Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 38
60 ára sl. fimmtudag 38 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 17. september 2010 föstudagur Ómar Ragnarsson dagskrárgerðarmaður, skemmtikraftur og fyrrv. fréttamaður Ómar Þorfinnur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann varð stúdent frá MR 1960, stundaði nám í lögfræði við Há- skóla Íslands 1961–64, tók einka- flugmannspróf 1966 og atvinnuflug- mannspróf 1967. Ómar lék eitt af aðalhlutverk- unum í Vesalingunum hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur 1953, lék þrisvar með Herranótt MR 1958–60, lék í út- varpsleikritum 1953–69 og lék nokk- ur hlutverk í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1953–69. Ómar hefur verið skemmtikraft- ur frá 1958, var skemmtikraftur að aðalstarfi 1962–69 og að aukastarfi eftir 1969. Hann skemmti með Sum- argleðinni 1971–85, hefur skemmt í ýmsum þjóðlöndum og var fulltrúi Íslands í norrænum skemmtiþætti í Finnlandi 1967. Ómar hefur samið mikinn fjölda texta og laga. Hann hefur sungið inn á hljómplötur frá 1960 en á fjórða hundrað textar eftir hann hafa kom- ið út á ýmsum hljómplötum. Ómar var flugkennari hjá Flug- skóla Helga Jónssonar og Navy Aeroclub á Keflavíkurflugvelli 1969, var íþróttafréttamaður 1969–76, rit- stjóri dagskrár 1970, fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarp- inu 1976–88, fréttamaður og dag- skrárgerðarmaður hjá Stöð 2 1988– 95 og síðan aftur á Sjónvarpinu 1995–2007. Ómar keppti í hlaupagreinum með ÍR 1958–64, var drengjameist- ari Íslands í 100 m og 300 m hlaupi og boðhlaupi 1958 og keppti í meist- araflokki í knattspyrnu með Ár- manni 1970. Hann sigraði í góðakst- urskeppni BFÖ 1963, 1969 og 1970 og keppti í rallakstri 1975–85, varð Íslandsmeistari í rallakstri 1980–82 og 1984 og var Jón bróðir hans að- stoðarökumaður hans. Ómar vann átján röll af þrjátíu og átta röllum sem hann keppti í á árunum 1977– 85, þar af öll mót sem Renault–bif- reið þeirra bræðra keppti í 1981. Þá vann hann Frambikarinn í flug- keppni 1970. Ómar var einn af stofnendum Íslandshreyfingarinnar og formað- ur hennar. Hann leiddi fimmtán þúsund manna göngu gegn Kára- hnjúkavirkjun í gegnum Reykjavík áríð 2006. Ómar hefur um langt árabil gert mikinn fjölda vinsælla heimilda- þátta um mannlíf í íslensku dreif- býli, um útivist og gönguleiðir og íslenskar sögu– og náttúruperlur í byggð og óbyggðum. Hann hef- ur flogið um landið þvert og endi- langt í áratugi og farið fyrir öðru fjölmiðlafólki í því skyni að nálg- ast myndefni, segja fréttir og veita fréttaskýringar af íslenskum nátt- úruhræringum á borð við eldgos, jarðhræringar, jökulhlaup, vatna- vexti og snjóflóð svo eitthvað sé nefnt. Ómari hafa verið veitt fern Eddu verðlaun og hann hefur fjór- um sinnum verið kjörinn maður ársins: hjá Mannlífi, Rás 2 og Stöð 2. Þá var hann kjörinn sjónvarps– og útvarpsmaður Norðurlanda, áríð 2004. Honum hefur verið sýnd- ur margvíslegur sómi og veitt ýmis verðlaun og viðurkenningar nátt- úruverndarsamtaka vegna starfa sinna og baráttu fyrir umhverfis– og náttúruvernd allt frá 1998. Fjölskylda Ómar kvæntist 31.12. 1961 Helgu Jóhannsdóttur, f. 25.11. 1942, for- stöðumanni. Foreldrar Helgu voru Jóhann Jónsson, f. 31.5. 1901, d. 29.1. 1950, vélstjóri á Patreksfirði, og k.h., Lára Stefanía Sigfúsdóttir, f. 8.10. 1903, d. 16.2. 1972, húsmóðir. Börn Ómars og Helgu eru Jón- ína, f. 29.4. 1962, kennari, búsett í Reykjavík, gift Óskari Olgeirssyni vélvirkja og eiga þau fjögur börn; Ragnar, f. 21.9.1963, byggingafræð- ingur, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Kristbjörgu Clausen söngkonu og eiga þau tvo syni; Þorfinnur, f. 25.10. 