Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 31
föstudagur
n Afmæli Ómars
Ómar Ragnarsson er einn dáðasti
Íslendingurinn en hann hefur skemmt
landsmönnum í hálfa öld. Afmælis-
skemmtun Ómars er titill tónleikanna
sem fóru fram í gær og verða fluttir
aftur á morgun, föstudag, í Salnum í
Kópavogi. Flutt verða öll helstu lög hans
en á langri lífsleið hefur Ómar samið
mörg af þeim lögum sem fólk raular
daginn út og daginn inn. Á föstudaginn
hefst skemmtunin klukkan 20 og kostar
3.500 krónur inn. Ómar heldur upp á
sjötugsafmæli sitt þessa dagana og verð-
ur einnig skemmtun honum til heiðurs í
Háskólabíói mánudaginn 4. október.
n Bjórbandið á Selfossi
800 Bar og Bjórbandið ætla að
framlengja sumrið fyrir Selfyssinga.
Þegar Bjórbandið mætir á 800 er svo
sannarlega dansað og á því verður engin
breyting á föstudagskvöldið. Það verður
frír kaldur fyrir þá sem mæta í bikíníi eða
Hawaii-skyrtu. Svo verða rugltilboð á
fleiri veigum.
n Brotinn taktur alla nóttina
Breakbeat.is verður með „all nighter“ á
Prikinu á föstudagskvöldið. Þar verða
hinir kunnu plötusnúðar Breakbeat.is en
einnig mæta góðir gestir og fá aðeins
að rífa í tækin. Það situr enginn kjurr á
meðan strákarnir frá Breakbeat.is rífa
þakið af Prikinu á föstudagskvöldið.
laugardagur
n Góðir landsmenn á Players
Góðir landsmenn, athugið, hljómsveitin
Góðir landsmenn verður með sprell-
fjörugt 80‘s ball á Players í Kópavogi
á laugardagskvöldið. Ballið stendur á
milli 23:30 og 3:00 en það kostar aðeins
þúsund krónur inn og er frítt fyrir konur
til miðnættis.
n Austfirðingar á Spot
Skemmtistaðurinn Spot í Kópavogi hefur
verið duglegur að halda böll sem koma
landsbyggðarfólkinu sem býr í bænum
saman. Á laugardaginn verður magnað
Austfirðingaball þar sem dagskráin er
svo sannarlega ekki af verri endanum.
Magni og Andri Bergmann spila fyrir
gesti ásamt Rokkabillybandinu og svo
verða sérstakir gestir sjálfir Skriðjöklarnir.
Miðasala hefst klukkan 21 á laugar-
dagskvöldið en það kostar 2.000 krónur
inn. Forsala er á Spot milli 16 og 18 á
laugardaginn.
n Hip hop-veisla á Nasa
Það verður svo sannarlega RnB og Hip
hop-veisla á Nasa á laugardagskvöldið.
Þá koma fram margir af heitustu mönn-
um tónlistasenunnar í dag en aðalmað-
urinn er að sjálfsögðu Blaz Roca. Með
honum verða emmsje
Gauti, Friðrik Dór,
DJ Danni Deluxxx,
Steindi Jr., Ásgeir
og Kristmundur
Axel. Tónleikarnir
hefjast klukkan
23.30 en það
kostar ekki
nema þúsund
krónur inn á
þessa Hip
hop-
veislu.
Hvað er að
GERAST?
HÍ kennir þér að nýta gjafir náttúrunnar:
Nýttu afrakstur sumarsins
Langar þig að læra að nýta gjaf-
ir náttúrunnar og hvaða jurtir má
þurrka, sulta, gera chutney og
kryddpesto úr, sýra, salta, frysta,
leggja í olíur eða vínanda fyrir vet-
urinn? Þetta getur þú lært á nám-
skeiði í Endurmenntun Háskóla
Íslands. Það heimafengna er að
öllu jöfnu bragðbetra og hollara
en nokkuð sem hægt er að kaupa.
Margir vilja líka forðast aukaefni
í matvælum og þá er öruggast að
gera sem mest sjálfur. Að hirða
um gjafir náttúrunnar treystir
fjölskyldubönd og eykur ánægju
af útiveru. Vísindamenn eru nú
í vaxandi mæli farnir að huga að
alþýðutrú varðandi jurtir og sann-
ast þá oft á tíðum að hún felur í sér
sannleika byggðan á reynslu kyn-
slóðanna. Námskeiðið tekur tvö
kvöld. Fyrra kvöldið verður gripið
niður í sögu lækninga- og nytja-
jurta. Einnig verður stiklað á ýms-
um atriðum úr sögu vestrænnar
matarhefðar og hugað að því sem
vert er að halda í heiðri. Síðara
kvöldið fer í hagnýtar ráðlegging-
ar. Komið verður inn á hvað beri
helst að varast, hvernig megi hafa
sig í gegnum veturinn með græn-
um hristingi og spírun og hvað
skuli gera á haustin til að undir-
búa vorið.
