnefnd til þessara verðlauna. RISTAÐ BRAUÐ MEÐ SULTUBlóðug bar- átta stendur nú yfir um hylli kjósenda – eða kannski öllu heldur um það hverjir fái réttinn til að tala fyrir hönd þjóðarinn- ar. Rannsóknir í stjórnmálafræði benda til þess að kjörhylli flokka og frambjóðenda ráðist fremur af almennri tilfinn- ingu um það hvort viðkomandi sé trúverðugur fulltrúi fólksins held- ur en að hann færi fram skynsam- leg stefnumál. Það góða við umrót- ið er að nú heyrast mun fleiri raddir en áður þegar Vesturlandabúar al- mennt og Íslendingar alveg sérstak- lega töldu sig hafa komist að endan- legri niðurstöðu um fyrirkomulag þjóðfélagsins – semsé að óheftur kapítalismi væri nánast náttúru- legt þjóðskipulag. Gallinn er hins vegar sá að umræðan hér heima æðir út og suður án raunverulegs kerfisbundins endurmats – þess í stað spólum okkur pikkföst í enda- lausum smjörklípum. Í þessu sam- hengi snýst umræðan um að stefna þremur eða fjórum ráðherrum fyr- ir landsdóm í raun og veru aðeins um peðfórn á meðan kóngar, hrók- ar, biskupar og drottningar efna- hagshrunsins standa svo gott sem óhreyfð eftir. Jarðsamband rofnar Við endurreisn efnahagskerfisins er kannski ekki úr vegi að reyna að greina rót vandans – annars er hætta á að allt falli í sama farið og áður. Íslenskir jafnaðarmenn brugðust til að mynda illilega í aðdraganda hrunsins. Sænski stjórnmálafræði- prófessorinn Magnus Ryner hef- ur raunar bent á að jafnaðarmenn úti um alla Evrópu hafi brugðist á undangengnum árum og látið glýju hins nýja fjármálahagkerfis afvega- leiða sig, kerfi sem var aldrei annað en sjónhverfingar. Í kjölfar uppbyggingar eftir- stríðsáranna tókst hægrimönnum víða í Evrópu að festa sig í sessi sem talsmenn hins breiða almennings á meðan jafnaðarmenn einangruðust sem fulltrúar hinna vinnandi stétta. Jafnaðarmenn óttuðust að einangr- ast enn frekar þegar þekkingarþjóð- félagið svokallaða tók við af hinu hefðbundna iðnaðarsamfélagi. Út úr þeirri herkví vildu þeir brjótast og ýmsar tilraunir voru gerðar. Það var þó ekki fyrr en þriðja leiðin kom fram í Bretlandi á tíunda áratugn- um að jafnaðarmenn fóru að slíta sig upp með rótum og gangast inn á ríkjandi hugmyndafræði hins frjálsa markaðar. Í orði kveðnu átti aðeins að betrumbæta klassíska jafnað- arstefnu með því nýtilega úr frjáls- hyggjunni en afleiðingin varð sú að jarðsambandið rofnaði. Eftir að alþjóðlega fjármála- kreppan skall á var jafnaðarmönn- um grimmilega refsað, þeir höfðu misst tiltrú kjósenda og töluðu ekki lengur máli þeirra. Þessa þróun má til dæmis sjá í Þýskalandi, Frakk- landi, Ítalíu og Bretlandi. Og meira að segja í Svíþjóð – sjálfri Mekku sósíaldemókratíunnar. Á sunnudag ganga Svíar að kjörborðinu og spár benda til þess að hægriflokkurinn Moderaterna festi sig í sessi sem kjölfestan í sænskum stjórnmálum. Fjármálavæðing Óvíða gengu jafnaðarmenn þó lengra inn á braut frjálshyggjunn- ar heldur en hér á Íslandi. Að stóru leyti til mótaðist sjálfsmynd þeirra af sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins sem virtist eiga í sérstöku sambandi við þjóðina, sér í lagi á