Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 2
Landsdómur kaLLaður saman
n Þingmannanefndin sem ákveðið
hefur að draga ráðherra fyrir
landsdóm staðnæmist ekki síst
við skort á formfestu stjórn-
sýslunnar, ráðherraræðið og
ólöglegt pukur með mikilvægar
upplýsingar er varða þjóðar-
heill. Nefndin vill koma í veg fyrir að
einstakir ráðherrar gangi inn á vald- og
ábyrgðarsvið annarra ráðherra. Slíkt
verklag í tíð ríkisstjórnar Geirs H. Haar-
de og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
einangraði Björgvin G. Sigurðsson frá
lögboðnum verkefnum viðskiptaráð-
herra.
Biskup deiLir um æðardún
n Biskupsstofa neitar að láta af hendi ítak
sem hún telur sig hafa í hólma á Hagavatni
á Snæfellsnesi. Þjóðkirkjan á jörðina
Staðarstað á Snæfellsnesi í ná-
grenni vatnsins en jörðin liggur
ekki upp að vatninu. Saga nýting-
arréttarins sem kirkjan telur sig
eiga í hólmanum er rakin aftur til
15. aldar. Sóknarpresturinn á Stað-
arstað fær að tína æðardún í hólmanum og
selja hann sjálfur svo að ágóðinn rennur í
hans eigin vasa. Óumdeilt er að þjóðkirkj-
an á ekki hólmann en deilan snýst um
hvort hún hafi réttinn til þess að tína æð-
ardún í honum. Biskupsstofa telur sig vera
í fullum rétti. Jörðin Hagi liggur upp að
Hagavatni og á þann hluta vatnsins sem
umlykur hólmann. Landeigandinn þar
telur að kirkjunnar menn tíni æðardún í hólmanum í órétti og hefur kært
sóknarprestinn á Staðarstað, séra Guðjón Skarphéðinsson, til lögreglu fyrir
ólöglega dúntöku í hólmanum. Tekjur af æðardúni úr hólmanum munu
nema allt að 300.000 krónum á ári.
Jón „stóri“ í gæsLuvarðhaLdi
n Jón Hilmar Hallgrímsson var úrskurð-
aður í gæsluvarðhald til föstudags en
sleppt úr haldi lögreglu á miðvikudag.
Hann er grunaður um að hafa
hótað kúbverskum pilti lífláti
og valdið eignaspjöllum á
heimili hans. Jón, sem iðulega
gengur undir nafninu Jón stóri,
hefur áður komið við sögu hjá
lögreglu.
Kærasta kúbverska piltsins segir í sam-
tali við DV að hún sé hrædd við Jón
Hilmar. Hún vill ekki koma fram undir
nafni vegna þess hve málið er orðið mik-
ið að umfangi. Pilturinn og faðir hans
flúðu land eftir að ráðist var inn á heim-
ili þeirra. „Ég læt ekki Jón stóra stöðva
mig,“ segir stúlkan. Lögreglan verst allra
fregna af rannsókn málsins. Kærastan segir að upptökur séu til af samtöl-
um við þá sem stóðu í hótunum. Hún segir að strax hafi verið leitað til lög-
reglu sem hafi upptökurnar undir höndum. Lögreglan vill þó ekki staðfesta
orð kærustu piltsins.
