Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 45
Málverk feneysks málara frá 1751 sýnir undarlega veru. Risastór nashyrningur stendur fyrir fram-an áhorfendur sem gapa af undr-
un. Virðulegur herramaður pírir augun í gegn-
um einglyrni til að virða betur fyrir sér undrið. Í
bakgrunni sést gríðarstór vagn, sem greinilega er
hugsaður til þess að flytja dýrið á milli staða.
Á miðri átjándu öld ferðaðist indverski nas-
hyrningurinn Klara um alla Evrópu. Hún vakti
hvarvetna undrun því sárafáir Evrópumenn
vissu um tilvist þessarar undarlegu dýrategund-
ar. Hún var fyrirsæta frægra málara víða um álf-
una á milli þess sem hún var sýnd við hirðir
kóngafólks.
Frá Kalkútta til Rotterdam
Árið 1738 felldu veiðimenn í Assamhéraði á Ind-
landi fullvaxta nashyrning, kvendýr. Jan Albert
Sichterman, forstjóri hollenska Austur-Indíafé-
lagsins, tók afkvæmi hennar að sér, en það var
aðeins nokkurra mánaða gamalt, og ól það upp
á landareign sinni. Tveimur árum síðar keypti
skipstjóri frá félaginu, Hollendingurinn Dou-
wemout van de Meer, nashyrninginn unga af
Sichterman og sigldi með hann heim. Eftir sjö
mánaða siglingu um hálfan hnöttinn – frá Kalk-
útta til Rotterdam – komst farþeginn hyrndi loks
á leiðarenda.
Á þessum tíma vissu dýrafræðingar og aðr-
ir fræðimenn í Evrópu af tilvist nashyrninga, en
þorri almennings vissi hins vegar nær ekkert um
tegundina. Í augum flestra Evrópumanna til-
heyrði dýrið ævintýraheimum, líkt og einhyrn-
ingar eða kýklópar. Því sló nashyrningurinn strax
í gegn við komuna til Evrópu á átjándu öld og
gerðist víðförlari en flestir menn í þeirri álfu.
Ekki sést lengi
Á átjándu öld var hugarfar manna gagnvart dýra-
hirðu töluvert frábrugðið því sem nú þekkist. Það
virðist ekki hafa hvarflað að neinum að Klöru
hafi hugsanlega hugnast betur að lifa í villtri nátt-
úrunni. En í Evrópu var hún ein á báti. Frá þriðju
öld eftir Krist til þeirra sextándu höfðu engir nas-
hyrningar stigið fæti á lönd Evrópu. Það höfðu
liðið 150 ár frá því nashyrnings varð síðast vart í
álfunni. Eigandinn, van der Meer, sem varð rík-
ur af því að sýna Klöru, ferðaðist hægt og rólega
með hana um Evrópu (sem var ekki létt verk, hún
vó um þrjú tonn).
Ferðaðist um alla Evrópu
Frá 1746 til 1758 ferðaðist kvennashyrningurinn
um Þýskaland, Pólland, Austurríki, Sviss, Frakk-
land, Ítalíu og England – svo dæmis séu nefnd
– með eiganda sínum, van der Meer. Hún vakti
gífurlega athygli hvarvetna þar sem hún var lát-
in ganga hægum skrefum um torg og götur, þar
sem almenningur safnaðist saman. Henni var
gefið nafnið Klara þegar hún var stödd í Würz-
burg í Þýskalandi í ágúst árið 1748.
Klara hitti marga fræga menn á ferðalag-
inu. Hún heillaði Friðrik mikla Prússakeisara í
Berlín og Maríu Teresu keisaraynju í Vín.
Hún var veislugestur í Versölum við hirð Loð-
víks fimmtánda og dvaldi í dýragarði hans um
skeið. Fræðimenn á borð við heimspekingana
og alfræðiorðabókarhöfundana Den-
is Diderot og Jean le Rond d'Alembert
skoðuðu nashyrninginn hátt og lágt.