1965, ritstjóri Eyjunnar, bú- settur í Reykjavík en sambýliskona hans er Ástrós Gunnarsdóttir, ball- ettdansari, danshöfundur og leik- stjóri, og á hann tvo syni úr fyrrv. hjónabandi með Önnu Hauksdótt- ur; Örn, f. 22.11. 1967, búsettur í Reykjavík; Lára, f. 27.3. 1971, frétta- maður við RÚV, gift Hauki Olavs- syni sölumanni og eiga þau fimm börn; Iðunn, f. 8.10. 1972, kenn- ari, búsett í Reykjavík, gift Frið- riki Sigurðssyni kennara og eiga þau fjögur börn; Alma, f. 9.9. 1974, kennari, búsett í Reykjavík, en sam- býlismaður hennar er Ingi R. Inga- son kvikmyndagerðarmaður og eiga þau tvö börn auk þess sem Alma á son úr fyrri sambúð með Ægi Erni Símonarsyni. Systkini Ómars eru Eðvarð Sig- urður, f. 4.8. 1943, kennari, búsett- ur í Mosfellsbæ, kvæntur Jóhönnu Magnúsdóttur skólastjóra; Jón Rúnar, f. 12.12. 1945, framkvæmda- stjóri og fyrrv. rallökumaður í Reykjavík, kvæntur Petru Baldurs- dóttur; Ólöf, f. 16.6. 1948, kennari i Reykjavík, gift Ólafi Jóhanni Sig- urðssyni vélvirkja; Guðlaug, f. 20.8. 1951 húsmóðir í Stokkhólmi í Sví- þjóð, gift Sigurjóni Leifssyni mat- reiðslumanni; Sigurlaug Þuríður, f. 17.7.1964, listfræðingur í Reykja- vík, en sambýlimaður hennar er Jó- hann Vilhjálmsson málari. Foreldrar Ómars voru Ragnar Eðvarðsson, f. 24.6. 1922, d. 25.7. 2002, bakari og síðar borgarstarfs- maður í Reykjavík, og k.h., Jónína Rannveig Þorfinnsdóttir, f. 16.9. 1921, d. 10.4. 1992, kennari og hús- móðir. Ætt Ragnar er sonur Eðvarðs, bakara- meistara í Reykjavík, bróður Önnu, móður Bjarna Jónssonar listmálara. Eðvarð var sonur Bjarna, formanns í Reykjavík Gíslasonar. Móðir Ragnars var Sigurlaug Guðnadóttir, b. á Óspaksstöðum í Hrútafirði Einarssonar og Guðrún- ar Jónsdóttur. Meðal systkina Sigur- laugar voru Einar, prófastur í Reyk- holti, faðir Bjarna, framkvæmdastjóra Byggðastofnunar, og Guðmundar, fyrrv. forstjóra Skipaútgerðar ríkisins. Annar bróðir Sigurlaugar var Jón, pr. og skjalavörður, faðir rifhöfundanna Guðrúnar, Ingólfs, Torfa og Eiríks. Móðurbróðir Ómars var Gunn- laugur, faðir Gísla Ágústs, lektors í sagnfræði. Jónína var dóttir Þorfinns, múr- ara í Reykjavík, bróður Guðbrands á Prestbakka, föður Ingólfs, forstjóra og söngstjóra. Þorfinnur var son- ur Guðbrands, b. á Orustustöðum Jónssonar, b. í Efri-Vík Þorkelssonar. Móðir Jóns var Málmfríður Bergs- dóttir, pr. á Prestbakka Jónssonar, og Katrínar Jónsdóttur, eldprests Steingrímssonar. Móðir Þorfinns var Guðlaug ljósmóðir Pálsdóttir, b. á Hörgslandi Stefánssonar og Ragn- hildar Sigurðardóttur. Móðir Jónínu er Ólöf, systir Bjarna, hugvitsmanns á Hólmi Run- ólfsdóttir, b. í Hólmi í Landbroti Bjarnasonar, b. í Hólmi Runólfsson- ar, bróður Þorsteins, afa Jóhann- esar Kjarval og Eiríks Sverrissonar sýslumanns, langafa Eggerts Briem í Viðey, föður Eiríks, fyrrv. forstjóra Landsvirkjunar. Í kvöld verður afmælisskemmtun Ómars, númer tvö, í Salnum í Kópa- vogi – uppselt – og 4.10. n.k. verður sú skemmtun flutt í Háskólabíói. 70 ára sl. fimmtudag Jón Ársæll fæddist á Seyðisfirði. Hann stundaði nám í ensku og enskum bókmenntum við Camp- bells School í Birchington á Eng- landi 1967–68, vann við líffræði- rannsóknir í Vestur-Noregi á vegum háskólans í Osló 1970–71, lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla Íslands 1972, lauk stúdents- prófi frá sama skóla 1973, BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1976, MA-prófi í sálfræði frá Háskólan- um í Lundi í Svíþjóð 1990 og sinnti rannsóknarstörfum í sálfræði í Gambíu í Vestur-Afríku 1979–80. Jón Ársæll stundaði sjó- mennsku á bátum og togurum á unglingsárunum, var fararstjóri á Spáni hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu 