Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 17. september 2010 FRÉTTIR 17 MARGDÆMD ARATÚNSHJÓN an bað mig þá um að leggja hend- urnar á borðið. Þá hafði hann  [Sig- urður Stefánsson] kært mig fyrir að hafa ráðist á sig, rifið fötin sín og klór- að á sér bringuna.“ Það sá lögreglan að fékkst ekki staðist þar sem Ástþór hafði lengi nagað á sér neglurnar og hafði því enga getu til að klóra mann til blóðs. Ófriðurinn hélt áfram að sögn Ástþórs og segir hann með- al annars að lítið barn dóttur hans hafi verið kallað „hóru- unginn“. Í umfjöllun um mál Brynju og Karls sem birtist á Eyjunni 26. júlí í sumar sagði einmitt að Sigurður og fjölskylda hefðu í sífellu kallað ungabarn Brynju og Karls „hóruungann“. Þá grunar Ástþór og konu hans að Margrét hafi vísvitandi sleg- ið rafmagninu út af sameigninni rétt áður en ferma átti dótt- ur hans. „Þetta hafði auðvitað þær af- leiðingar að allar fermingarterturn- ar eyðilögðust og við ákváðum að halda ferming- una hjá syst- ur konunn- ar minnar. Í kjölfarið voru tveir sendibílar sendir eft- ir búslóð- inni og við kom- um ekki þangað meir. Ég taldi orðið lífshættulegt að vera þarna.“ Ástþór, kona hans og börn flúðu út í sveit í foreldrahús og settu íbúð sína á sölu en hún seldist ekki fyrr en átta mánuðum seinna. Hann segir þessa tíma vera hryllilega í minningunni: „Börnin mín voru enn þá unglingar þá og þetta helvíti er alltaf í undir- meðvitund- inni hjá þeim vegna þess að þetta var þvílíkur hryllingur.“ Hann segist hafa upplif- að allar gömlu tilfinningarnar aftur þegar umfjöllunin um mál Brynju og Karls hófst í fjölmiðlum. Hann spyrji sjálfan sig að því hvers vegna þetta fólk gangi enn þá laust og fái að ofsækja fólk. „Maður var bara skít- hræddur og kveið því að fara í og úr vinnu. Þetta var bara martröð,“ segir kona Ástþórs um málið. „Taktu hitt augað á honum líka“ Hjónin eru með nokkurn feril kæru- og dómsmála á bakinu en í dóms- skjölum sem DV hefur undir hönd- um kemur fram að 5. maí 1978 hafi þau bæði greitt sektir fyrir að ganga í skrokk á manni á Klúbbnum 28. ág- úst árið 1977. Í dómsmáli sem lauk í hæstarétti árið 1982 í sama máli voru þau sýknuð af skaðabótakröfu stefn- anda og vísað var til sáttar sem gerð hafði verið árið 1978. Þá þurfti fórn- arlambið að greiða Sigurði 175.420 krónur í málskostnað. Í sératkvæði hæstaréttardómarans Magnús- ar Thoroddsen segir: „Af gögnum málsins er ljóst, að stefndi Sigurð- ur ber bótaábyrgð á öllu því tjóni sem áfrýjandi varð fyrir, bæði inn- an dyra og utan.“ Þá segir í lýsingu af atburðarásinni þessa nótt að fing- ur Sigurðar hafi „lent í augum“ fórn- arlambsins og að gögn í málinu hafi sýnt fram á að Sigurður hafi slegið manninn en því neitaði Sigurður fyr- ir dómi. Þá sagði fórnarlambið fyrir dómi að hann hefði heyrt kvenmann kalla: „Taktu hitt augað á honum líka.“ Fram kemur að fórnarlamb- ið hafi að lokum „legið ósjálfbjarga á jörðinni“. Margrét neitaði fyrir dómi að hafa sparkað í fórnarlambið þar sem hún hefði haft nóg með að þjarma að unnustu mannsins. Samkvæmt læknisvottorði sem vitnað er til í hæstaréttardómnum kemur fram að maðurinn sem varð fyrir ofbeldinu hafi í kjölfar líkams- árásar þeirra hjóna kvartað undan eymslum í höfði og sársauka í vinstra auga sem og undan verk í hægri síðu og kvið þegar hann kom á slysadeild Borgarspítalans. Í sjúkraskýrslunni kemur meðal annars fram