2
3
1 mánudagur og þriðjudagur 13. – 14. september 2010 dagblaðið vísir 105. tbl.100. árg. – verð kr. 395
„þakklátir fyrir
að lifa af“
ráðherrar bíða ákæru og landsdóms:
leynimakk
og lygar
n sjálfstæðismenn vilja ekki kalla saman landsdómn deilt um ákæru á hendur björgvini g. sigurðssynin geir h. haarde sagði margsinnis ósatt fyrir hrunn stirt samband björgvins g. og davíðs
n einkavæðing bankanna ekki rannsökuð
n dýrasti benz
landsins gjöreyði-
lagðist á hringbraut
fréttir
sÉra HalldÓr skriFaði brÉF:
fréttir
bað ráð-
herra að
reka biskuP
biskuP neitar
að hætta
dÚntöku
ódýrast
í nautilus
n land-
eigandi
bÚinn að
kæra
verð á líkaMsrÆktarkOrtUM:
fréttir
neytendur
KLÆÐ-
LITLAR
STÚLKUR
FÁ BOL
mIÐvIKUdAgUR og FImmTUdAgUR 15. – 16. september 2010 dagblaðið vísir 106. tbl.100. árg. – verð kr. 395
10 varasamir kúrar:
HÆTTULEg
mEgRUN
FRéTTIR
Jón „stóri“ í gæsluvarðhaldi:
rukkari
tekinn
n BLANdAÐI SéR Í
RIFRILdI UNgLINgA
n REKUR FYRIRTÆKIÐ
INNHEImTU Og RÁÐgJÖF
n KÚBvERSKU FEÐgARNIR
FLÚÐU LANd UNdAN HONUm
n KÆRASTAN: „ég LÆT EKKI
JóN STóRA STÖÐvA mIg“
NEYTENdUR
SiÐFerÐiS-
ÞrOSki
ÞinGManna
aLDa
GJaLD-
ÞrOta
VINNUR
MEÐ
DANIEL
CRAIG
FóLK
suðurnes:
FRéTTIR
FRéTTIR
ríkur rithöfundur:
mEÐ FJóRTÁN
mILLJóNIR Á
mÁNUÐI
FRéTTIR
ÍSLANd Í HóPI
mEÐ ÞRIÐJA
HEImINUm
GALDURINN á bak við hjónabandið
ÚTTEKT
Þessar fréttir bar hæst í vikunni
þetta helst Aðgerðahópur gegn klámi segir klám með vísan í barnaníð fást í verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Plaköt með
grófum dæmum voru hengd upp víða í miðborginni í gær.
hitt málið
2 fréttir 17. september 2010 föstudagur
Bjargar
mannslífum
PRIMEDIC hjartastuðtækið
• Ávallt tilbúið til notkunar
• Einfalt og öruggt
• Einn aðgerðarhnappur
• Lithium rafhlaða
• Íslenskt tal
Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
101 gæðastund
suðrænir smáréttir – allir drykkir á hálfvirði
frá kl. 17.00 til 19.00 alla daga
hverfisgata 10
sími. 5800 101
101hotel@101hotel.is
www.101hotel.is
Gróft efni sem hefur sterka vísun í
barnaklám fæst í umtalsverðu úrvali
í verslunum sem sérhæfa sig í klám-
varningi og erótískum vörum. Að-
gerðahópur sem berst gegn klámi
fór í vettvangsferðir í nokkrar klám-
verslanir höfuðborgarsvæðisins og
tók dæmi um það hversu gróft klám
er að ræða. Hópurinn útbjó plaköt
sem meðlimir hengdu upp í skjóli
nætur og eru ætluð til þess að vekja
almenning til umhugsunar.
Fólk vakni til vitundar
Forsprakki hópsins segir óskandi
að fólk vakni til vitundar um klám-
heiminn og hafi hann ekki í flimt-
ingum. Forsprakkinn vill ekki koma
fram undir nafni af ótta við að vera
sóttur til saka fyrir birtingu á klám-
plakötum í miðbænum. Forsprakk-
inn bendir á að klámbransinn sé
grófur og einkennist af ofbeldi og
áþján. Ef litið er á kynferðislegt efni
sem er á boðstólum hér á landi er
ljóst að 210. grein almennra hegn-
ingarlaga eru þverbrotin. Í greininni
er kveðið á um sektir og fangelsisvist
við birtingu á klámi.