Voltaire, höfundur Birtíngs, er einn-
ig sagður hafa heillast af skepnunni.
Parísarbúar fengu Klöru á heilann árið
1749. Hundruð málara máluðu myndir
af dýrinu.
Málverkið týndist
Hirðmálari Loðvíks 15., Jean-Baptiste
Oudry, málaði nokkur gríðarstór olíu-
málverk af nashyrningnum. Hann seldi
Kristjáni Lúðvík 2., hertoga af Meck-
lenburg-Schwerin í Þýskalandi, eina
af myndunum árið 1750. Hertoginn
þóttist hafa slegið tvær flugur í einu
höggi. Á þessum tíma var í tísku hjá
aðalsmönnum að vera með dýragarða
við hallir sínar. En þar sem fjármunir
hertogans voru af skornum skammti
ákvað hann að kaupa frekar málverk
af þessu furðulega dýri, sem kostaði
aðeins brotabrot af verðgildi fágætra dýra á borð
við nashyrninga. Málverkið sjálft var eftir einn
frægasta listamann Evrópu á þessum tíma sem
myndi auka hróður hertogans enn frekar. Þeg-
ar gríðarstóra málverkið barst hertoganum kom
hins vegar í ljós að það var ekki pláss fyrir það í
höllinni. Málverkið var sett í geymslu þar sem
það gleymdist. Það fannst ekki aftur fyrr en rúm-
um 250 árum síðar, árið 2001. Það hefur síðan
verið sýnt á söfnum um allan heim.
Lést tvítug
Klara fór til Ítalíu árið 1751. Hún var í aðalhlut-
verki á kjötkveðjuhátíðinni í Feneyjum. Þar mál-
aði meistarinn Pietro Longhi hana, eins og lýst er
í upphafi greinar. Hún ferðaðist um Austur-Evr-
ópu árið 1754, kom við í Varsjá, Kraków, Danzig.
Hún fór til Kaupmannahafnar árið 1755, en lítið
er vitað um þá ferð. Hugsanlegt er að einhverjir
Íslendingar hafi orðið hennar varir þar.
Indverski nashyrningurinn Klara lést í Lond-
on árið 1758. Hún var aðeins tvítug að aldri, en
nashyrningar geta orðið allt að sextíu ára.
Fræðimenn á borð við heimspekingana og
alfræðiorðabókarhöfundana
Denis Diderot og Jean le Rond
d‘Alembert skoðuðu nashyrn-
inginn hátt og lágt.
Nashyrningurinn Klara
í Evrópu átjándu aldar
Hollenskur skipstjóri flutti nashyrning, sem seinna
hlaut nafnið Klara, til Evrópu á átjándu öld. Evrópubú-
ar höfðu ekki séð nashyrning í 150 ár. Klara kom þeim
því ævintýralega fyrir sjónir. Hún ferðaðist um álfuna
endilanga og vakti alls staðar gífurlega athygli. Frægir
málarar kepptust við að túlka hana á striga.
MÁLVERKIÐ SEM TÝNDIST Hirðmálari
franska konungsins, Oudry, málaði þessa
mynd af Klöru árið 1749. Hún lá týnd í
geymslu í Þýskalandi í 250 ár.
Á KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐINNI
Málverk Feneyingsins Pietros
Longhi af Klöru á kjötkveðju-
hátíðinni þar árið 1751.
KLARA OG BEINAGRINDIN Árið 1747 kom út
hollensk bók um líffærakerfi mannsins. Á þessari
mynd, eftir Jan Wandelaar, sést beinagrind af venju-
legum manni. Og nashyrningurinn Klara í bakgrunni!
Listfræðingar vita ekki hvers vegna nashyrningurinn
var hafður með á myndinni í þessari bók.
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 UMSJÓN: HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON helgihrafn@dv.is SKRÝTIÐ 45