að skoð- un við komuna á spítalann hafi leitt í ljós marflekk á enni, rifu í slímhúð augans, bólgu og blæðingu utan á auganu og þar um kring. Þá hafi blætt undir slímhúð augans, vinstri kinn verið bólgin og marin, var- irnar sprungnar og bólgnar og talsvert af storknuðu blóði í munninum. Skrámur og mar- flekkir voru á herðum og fleið- ur á höndum, skrámur og mar á brjóstkassa og kviðvegg. Þá voru hrufl á mörgum stöð- um á hægra læri og mik- il eymsli í lærinu, sem og hrufl á vinstra læri. Þegar blaðamaður náði tali af mann- inum sem varð fyr- ir líkamsárás þeirra hjóna fyrir rúmum þrjátíu árum vildi sá ekkert tjá sig um málið og baðst undan öllu sem flækt gæti hann inn í umfjöllun er tengdist þeim Sigurði og Margréti. Kæra hjá ríkissaksóknara Samkvæmt öruggum heimildum DV liggur nú inni kæra hjá ríkissaksókn- ara vegna ásakana um árás þeirra hjóna og sonar þeirra á öryggisvörð í Fjarðarkaupum sem átti sér stað um páskana árið 2009. Þegar DV náði tali af öryggisverðinum vildi hann ekki koma fram undir nafni. „Ég er skíthræddur við þetta lið. Nú eru all- ar útidyrahurðir læstar.“ Hann rekur málið þannig að hann hafi haft sitt- hvað að athuga við það sem hjónin höfðu verið að sýsla í búðinni. Því hafi hann fylgt á eftir þeim og út á bílaplan þar sem hann bað Margréti um að tala aðeins við sig. Í kjölfarið hófst atburðarás sem leiddi til þess að hann kærði þau til lögreglu fyr- ir grófa líkamsárás. Öryggisvörður- inn segir einnig að feðgarnir hafi elt hann niður á slysadeild þar sem son- urinn Stefán hafi sagt: „Ég þarf að tala við þig betur.“ Í kjölfarið hafi ver- ið kallað á öryggisvörð en alveg síð- an þá hafi örlað á nokkurri hræðslu hjá honum gagnvart Sigurði og fjöl- skyldu. „Ég vona bara að þetta fólk fái sinn dóm.“ Sigurður vísar ítrekað á lögfræð- ing sinn í samtali við DV. Aðspurð- ur um líkamsárásirnar sem hann var dæmdur fyrir árið 1978 og 1987 vís- ar hann ítrekað í dómana sjálfa: „Þú getur komist í allt saman um mig ef þér finnst það fréttavert, það er best fyrir þig að lesa bara dómana, þá færðu þetta bara beint í æð, það er langeinfaldast.“ Aðspurður um það hvort hann hafi bætt ráð sitt frá þeim tíma sem hann var dæmdur segir Sigurður: „Skoðaðu þetta bara og þá kemstu kannski að einhverju fróð- legu.“ Aðspurður um líkindi á milli þessara mála segir hann: „Ég er ekk- ert að eltast við svona vitleysu.“ Þegar hann er spurður um kæru sem ligg- ur inni vegna ásakana um líkamsárás árið 2009 segir hann: „Ég er ekkert að svara þér svona um mína persónu- legu hagi. Þú bara kannar þetta sjálf- ur. Það er langbest. Þakka þér samt fyrir.“ Og leggur síðan tólið á. KREFJAST AFSÖKUNARBEIÐNI Sigurður og Margrét hafa krafið DV um afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar blaðsins um málið 23. júlí í sumar. Þá er þess einnig krafist að blaðið leiðrétti fréttirnar, ellegar muni þau kæra blaðamann og ritstjóra DV fyrir ærumeiðingar. Ekki fæst séð að umfjöllun blaðsins um árásir Sigurðar og fjölskyldu á nágranna sína í Aratúni teljist til ærumeiðinga. Umfjöllun blaðsins var byggð á frásögn Brynju og hefur DV nú undir höndum áverkavottorð sem staðfesta að Brynja og Karl hafi verið beitt ofbeldi. Þá kemur þar einnig fram að piparúði hafi verið notaður. PIPARÚÐA BEITT Eins og fram kom í DV 23. júlí og helgina þar á eftir sökuðu Brynja og Karl nágranna sína um að hafa tvisvar