Meðlimir hópsins eru afar ósáttir
við að á landinu sé engin virðing bor-
in fyrir lögunum. Þeir benda fólki á
að það sé alveg ljóst að áherslur iðn-
aðarins, sem það talar svo oft fyrir í
nafni frelsis, liggi í barnaníði og al-
mennri áþján.
Myndir á borð við Barely Legal
„Efnið sem við fundum var mjög
gróft og þau dæmi sem við tókum
um hvað má kaupa í verslunum hér á
landi eru aðeins dropi í hafið. Meiri-
hluti efnisins hefur vísun í barna níð
og er viljandi á mjög gráu svæði,“
segir forsprakkinn og tekur dæmi
um kynningu á einni mynd sem fæst
í einni versluninni – myndir eins og
Barely Legal, Legal Pink og School-
girl Classics eru meðal mynda þar
sem klám er sett upp með sterka og
augljósa vísun í barnaníð.
Eigandi verslunarinnar Adams og
Evu á Hverfisgötu, sem selur klám-
varning, játar því að tvær myndanna
á plakatinu hafi verið til sölu í versl-
un hans. Hann segist alfarið á móti
barnaníði eins og landsmenn allir
og tekur fyrir að í vöruúrvalinu megi
greina þessar áherslur. Hann segist
vilja henda umræddum myndum og
býður aðgerðahópnum að aðstoða
sig við verkið. Honum sé umhugað
um að barnaníð og sifjaspell sé upp-
rætt og hugnast ekki að varningur
með augljósa vísun í slíkt sé á boð-
stólum.
Eigandi Adams og
Evu segir lögunum ekki
framfylgt nema í örfáum
tilfellum og segir ástæð-
una hljóta að vera þá að
lögreglan vilji einbeita
sér að því að uppræta
barnaníð og vændi.
Lögin tekin alvarlega
Eitt plakata hópsins
mátti sjá árla morguns
á hurð dóms- og mann-
réttindaráðuneytis. Að
sögn meðlima hópsins
vilja þau sjá frekari að-
gerðir. Í landinu gildi
lög gegn klámi og að
eftir þeim skuli fara.
Halla Gunnarsdótt-
ir, aðstoðarkona dóms-
mála- og mannrétt-
indaráðherra, segir að
ráðuneytið taki skila-
boð aðgerðahópsins
alvarlega. „Fyrir það
fyrsta þá er útbreiðsla
og sala á klámi bönn-
uð með lögum á Ís-
landi og það varðar allt að tveggja
ára fangelsi þegar börn eru sýnd
á kynferðislegan eða klámfeng-
inn hátt. Klámframleiðendur og
-seljendur hafa stundum falið sig
á bak við fullyrðingar um að við-
komandi leikkonur eða leikarar
hafi náð átján ára aldri. Erfitt er að
færa sönnur á það. Í því samhengi
mætti skoða möguleika á að skýra
löggjöfina betur þannig að hún taki
ótvírætt til þess þegar klámefni er
barngert. Efni þar sem æskan er
klámvædd eða gerð erótísk á ein-
faldlega að vera ólöglegt. Þá mætti
til dæmis ekki selja eða dreifa efni
þar sem tvítug leikkona er klædd
upp eins og barn eða látin hegða
sér eins og barn í kynferðislegum
tilgangi.“
Ekki náðist í kynferðisbrotadeild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
við vinnslu fréttarinnar.
kristjana guðBrandsdóttir
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
leynilegur
hópur benti
á barnaklám
Meirihluti efnis-ins hefur vísun í
barnaníð og er viljandi á
gráu svæði.