meðan sla- gorðið „stétt með stétt“ var enn í fullu gildi. Jafnaðarmenn sáu Samfylking- una sem leið til að brjótast út út her- kvínni. Markmiðið var því fremur að ná völdum heldur en að breyta þjóð- skipulaginu. Í valdasækni sinni létu margir íslenskir jafnaðarmenn glepj- ast af þungum nið tímans sem virtist boða yfirburði óhefts markaðshag- kerfis. Íslenskir jafnaðarmenn sam- þykktu að ríkið ætti að halda sig til hlés. Þeir samþykktu líka allsherjar- fjármálavæðingu samfélagsins sem boðaði að allur almenningur væri leikendur á áhættusömum og flókn- um fjármálamarkaði fremur en fólk í samfélagi. Meðvituð stefna Hér var rekin meðvituð stjórnmála- stefna um að einkavæða ríkisfyrir- tæki og afregluvæða markaðinn sem átti að leiðrétta sig sjálfur. Og það var líka meðvituð stjórnmálastefna að koma hér á alþjóðlegri fjármála- miðstöð með ofvöxnu bankakerfi. Kerfið var ósjálfbært og líkast til gat það aldrei annað en hrunið með einum eða öðrum hætti. Alþjóðlega fjármálakreppan flýtti fyrir hruninu en olli því ekki. Í stað þess að horfa framan í þennan veruleika vilja sumir nú slengja sökinni á fáeina einstakl- inga, svo sem Davíð Oddsson, Jón Ásgeir, Geir Haarde eða Ingibjörgu Sólrúnu. Sök íslenskra jafnaðar- manna var að láta glepjast af hill- ingum og gyllingum nýfrjálshyggj- unnar. Sök þjóðarinnar er að hafa trekk í trekk – kosningar eftir kosn- ingar – kosið þessa stjórnmála- stefnu yfir sig. Það yrði skömm okkar allra ef við létum duga að skella skuldinni á fáeina blóra- böggla. MYNDIN MAÐUR DAGSINS KJALLARI FÖSTUDAGUR 17. september 2010 UMRÆÐA 27 DR. EIRÍKUR BERGMANN stjórnmálafræðingur skrifar. Óvíða gengu jafnaðarmenn þó lengra inn á braut frjálshyggjunnar heldur en hér á Íslandi. Baráttan um Ísland VATNSSOPI Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hellti vatni í glasið sitt á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar þess að niðurstaða hæstaréttar Íslands um gengistryggð lán var gerð opinber á fimmtudaginn. MYND RÓBERT REYNISSON Hver er konan? „Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir." Hvar ertu uppalin? „Í Reykjavík." Hvað drífur þig áfram? „Ást og metnaður." Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Ísland? „Vil ekki búa neins staðar annars staðar núna!." Hvað borðarðu í morgunmat? „Ristað brauð með osti og stundum sultu." Hvaða bók lastu síðast? „Purge, eftir Sophie Oksanen." Er þetta ekki mikil viðurkenning að vera tilnefnd til Prix-Europa verðlaunanna? „Ég veit það ekki, ætli það ekki, sérstaklega af því þetta er mitt fyrsta út- varpsverk og fyrsta leikstjórnarverkefni mitt. Og svo er gaman að fá tilnefningu í tveimur flokkum en við Steinunn Knútsdóttir erum líka tilnefndar til sömu verðlauna fyrir netverk okkar Herbergi 408 í flokki nýmiðla. Er Einfarar þitt besta verk? „Uhmm, veit ekki..." Er útvarpsleikhús list sem Íslend- ingar þurfa að halda í? „Já, halda fast í og halda á lofti, hér er um að ræða mjög mikilvægan vettvang t.d. fyrir unga höfunda." Hvað er svo næst á dagskrá? “Það er bara svo margt..."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.