1975–77, var sálfræðingur hjá sálfræðideild skóla í Reykja- vík 1980–82, var blaðamaður við Tímann 1982–84, ritstjóri hjá tímaritsútgáfunni Fjölni 1984– 86, fréttamaður á útvarpsstöðinni Stjörnunni 1987–88, dagskrárgerð- armaður hjá RÚV, morgunútvarpi Rásar 2 1988–89, dagskrárgerðar- maður hjá útvarpsstöðinni Bylgj- unni 1989–90, fréttamaður á Stöð 2 frá 1990, var upphafsmaður þátt- arins Ísland í dag og hefur haft um- sjón með þáttunum Sjálfstætt fólk frá upphafi fyrir áratug. Jón Ársæll er einn af formönn- um Siglinganefndar Skólafélags Kennaraskóla Íslands og handhafi orðu Siglinganefndarinnar, Sigling er nauðsyn. Fjölskylda Eiginkona Jóns Ársæls er Stein- unn Þórarinsdóttir, f. 20.4. 1955, myndhöggvari. Hún er dóttir Þór- arins Sveinssonar, f. 20.1. 1925, d. 22.6. 1985, forstjóra, og Ingibjargar Árnadóttur, f. 10.10. 1926, d. 15.6. 2004, húsmóður. Synir Jóns Ársæls og Steinunn- ar eru Þórarinn Ingi, f. 19.12. 1982, MA-nemi í myndlist í Prag; Þórður Ingi, f. 4.8. 1993, nemi við MR. Systkini Jóns Ársæls eru Vil- hjálmur Auðun, f. 5.3. 1942, flugstjóri, búsettur í Reykjavík; Sigurður Rúnar, f. 26.7. 1945, verk- fræðingur, búsettur í Reykjavík; Kristrún, f. 15.5. 1954, sérkennari. Foreldrar Jóns Ársæls voru Þórður Sigurðsson, f. 29.9. 1914, d. 17.11. 1973, skipstjóri, og Ólafía Kristín Auðunsdóttir, f. 9.4. 1914, d. 9.2. 1981, húsfreyja. Jón Ársæll Þórðarson fréttamaður á stöð 2 30 ára á föstudag Lovísa fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Heimahverfinu. Hún var í Langholtsskóla og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og Við- skipta- og tölvuskólann. Lovísa starfaði hjá TVG Zim- sen á árunum 2000–2005, starf- aði síðan hjá heildversluninni R. Sigmundsson 2005–2009 og hefur starfað hjá Atlantsolíu frá 2010. Fjölskylda Eigimaður Lovísu er Árni Jónsson, f. 10.7. 1971, kaupmaður. Dóttir Árna frá því áður er Salka Ósk Árnadóttir, f. 16.5. 1997. Börn Lovísu og Árna eru Jón Einar Árnason, f. 18.5. 2005; Dag- rún Árnadóttir, f. 4.4. 2009. Systkini Lovísu eru Rut Einars- dóttir, f. 24.12. 1971, verslunar- stjóri, búsett í Reykjavík; Gunnar Einarsson, f. 7.7. 1976, sölustjóri, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Lovísu eru Einar Ósk- arsson, f. 30.5. 1952, gæðastjóri hjá Flugmálastjórn, og Dagmar Gunn- arsdóttir, f. 12.3. 1952, húsmóðir. Lovísa Kristín Einarsdóttir þjónustufulltrúi hjá atlantsolíu 30 ára á laugardag Ófeigur fæddist á Akureyri en ólst upp í Hrísey. Hann var í Barna- skólanum í Hrísey og í Barnaskól- anum á Dalvík. Ófeigur hóf störf við frystihús- ið í Hrísey er hann var sextán ára. Hann starfaði þar á árunum 1996– 99. Þá flutti hann til Akureyrar og hóf þar störf hjá Kjarnafæði þar sem hann starfar enn. Ófeigur starfaði með björgun- arsveitinni Súlum á Akureyri um árabil. Fjölskylda Kona Ófeigs er Berglind Ása Peder- sen, f. 24.4. 1983, dagmóðir, en þau gifta sig á afmælisdaginn. Dætur Ófeigs og Berglindar Ásu eru Fríða Björk Ásgeirsdóttir, f. 16.3. 2007; Arna Lísbet Ásgeirs- dóttir, f. 10.12. 2008. Systkini Ófeigs: Halldór Kári Ásgeirsson, f. 25.7. 1960, d. 1.6. 1965; Halldór Kári Ásgeirsson, f. 30.3. 1968, verkamaður í Sviss; Linda María Ásgeirsdóttir, f. 6.11. 1966; Emil Örn Ásgeirssson, f. 27.1. 1971, verkamaður í Reykjavík; Fríða Björk Ásgeirsdóttir, f. 2.12. 1977, d. 21.10. 2004. Foreldrar Ófeigs eru Ásgeir Halldórsson, f. 10.7. 1934, málara- meistari í Hrísey, og Rósamunda Kristín Káradóttir, f. 29.6. 1941, húsmóðir í Hrísey. Ófeigur Ásgeir Ásgeirsson verkamaður á akureyri Ómar ragnarsson Afmælisbarnið að störfum, ásamt Helgu, eiginkonu sinni. mynd rax
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.