6 fréttir 13. september 2010
mánudagur
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
LAGERSALA
www.xena.is
no12 st. 41-46 verð kr. 7995.-
no16 st. 36-41 verð kr. 6495.-
no21 st. 36-46 verð kr. 4995.-
no22 st. 36-41 verð kr. 7995.-
Góðir skór - gott verð
Mikið úrval af
nýjum skóm á
alla fjölskylduna
Biskupsstofa neitar að láta af hendi
ítak sem hún telur sig hafa í hólma
á Hagavatni á Snæfellsnesi. Þjóð-
kirkjan á jörðina Staðarstað á Snæ-
fellsnesi í nágrenni vatnsins en jörð-
in liggur ekki að vatninu. Saga þess
að kirkjan telur sig eiga nýtingarrétt
í hólmanum er rakin aftur til 15. ald-
ar. Sóknarpresturinn á Staðarstað
fær að tína æðardún í hólmanum og
selja hann sjálfur, þannig að ágóð-
inn rennur í vasa hans. Óumdeilt er
að Þjóðkirkjan á ekki hólmann, en
deilan snýst um hvort hún hafi rétt-
inn til þess að tína æðardún í honum.
Biskupsstofa telur sig vera í fullum
rétti. Jörðin Hagi liggur að Hagavatni
og á þann hluta vatnsins sem umlyk-
ur hólmann. Eigandi jarðarinnar tel-
ur að kirkjunnar menn tíni æðardún
úr Hólmanum í órétti og hefur kært
sóknarprestinn á Staðarstað, séra
Guðjón Skarphéðinsson, til lögreglu
fyrir ólöglega dúntöku. Tekjur af æð-
ardúni úr hólmanum nema allt að
300 þúsund krónum á ári.
Mörg hundruð ára
Í gegnum aldirnar hefur Þjóðkirkjan
eignast ítök í jörðum um allt land, en
ítök ganga út á að kirkjan hefur nýt-
ingarrétt af tilteknum auðlindum eða
hlunnindum í landi annarra. Heim-
ildir eru fyrir því að ítak kirkjunnar
í hólmanum hafi orðið til í kringum
árið 1400 í kjölfar þess að tvö börn
fóru niður um ís á vatninu og drukkn-
uðu. Lík barnanna fundust ekki, en
eftir ráðleggingu prests hétu eigendur
hólmans því að nýting æðarvarpsins
yrði kirkjunnar ef börnin fyndust. Lík
þeirra rak síðan upp um vorið og eign-
aðist kirkjan í kjölfarið rétt til að tína
æðardúninn og egg.
Árið 1952 setti Alþingi hins vegar
lög um að kirkjan og aðrir þeir sem
teldu sig eiga ítök í jörðum sem eru í
annarra eigu yrðu að lýsa þeim ítök-
um formlega. Þau áttu þó ekki að
taka gildi fyrr en sýslumaður væru
búinn að þinglýsa þeim.
Kröfum kirkjunnar ekki þinglýst
DV hefur undir höndum bréf þar sem
biskup Íslands lýsti skömmu síðar
ítaki í Gamla hólma í Hagavatni. Ekki
er kveðið sérstaklega á um dúntöku í
hólmanum. Í öðru bréfi sem DV hef-
ur einnig undir höndum svarar sýslu-
maðurinn í Snæfellsness- og Hnappa-
dalssýslu biskupi þar sem hann óskar
eftir frekari gögnum, meðal annars
um hvernig kirkjan ætli að nýta þetta
ítak. Í bréfi sýslumanns segir: „Þá er
ekki gerð grein fyrir hagnýtingu þess-
ara ítaka að undanförnu og held-
ur ekki hvernig þau eru til komin.“ Af
þeim sökum var ekki hægt að þinglýsa
ítakinu á þeim tíma.
Eigandi jarðarinnar Haga hefur
nú fengið staðfestingu á því hjá sýslu-
manni að kröfum kirkjunnar um nýt-
ingarrétt í hólmanum hafi aldrei ver-
ið þinglýst. Kirkjan hafi því ekki lengur
rétt á því að tína dún í hólmanum sem
um ræðir. Sá réttur hafi fallið niður
árið 1953. Þrátt fyrir það neitar Bisk-
upsstofa að hætta dúntöku í hólman-
um og er málið komið í hnút. Skrán-
ingin á nýtingaréttinum í hólmanum
mun vera til skoðunar hjá dóms- og
mannréttindaráðuneytinu samkvæmt
upplýsingum frá Biskupsstofu.
