Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 10
10 fréttir 17. september 2010 föstudagur FÁTÆKT VERÐUR AÐ VERULEIKA Sigurður Sveinn Sigurðsson segir nýfallinn dóm Hæstaréttar í gengis- lánamálinu svokallaða koma illa við sig og hljóta að koma illa við þorra þeirra sem hafa tekið gengistryggð lán og þá sérstaklega fasteignalán. Hann spyr hvort verið sé að verð- launa lánastofnanir fyrir að brjóta lög sem banna gengistryggingu. „Ég velti því fyrir mér hvort dóm- ararnir hafi í alvöru ígrundað það hvernig dæmið lítur út. Fólk sem hefur með naumindum staðið í skil- um með þessa stökkbreyttu höfuð- stóla er í verulega slæmum mál- um,“ segir Sigurður sem greiðir af gengistryggðum lánum og er meðal íbúðareigenda sem biðu niðurstöðu hæstaréttar. „Ég trúi því að mörg- um líði eins og mér núna, mér finnst ég settur í erfiða stöðu. Ég hef get- að staðið í skilum með mínar skuld- bindingar hingað til en vonaðist lengi til þess að ríkisstjórnin gerði eitthvað. Ríkisstjórnin gerði ekki neitt. Því næst batt ég nú vonir við það að dómstólar tækju á þessu á réttlætisgrundvelli svo fólk gæti vel við unað. Nú er niðurstaðan komin og hún virðist koma stjórnvöldum þægilega á óvart. Ég get ekki ímynd- að mér að þorri lántakenda geti staðið undir greiðslunum eða að þeir kæri sig um það. Af hverju ættu menn að gera það ef þeir sjá aðeins fram á líf í fátæktargildru meðan barist er við að borga af þessum lán- um?“ Varðar mannréttindi Sigurður segist ekki geta skilið dóm- inn öðruvísi en að greiðslubyrðin þyngist. „Ég get ekki skilið það öðru- vísi en að í stað þess að afborgarnir verði tvöfaldar þá verði þær þrefald- ar. Ég held að enginn hafi reiknað með því að borga þrefalda upphæð sem upphaflega var gert ráð fyrir í greiðsluáætlun bankans. Fólk hefur ekki tekjugrundvöll til þess. Neytendur eiga að taka skellinn og bankarnir fá meira í sinn hlut. Ég held að það hljóti að stangast á við neytendalög. Menn hljóta að reyna að fara lengra með þetta mál því ég hugsa að þetta varði mannréttindi.“ Samningalög og neytendalög ómerk Sigurður segir bersýnilegt að samn- ingalögin haldi ekki, vaxtalögin hafi verið tekin fram yfir þau og hann spyr hvað verði nú um neytendalög- gjöfina. „Er hún dæmd ómerk?“ Aðspurður um hvað sé fram und- an segist Sigurður hljóta að varpa þeirri spurningu til stjórnvalda á hvaða vegferð þau séu. „Hvar er jöfnuðurinn og norræna velferðin?“ spyr Sigurður. „Hvar er skjaldborgin og hvar eru öll þessi loforð sem hafa verið reifuð?“ Hann segist vonsvik- inn yfir stjórnvöldum sem og dóm- stólum. Í raun megi segja að hrunið sé nú orðið algjört. Nú sé fátæktar- gildran sem vofði yfir að verða að veruleika. Hann segist lítið gefa fyr- ir dóminn; hann sé takmarkaður og þótt talað sé um að ákveðinni óvissu hafi verið eytt þá trúi hann ekki að sú sé raunin. Ýmsum spurning- um hafi ekki verið svarað varðandi samningagerðina sjálfa og neyt- endalögin. Svimandi upphæðir Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, hefur sagst gera þær kröfur til bankanna að hratt verði unnið að úrlausn fyrir skuldara. Að sama skapi telur hann ekki skynsam- legt að framlengja frystingu nauð- ungaruppboða. Sigurður segir slík- ar yfirlýsingar koma illa við þá sem verst standa. „Fyrir þá verst settu þýðir þetta það eitt að hratt verður gengið á eftir greiðslum og þar verð- ur um svimandi upphæðir að ræða.