Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 23
föstudagur 17. september 2010 neytendur 23 Lækning án Lyfja Góð hreyfing getur í mörgum tilvikum læknað fólk af kvillum á skemmri og skilvirkari hátt en lyf. Hér fyrir neðan er fjallað um sjö kvilla sem vinna má bug á með réttri hreyfingu. Ráðfærið ykkur þó alltaf við lækni áður en af stað er farið. ­–­byggt­á­7­Ways­to­Combat­Health­Problems­With­Exercise­eftir­Lindu­Melone­ Lyftingar og þolþjálfun á breytingaskeiði n Gættu þess að hreyfa þig nóg á meðan þú gengur í gegnum breytingaskeiðið. Þannig dregurðu verulega úr hættunni á því að þyngjast. Hormónabreytingar og rýrnandi vöðvar geta gert konum erfitt fyrir að halda kjörþyngd fram yfir breyt- ingaskeið. „Lyftingar stækka vöðvana og sporna við rýrnun sem getur átt sér stað á breytingaskeiðinu,“ segir David Geier. Hann segir enn fremur að tvær til þrjár lyftinga- æfingar í viku hjálpi til við styrkingu beina. Hann ráðleggur konum líka að gæta þess að stunda þolþjálfun að einhverju marki. Það geti falist í hálftíma hljólreiðatúr eða skokki nokkrum sinnum í viku. Nauðsynlegt sé að hreyfa sig nánast daglega. Hlaup við þunglyndi n „Hófleg hreyfing getur haft mikið að segja við hvers kyns þunglyndi eða depurð,“ segir læknirinn Naheed Ali við Chicago-háskólann í Illinios í Bandaríkjunum. Hann mælir með hóflegri hreyfingu en segir ráðlegt að auka álagið ef hófleg hreyfing hefur verið stunduð í langan tíma. „Það getur líka hjálpað að æfa innan um annað fólk, sérstaklega ef einmana- leiki er orsakavaldur þunglyndisins,“ segir hann og hvetur fólk til að skrá sig í göngu- eða hlaupahópa. David Geier segir enn fremur að langhlaup- arar upplifi gjarnan nokkurs konar gleðivímu eftir langhlaup. Erfiðar æfingar losi um boðefni sem hvetji heilann til að framleiða hormón sem valdi vellíðan. Göngutúr við höfuðverk n „Slakaðu aðeins á eftir vinnuna í stað þess að bruna beint í ræktina með höfuðverk,“ segir hjúkrunar- fræðingurinn Karilee H. Shames, höfundur bókarinnar Feeling Fat, Fuzzy or Frazzled? „Ef þú hefur lítinn tíma, taktu þér í það minnsta fáeinar mínútur úti í bíl eða á rólegum stað áður en þú ferð inn í líkamsræktarstöð þar sem hávaðinn er mikill,“ segir hún og hvetur fólk til að loka augunum og anda rólega í nokkrar mínútur áður en af stað er haldið. „Ef þú ert með slæman höfuðverk skaltu sleppa ræktinni þann daginn og fá þér góðan göngutúr í staðinn eða æfa heima, í kyrrð og ró,“ segir hún og bætir við að kraftganga komi mun meiri hreyfingu á blóðið en lyftingar. Endorfín og góða skapið n Hefurðu tekið eftir því hvað þér líður vel eftir erfiða æfingu? Að sögn Davids Geier, sem er læknir við læknaháskólann í South Carolina í Bandaríkjunum, er vellíðanin sem fylgir æfingum ekki bara sálræn. „Æfingar gera það að verkum að endorfínframleiðsla í heilanum eykst og það hefur áhrif á líðan þína og þar með skapið,“ segir hann og heldur áfram: „Það að stunda líkamsrækt hefur góð alhliða áhrif á líkamann, bæði andleg og líkamleg.“ Vatn gegn gigt n Hreyfing er góð leið til að vinna bug á liðagigt en þeir sem glíma við slíka kvilla vita flestir að hreyfing getur verið sársaukafull. Æfingar í vatni eru lykillinn og við Íslendingar höfum nóg af vatni. Það veitir 12 sinnum meiri mótspyrnu en loftið, sem er gott fyrir liðamótin, en þyngdarleysið gerir það að verkum að æfingarnar verða sársaukaminni. Gott er líka að hafa í huga að velja „mjúkar“ æfingar, til dæmis ganga í halla í stað þess að hlaupa. Hlaup geta verið slæm fyrir þá sem eru með gigt í hnjám. Gætið þess þó alltaf að hita vel upp – til að fyrirbyggja meiðsli. Hægt en örugglega gegn liðverkjum n David Geier segir að það geti verið erfitt að hafa sig á æfingar þegar fólk glími við viðvarandi sársauka, eins og þeir sem eru með verki í liðum. Hann segir að erfitt sé að veita alhliða ráðleggingar þar sem fólk sé mismunandi vel á sig komið. „Gætið þess alltaf að hita vel upp. Byrjið rólega og hvílið vel á milli. Ef þið farið fram úr ykkur verður batinn hægari,“ segir hann og hvetur fólk með liðverki