...bíó-
mynd-
inni the
ghost
Writer
Níðþung en
vel skrifuð
og vel leikin.
...bíómynd-
inni scott
Pilgrim vs.
the World
Fyndin og
frumleg, Edgar
Wright tekst hið
ómögulega.
...geisladisknum
skrýtin veröld
með
Bjartmari
og berg-
risunum
Veisla fyrir
heilann.
... söng-
leiknum
rocky
Horror
hjá l.a.
Enginn frumleiki eða
metnaður hjá Leikfélagi
Akureyrar.
...bíó-
myndinni
the Other
guys Mjög
fyndin í uþ.b.
klukkutíma.
... heimild-
armyndinni
future
of Hope
Setur vandamál
Íslands
frábærlega í
samhengi.
föstudagur 17. september 2010 fókus 31
Hægt er að gera pestó úr jurtum
Pestó er frábært út á pasta.
„Menn eru farnir að gera myndir
sem kosta mun minna. Myndir þar
sem eru kannski ekki notuð ljós, fáir
starfa við myndirnar og þær eru all-
ar teknar á sama staðnum.“
Grímur hefur fátt gott um RÚV
að segja. „Það hefur alltaf verið hrun
hjá Ríkissjónvarpinu og það breyt-
ist ekkert við einhvern niðurskurð
núna. RÚV er bara ónýt stofnun.
Það hefur aldrei verið nein kreppa
þar beint en samt aldrei hægt að
fá pening. Það er helst Stöð 2 sem
heldur upp íslenskri dag-
skrárgerð,“ segir Grímur.
FrAmleNGiNG
á SumriNu
„Myndin var tekin upp í
fyrrasumar,“ svarar Grím-
ur aðspurður um tökur á Sumar-
landinu. „Við vorum svo að klippa
hana í vetur. Þetta er svona ekta
sumarmynd, létt gamanmynd í
ákveðnum sumarfíling. Ef fólk tel-
ur sig hafa misst af sumrinu getur
það farið á þessa mynd og eins get-
ur það framlengt sumarið um níu-
tíu mínútur með því að kíkja á Sum-
arlandið. Þetta er svona mynd sem
höfðar til breiðs hóps fólks. Allt frá
krökkum, unglingum og alveg upp
í gamalt fólk, hún tekur allan skal-
ann. Sumarlandið er fjölskylduvæn
mynd og ekkert gróf enda komst hún
í gegnum Kvikmyndaeftirlitið,“ segir
Grímur og hlær.
En hvað er Sumarlandið?
„Sumar landið, samkvæmt þessari
andatrú, er heimurinn fyrir hand-
an. Þegar við deyjum förum við til
sumarlandsins sem er svona full-
komið samfélag þar sem allir eru
vinir og bara að djamma. Við höf-
um bara fengið fín viðbrögð hingað
til frá þeim sem hafa séð myndina.
Á svona tímum þurfa Íslendingar
svona mynd sem gefur þjóðinni smá
von,“ segir Grímur spekingslega.
Gerð Fyrir íSeNSkAN
mArkAð
„Ég er mjög sáttur við afraksturinn,“
segir Grímur en hann var nýbúinn
að horfa á myndina í bíósal þeg-
ar DV talaði við hann. „Ari Kristins-
son skaut myndina en hann er ein-
hver reyndasti tökumaður Íslands.
Þetta er alveg á hæsta palli verð ég
að segja, frekar háum standard, og
lítur virkilega flott út,“ segir hann en
hvernig var að vinna með reynslu-
boltum á borð við Ólafíu Hrönn og
Kjartani?
„Það voru bara
algjör forréttindi.
Ég valdi þau því
mér fannst þau
passa svo vel sam-
an sem hjón og
mynda gott par. Ég
vildi alltaf fá Ólafíu
Hrönn í myndina,
ég bara sá hana fyrir
mér sem miðilinn.
Hún er einhvern
veginn bara þannig
karakter. Ég prófaði
þó marga í hlutverk-
ið sem Kjartan fékk
svo á endanum,“
segir Grímur og bæt-
ir við að með mynd
sé ætluð Íslending-
um fyrst og fremst.
„Við erum meira að
spila inn á markað-
inn hér heima frek-
ar en að gera ein-
hverja mynd fyrir
kvikmyndahátíðir
úti. Í myndinni eru
margir ungir leik-
arar að stíga sín
fyrstu skref eins og
Hallfríður Tryggva-
dóttir sem hefur
aldrei leikið áður
í bíómynd. Svo er þarna ellefu ára
strákur sem heitir Nökkvi Helgason,
strákur sem ég fann í prufum. Þetta
lítur allt mjög vel út og það verður
gaman að sjá hvernig tekið verður í
Sumarlandið,“ segir Grímur Hákon-
arson leikstjóri.
framlenging
miðillinn lára Grímur sá Ólafíu Hrönn alltaf s
em miðilinn Láru.
efnishyggjan Óskar, eiginmaður Láru, leikinn af Kjartani Guðjónssyni, vill gera andatrúna söluvæna.