Biskup viðurkennir
ekki eignarrétt
Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, verk-
efnisstjóri lögfræðimála á fasteigna-
sviði Biskupsstofu, segir í samtali við
DV að Biskupsstofa viðurkenni ekki að
eigandi jarðarinnar Haga eigi grunn-
eignarrétt á hólmanum. Því verður
haldið áfram dúntöku þar til um ann-
að verði úr skorið. „Það er ekki full-
komlega ljóst hver geti talist eigandi
þessa grunneignaréttar á Hólmanum,
en við teljum að Staðarstaðarkirkja
eigi dúntökurétt í hólmanum. Ég hef
leitað fyrir mér í landamerkjalýsing-
um hvort það komi fram að hólm-
inn teljist tilheyra ákveðinni jörð sem
á land að Hagavatni. Það hefur ekki
verið sýnt að eigandi jarðarinnar eigi
grunneignarrétt og við viðurkenn-
um ekki að hann eigi rétt til dúntöku
þarna,“ segir Anna Guðmunda.
Aðspurð um bréf sýslumanns, sem
bendir til þess að kirkjan hafi ekki
lengur afnotarétt af hólmanum, seg-
ist hún ekki hafa kynnt sér þau gögn.
Bréfið sé ekki til hjá Biskupsstofu og
verið sé að vinna í því að finna gögn
sem tengjast málinu.
Biskupsstofa neitar að hætta æðardúntöku í hólma á Hagavatni á Snæfe
llsnesi og vís-
ar til ítaks í hólmanum frá 15. öld. Landeigandi Haga, sem á þann hluta
vatnsins sem
umlykur hólmann, hefur kært sóknarprestinn á Staðarstað fyrir ólög
lega dúntöku.
Lögfræðingur Biskupsstofu segir kirkjuna vera í fullum rétti að nýta æð
ardúninn
BISKUP NEITAR AÐ
HÆTTA DÚNTÖKU
valgeir örn ragnarsson
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Æðarfugl Dúnninnerrómaðurfyrirgæðioghefurígegnumaldirnarveriðeftirsótt-
ur.Fyrirhannfæstháttverð.Mynd sigtryggur ari
Karl sigurbjörnsson Biskupsstofaneitar
aðviðurkennaeignarétteigandajarðinnar
HagaálandinuáhólmaíHagavatnisem
sóknarpresturinnáStaðarstaðnýtir.
Móður örnu vífar er létt yfir að stúlkan sé komin í leitirnar:
„Hræðslanvarsvomikil“
„Ég var að fá skilaboð um að hún
væri komin til fóstursystur sinnar
og ég er að fara til hennar. Þessu er
sem betur fer lokið og vonandi þarf
ég aldrei að upplifa annað eins aft-
ur,“ sagði Sigríður Bech Ásgeirsdótt-
ir í samtali við DV á sunnudagskvöld
en víðtæk leit hafði staðið yfir að 15
ára dóttur Sigríðar, Örnu Víf. Ekk-
ert hafði spurst til Örnu Vífar síðan
á fimmtudaginn. Hún hafði verið í
slagtogi með frænda sínum sem kom
í leitirnar á laugardaginn.
Sigríður Bech segist ekki vita hvar
dóttir hennar hafi eytt síðustu dög-
um. „Maður er bara svo grandalaus
og mikill kjáni í þessum málum.