til að byrja á þriggja til fimm mínútna æfingum en lengja svo smátt og smátt æfingatímann. Lykilatriði sé að fara sér eins hægt og mögulegt er. „Prófið mismunandi hreyfingu; hjólreiðar, göngutúr eða sund í hlýrri laug,“ segir hann. Lóð til að fyrirbyggja beinþynningu n Ef þú hefur mælst með eða ert í áhættuhópi fyrir beinþynningu ættirðu að leggja áherslu á styrktaræfingar. „Öll hreyfing er góð en einbeittu þér að því að lyfta lóðum og styrkja þig, fremur en því að ganga eða hlaupa. Ef þú vilt frekar ganga skaltu taka með þér lóð í gönguna, það getur hjálpað,“ segir læknirinn David Geier sem mælir með æfingum á borð við hnébeygjur. Hann leggur þó áherslu á fjölbreyttar æfingar þar sem tiltekin æfing styrkir yfirleitt bara ákveðinn hluta líkamans. „Æfing sem reynir á fætur og mjaðmir styrkir þig ekki í höndunum,“ segir hann. Kjarnaæfingar við bakverkjum n Þeir sem glíma við bakverki ættu að einbeita sér að svokölluðum kjarnaæf- ingum. Í þeim felst að styrkja bak og kvið auk þess sem jafnvægisæfingar eru mikilvægar. „Það er nauðsynlegt að styrkja vöðvana í kringum hrygginn til að þeir verði nógu sterkir til að halda bakinu réttu,“ segir John Nutting, bæklunarlæknir við Dartmouth-Hitchcock-læknasetrið í Líbanon. Hann lýsir einni mikilvægustu æfingunni fyrir bakveika svona: „Liggið á maganum á dýnu á gólfinu. Hafið lófana í gólfinu og olnbogana þétt með síðum. Lyftið ykkur hægt upp og gætið þess að halda bakinu, mjöðmunum og fótunum stöðugum. Haldið stöðunni í 20 sekúndur eða lengur, eftir getu. Endurtakið nokkrum sinnum. Gerið þetta að lágmarki tvisvar í viku,“ segir hann og bætir við að þeir sem ráði við erfiðari æfingu geti prófað að lyfta öðrum fætinum frá jörðu á meðan æfingin er gerð. Svona nærðu tökum á fjármáLum þínum Molar úr Ferð til fjár: n Heimilisbókhald snýst ekki um að neita sér um allt sem manni þykir gott heldur um að hafa stjórn á peningun- um sínum og taka góðar ákvarðanir svo þú getir fengið meira af því sem þú virkilega vilt með því að sleppa litlu kaupunum sem skipta þig litlu máli. n Vertu viss um að ráðstöfunartekjur þínar séu hærri en gjöldin. Það er einungis hægt ef þú fylgist með útgjöldum svo sem með heimilis- bókhaldi. Hvaða fyrirtæki er rekið án rekstrarbókhalds? Af hverju ætti heimilið að vera öðruvísi? n Láttu peningana vinna fyrir þig, vertu ekki alltaf að vinna fyrir þá. Sparaðu og eyddu skynsam- lega. Ekki taka neyslulán. Ennfremur þarftu að horfast í augu við fyrirsjáanlegar og ófyrirsjáanlegar sveiflur á tekjum og útgjöldum og tryggja þig á einhvern hátt fyrir þeim skellum sem þú getur ekki ráðið við upp á eigin spýtur. Síðast en ekki síst máttu aldrei gleyma að peningar eru ekki allt! n Segja má að sá sem lánar peninga sé að leigja þá út. Fræðileg skilgreining vaxta er einmitt sú að þeir séu leiga sem greidd er fyrir afnot af peningum. Vextir eru því nokkurs konar leigugjald sem lántakandi greiðir lánveitanda fyrir afnot af peningunum hans sem hann myndi að öðrum kosti nota í eitthvað annað. n Vissir þú að fyrir banka- hrunið haustið 2008 var meðalyfirdráttur íslenskra heimila yfir 600.000 krónur? Kostnaður við að greiða einungis vexti af slíkum yfirdrætti er 90.000 kr. á ári miðað við algenga 15% yfirdráttarvexti. sér aðstæður þar sem smálán borga sig.“ Ferð til fjár ætti að gagnast flest- um þeim sem eru að feta sín fyrstu spor í fjármálum. Bókin telur ríflega 60 síður og hún er auðveld til lestr- ar. Hún á sannarlega erindi við Ís- lendinga á tímum efnahagshruns og verðbólgu en það er ef til vill til marks um mikilvægi umræðu um fjármál einstaklinga að 70 prósent foreldra ræða við börnin sín um kynlíf en að- eins 30 prósent ræða við börn sín um fjármál. „Það er von mín og trú að bókin verði vatn á myllu vitund- arvakningar og viðhorfsbreytingar í fjármálum einstaklinga þar sem um- ræða um gildi, hagsýni og seinkaða umbun verði í forgrunni,“ segir Breki í inngangi hennar. Lærðu að láta peninga vinna fyrir þig Aðeins þriðjungur íslenskra heimila heldur bókhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.