Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 42
42 úttekt 17. september 2010 föstudagur F yrsti umboðssamningur Michael Jeffrey við Jimi Hendrix og The Exper-ience var undirritaður 1. desember árið 1966. Í honum stóð að umboðsmaðurinn ætti tilkall til 40% af tekjum hljóm- sveitarinnar. Ekki leið á löngu þar til ryþmaparið Mitch Mitchell og Noel Redding tóku að kvarta sáran undan launakjörum sínum enda þeir bara á föstum 30 punda vikulaunum. Þar mátti einu gilda þótt stakir tónleik- ar höluðu inn allt að 400 pundum og sveitinni jafnvel þjösnað áfram við tónleikahald öll kvöld vikunn- ar. Hvað varðaði Jimi sjálfan þá mun hann aldrei hafa fengið að sjá téðan umboðssamning og ekki voru held- ur borguð regluleg laun en þess í stað útdeilt fjármunum til meistarans eftir þörfum, til dæmis til að kaupa eitur- lyf, íbúðir eða nýjar bifreiðar. Á snörp- um ferli Jimi Hendrix fóru gríðarlegar upphæðir í gegnum hendur Michael Jeffrey og telja margir að rokkútgerðin hafi einungis verið lögleg framhlið á áhættusömum viðskiptum við eitur- lyfjasala og aðra glæpamenn úr und- irheimum sem svifust einskis til að fá greiddar sínar skuldir. Einnig fara sög- ur af því að mikill hluti ágóðans hafi horfið inn á falda bankareikninga í skattaparadísum. Persónuleg vinátta á milli Jimi Hendrix og Michael Jeffrey var ávallt mjög takmörkuð og einkenndist sam- starfið í raun af einni allsherjar tog- streitu. Greinilegt var að meistarinn varð þess snemma áskynja að heilag- ur tilgangur umboðsmannsins snerist eingöngu um að hámarka sinn eigin gróða með öllum mögulegum ráð- um. Eina ráðið hjá Jimi var að snúa vörn í sókn og losna við manninn með því einfaldlega að knésetja hann með löglegum hætti. Eitt af því var að leysa upp hljómsveitina The Exper- ience, í því skyni að ógilda samning- inn við Jeffrey og þannig mundi hann missa þessa nytsömu mjólkurbelju úr höndunum á sér. Umboðsmaður- inn hafði ekki staðið við skuldbind- ingar sínar gagnvart lánardrottnum úr röðum vafasamra glæpahringa. Skilaboðin frá þeim voru einföld: að mjólka kúna þangað til hún drepst. Sagt er að rétt fyrir Woodstock-hátíð- ina hafi Michael Jeffrey verið heim- sóttur af vopnuðum handrukkara frá Englandi og þorði hann ekki öðru en að borga til að halda lífi. Eftir þetta þjáðist Jeffrey af mikilli ofsóknar- kennd og lét aldrei sjá sig eftir þetta nema í fylgd vopnaðra lífvarða. Rokkstjörnu rænt af glæpahyski Síðasta árið í lífi sínu var Jimi Hendrix orðinn langt leiddur af kostnaðar- samri kókaínneyslu sem olli því að skuldirnar hlóðust upp. Að auki stóð hann í fokdýrum framkvæmdum við að fullklára íburðarmikið einka- hljóðver, Electric Lady, í New York. Eina ráðið til að standa straum af öllu saman var að blása til tónleika sem stundum fóru fram á vafasöm- um glæpamannabúllum. Einir slíkir voru haldnir á Salvation Club í Green- wich Village í New York 10. september 1969. Þar voru slæmir straumar í saln- um sem var uppfullur af misindis- mönnum. Jimi var varla með sjálf- um sér sökum lyfjaneyslu og mikið rifrildi í gangi hjá meðspilurum milli laga. Um nóttina fékk hann að gista hjá alræmdum kókaínsala, sem sjálf- ur fannst myrtur daginn eftir. Þann dag hófst líka lygilegasta frá- sögnin af Jimi Hendrix. Þá var hann hremmdur af glæpahyski úti á götu og honum stungið upp í aftursæti bifreiðar með bundið fyrir augun. Í henni var brunað á ógnarhraða upp að yfirgefinni byggingu og rokkstjarn- an teymd þangað inn og reynt að hræða hana til samstarfs við glæpa- mennina. Áður en yfir lauk kom Michael Jeffrey á staðinn og greiddi úr málum þannig að sökudólgarnir gáfust upp. Leiddar hafa verið líkur að því að þessi dularfulla uppákoma hafi einfaldlega verið sett á svið af Jeffrey sjálfum, sem þannig vildi tryggja al- gert vald sitt yfir Jimi og gera úr hon- um viljalaust verkfæri. „Sjanghæjaður“ til Hawaii Ein undarlegasta sagan af samskipt- um Jeffreys og Hendrix átti sér stað um mánaðamótin júlí–ágúst 1970. Þá var einu sinni sem oftar borið í meist- arann mikið magn af eiturlyfjum og þegar áhrifin voru farin að segja til sín var hann einfaldlega „sjanghæjaður“, eins og sjómenn til forna, og hent upp í flugvél sem hélt rakleitt til borgar- innar Honolulu á eyjunni Hawaii. Þar hófst makalaus atburðarás þar sem Jimi var hreinlega neyddur af Michael Jeffrey til þátttöku í leiknu tónlistar- myndinni Rainbow Bridge sem fram- leidd var með stuðningi Warner-kvik- myndafyrirtækisins. Á tökustað ríkti slæmt andrúmsloft og allt gekk á aft- urfótunum enda skítakuldi og að- stæður til athafna ekki boðlegar. Há- punktur myndarinnar átti að vera heljarmiklir tónleikar Jimis uppi á háu eldfjalli á eyjunni Maui en afrakstur- inn varð gersamlega misheppnaður. Fljótlega spurðist út til Warner að ekki væri allt með felldu við vinnslu kvik- myndarinnar og í beinu framhaldi birtust á tökustað nokkrir jakkafata- Jimi Hendrix og ofbeldisfulli umboðsmaðurinn Laugardaginn 18. september verða heil 40 ár liðin frá sviplegu andláti hins goðsagnakennda gítarsnillings Jimi Hendrix sem var aðeins 27 ára gamall þegar hann kvaddi þessa jörð. af því tilefni rifjar Kristinn Pálsson hér upp ýmsan forvitnilegan sannleik, staðreyndir, munnmæli og kjaftasögur úr lokahlutanum á ferli meistarans. Þá var hann hremmdur af glæpahyski úti á götu og honum stungið upp í aftursæti bifreiðar með bundið fyrir augun. Var umboðsmaðurinn Michael Jeffrey seinþreyttur á að mata hann á alls kyns ólyfjan og gera hann þannig enn háðari sér. AðgAngSHARðuR umboðSmAðuR Michael Jeffrey þrælaði Jimi Hendrix út og hirti sjálfur mestan ágóðann. Sagt er að hann hafi staðið fyrir árás á hendur Jimi til að ná algjöru valdi yfir honum. Því hefur einnig verið haldið fram að hann hafi myrt hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.