Þessi stelpa hefur verið svo dugleg í
skóla og samviskusöm í öllu sem hún
hefur tekið sér fyrir hendur og því er
erfitt að trúa því að hún sé komin út
af sporinu,“ segir mamma hennar
sem hafði nánast ekkert tekist að sofa
síðan dóttir hennar týndist. „Þetta er
það erfiðasta sem ég hef gert á æv-
inni og það skelfilegasta er að hafa
þurft að endurtaka aftur og aftur lýs-
inguna á henni í hvert skipti sem ég
tala við lögregluna. Það er eins og
hún hafi aldrei komist inn í neitt kerfi
hjá þeim og það er ekki í lagi. Kerfið
á að virka fyrir börnin okkar og þá er
mér alveg sama hvort eitthvert barn
hafi farið oft í meðferð. Þetta eru allt
börnin okkar,“ segir Sigríður sem vil
nota tækifærið og þakka fyrir þann
ótrúlega samhug sem hún fann á
þessu erfiða tímabili. „Ég er kannski
búin að sofa í þrjá tíma síðan á
fimmtudag. Ég næ mér bara ekki nið-
ur, hræðslan hefur verið svo mikil. Ég
óska engum þess að upplifa annað
eins. Hugur fólks hefur verið ótrúleg-
ur og ég hef fengið mikinn stuðning
frá fólkinu í kringum mig og ókunn-
ugu fólki úti í bæ sem vill hjálpa. Nú
er ég að fara að sækja hana og nú get-
um við vonandi fengið að sofa.“
indiana@dv.is
Lokuðu vegi fyrir
neyðarbíla
Umferðarþrjótar hafa orðið til þess
að vegi fyrir neyðarbíla á Reykjanesi
hefur verið lokað. Um er að ræða
gamlan veg sem liggur upp á Reykja-
nesbraut þar sem akstur neyðarbíla
var heimilaður til að stytta útkalls-
tíma þeirra. Þrátt fyrir merkingar,
sem gáfu skýrt til kynna að aðeins
væri heimilaður akstur neyðarbíla,
nýttu aðrir ökumenn þessa leið og
hefur það leitt til þess að veginum
hefur nú verið lokað.
Kyrrstaða Gaums
hluti af samningi
Kyrrstöðusamningur við Gaum, eitt
sinn aðaleiganda Haga, sem Arion
banki gerði á dögunum var hluti
af því samkomulagi sem bankinn
gerði við Jóhannes Jónsson um að
hann hætti aðkomu að Högum. Þetta
herma heimildir Viðskiptablaðsins.
Arion banki samdi nýverið um að
Jóhannes myndi láta af störfum sem
stjórnarformaður Haga og að hann
afsalaði sér forkaupsrétti sínum. Í
kyrrstöðusamningum kveður á um
að bankinn taki félagið ekki yfir á
meðan endurskipulagning þess fer
fram. Óljóst er hvaða eignir eru inni
í Gaumi þar sem ársreikningi hefur
ekki verið skilað frá árinu 2007.
Faraldur í
gaskútaþjófnaði
Tveimur gaskútum var stolið í Mos-
fellsbæ á föstudag. Svo virðist sem
hálfgerður faraldur ríki í þessum
efnum því allnokkur slík mál hafa
verið tilkynnt til lögreglunnar und-
anfarnar vikur. Þjófarnir hafa látið til
sín taka á ýmsum stöðum í höfuð-
borginni og virðist faraldurinn ekki
vera bundinn við ákveðinn stað.
Lögreglan biður eigendur gaskúta
að gera viðeigandi ráðstafanir ef
þeir mögulega geta, ekki síst þá sem
eru með fellihýsi úti við og hafa ekki
fjarlægt úr þeim gaskútana. Þá getur
verið árangursríkt að kaupa lás og
keðju til að gera þjófunum erfitt fyrir.
skelfileg lífsreynsla SigríðurBech
Ásgeirsdóttir,móðirÖrnuVífar,óskar
engumþessaðþurfaaðgangaígegnum
martröðinasemhúnhefurupplifað
síðustudaga. Mynd sigtryggur ari
Plakatið Leynilegurhópurhefurhengtuppplaköt
umallt.