beitt sig ofbeldi í júlí. Brynja staðfesti í DV það sem fram hafði komið í öðrum fjölmiðlum, að hinn 3. júlí hafi Sigurður ráðist á mann hennar, skallað hann, og í kjölfarið hafi dóttir Sigurðar, lögfræðineminn Thelma Björk Sigurðardóttir, sprautað piparúða framan í Brynju sem þá hélt á tveggja ára ungabarni. DV hefur undir höndum áverkavottorð sem staðfesta frásögn Brynju. Þar kemur fram að 3. júlí hafi Brynja, Karl og tveggja ára dóttir þeirra fengið aðhlynningu á bráðadeild Landspítalans. Á áverkavottorði Brynju kemur fram að hún hafi orðið fyrir eituráhrifum gass, reyks og gufu og fengið piparúða í andlitið. Á vottorðinu er því einnig lýst þegar tveggja ára dóttir Brynju strýkur sér með erminni í andlitið og fær mikinn sársauka og fer að hágráta. Á áverkavottorði Karls vegna líkamsárásar kemur fram að hann sé með áverka á höfði, mar á hálsi sem og áverka á úlnlið og hendi. Þá segir einnig að á honum sjáist fjölmargir litlir áverkar. Þess má geta að á Íslandi er piparúði notaður af lögreglu en ólöglegt er fyrir almenning að bera eða beita slíku vopni. MIKLIR ÁVERKAR Í viðtalinu við Brynju sem birtist í DV staðfesti hún einnig að þau hjón hefðu orðið fyrir líkamsárás 18. júlí síðastliðinn. Á áverkavottorði Karls, sem leitaði á bráðadeild Landspítalans þennan sama dag, kemur fram að hann hafi verið úti að vinna við bílskúr sem hann og Brynja eru að byggja á lóðinni þegar nágrannarnir hafi byrjað að áreita þau. Brynja hafi tekið til þess bragðs að sækja myndavél til þess að taka upp það sem fram færi en að hennar sögn hafði lögreglan ráðlagt þeim að gera það til að safna sönnunargögnum um áreitið. Í kjölfarið hafi maðurinn í næsta húsi (Sigurður Stefánsson) og sonur hans (Stefán Ágúst Sigurðsson) ráðist að þeim, tekið myndavél- ina og gengið í skrokk á þeim. Fyrst hafi maðurinn ráðist á Karl og sonurinn á Brynju, en síðan hafi báðir ráðist á Karl. Hann hafi verið skallaður í andlit og barinn endurtekið í andlit og líkama og reynt hafi verið að sparka í punginn á honum en það ekki tekist þar sem Karl hefði náð að bera hægra lærið fyrir. Á læknisvottorðinu kemur fram að hann hafi við komuna þangað verið með mar á augnloki og augnsvæði, opið sár á nefi, áverka í hársverði, áverka á nefi, áverka á öðrum hlutum höfuðs, mar á öxl og upphandlegg, mar á læri, tognun og ofreynslu á hálshrygg. Þá segir enn fremur að enni Karls sé „allt rauðleitt eða nánast eitt samfleytt mar.“ Á læknisvottorði Brynju frá sama degi kemur fram að hún hafi við komuna á bráðadeildina verið með mar á augnloki og augnsvæði, áverka á öðrum hlutum höfuðs, mar á öxl og upphandlegg, mar á olnboga, mar á öðrum hlutum úlnliðs og handar, mar á brjósti, mar á brjóstkassa, mar á mjóbaki og mjaðmagrind og mar á hné. Ég er ekkert að svara þér svona um mína persónulegu hagi. Þú bara kann- ar þetta sjálfur. Það er langbest. Þakka þér samt fyrir. „Við flúðum öll í burtu.“ Blaðakonan Bergljót Davíðsdóttir bjó á Seilugranda árið 1987 og ber Sigurði og Margréti ekki vel söguna. Hún flúði á endanum úr íbúð sinni og skaut skjólshúsi yfir konuna sem þau réðust á. Enn á flótta Brynja, Karl og börnin þeirra eru enn á flótta og þora ekki heim til sín. „Það þyrfti að finna einhverja hjálp handa þessu fólki. Þau eru búin að vaða uppi allt of lengi í samfélaginu öllum til ama,“ segir Karl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.