“ Hann segist verða að halda að þessi mál skuldara hafi annaðhvort ekki verið skoðuð nógu vel eða hagsmun- um þeirra fórnað. „Ég lýsi efasemd- um um það að fasteignalánin verði látin lúta sömu lögmálum. Þetta eru eðlisólík mál og höggið er gríð- arþungt þegar um svona stór lán til lengri tíma er að ræða. Ég skil bara ekki hvaða erindi maður eins og Árni Páll Árnason ráðherra á í stjórnmál. Hvaða frasa ætla stjórnmálamenn að nota við næstu kosningar? Þeir eru komnir út í hreint öngstræti og þetta er dapurleg niðurstaða.“ Sigurður Sveinn Sigurðsson segist hafa getað staðið í skilum með skuldbindingar sínar hingað til en vonast til þess að á málum verði tekið svo hann og aðrir með geng- istryggð íbúðalán geti vel við unað. Hann telur að þolinmæði fólks sé á þrotum, fólkið í landinu taki skellinn en bankarnir fái meira í sinn hlut og lögbrjótar séu verðlaunaðir. kriStjana guðbrandSdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is af hverju að borga þegar það er ómögulegt? SigurðurSveinn Sigurðssonsegistekkitrúaþvíaðfólkvilji festasigífátæktargildrualltsittlíf. Mótmæli Sigurðurteluraðþeirsemtókugengistryggðlánséuaðstígaífátæktargildru. Ég trúi því að mörgum líði eins og mér núna, mér finnst ég settur í erfiða stöðu. Félag í eigu starfsmanna hefur tekið við rekstri Capacent á Íslandi en skil- ur eftir milljarðaskuld móðurfélags félagsins. IMG Holding, móðurfélagi Capacent, mistókst að semja um nið- urfellingu á erlendu láni við viðskipta- banka sinn. Árið 2007 var lán tekið til að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis. Var það í erlendri mynt og stóð í um 700 milljónum þegar það var tekið. Fram kemur á vefsíðu Capacent að félagið hafi verið skuldsett árið 2007 og við hrun fjármálakerfisins hafi skuldir félagsins tvöfaldast. Síðustu átján mánuði hafi félagið átt í viðræð- um við viðskipta- banka sinn um með hvaða hætti mætti tryggja að rekstur félags- ins stæði undir skuldbindingum til framtíðar. Þær viðræður skiluðu ekki árangri og varð niðurstaðan sú að starfsfólk Capacent hefur stofn- að nýtt félag og tekið yfir reksturinn. Forstjóri Capacent á Ísalndi, Ingvi Þór Elliðason, segir á síðu félagsins að verðmæti fyrirtækisins felist fyrst og fremst í þekkingu og reynslu starfs- fólksins. „Með yfirtöku starfsmanna á rekstrinum tryggjum við framtíð Capacent á Íslandi og þar með störf þeirra hundrað einstaklinga sem hér starfa.“ Hann segir tryggt að starfsemi Capacent á Íslandi verði með óbreytt- um hætti. Fram kemur í Fréttablaðinu að félag starfsmannanna muni taka yfir skuldbindingar félagsins fyrir utan umrætt risalán sem ekki tókst að semja um. Athygli vekur að félag sem flakkar á milli kennitalna og skilur eftir sig risaskuld sérhæfi sig í að ráðleggja öðrum fyrirtækjum. valgeir@dv.is StarfSMenn taka yfir rekStur: Kennitöluflakk Capacent ingvi Þór Pálmi svarar fyrir sig Pálmi Haraldsson, oftast kennd- ur við eignarhaldsfélagið Fons, hafnar því að viðskipti með fé- lagið Talden hafi verið bókhaldsleg andlitslyft- ing fyrir Fons. Hann gagn- rýnir frétta- flutning Ríkis- sjónvarpsins af málinu. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að allar helstu eignir Talden hafi verið keyptar af Fons á markaðsvirði. „Tilgangur kaupanna var að færa allar þessar eignir til íslensks lög- aðila,“ segir Pálmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.