Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Page 10
10 fréttir 17. september 2010 föstudagur FÁTÆKT VERÐUR AÐ VERULEIKA Sigurður Sveinn Sigurðsson segir nýfallinn dóm Hæstaréttar í gengis- lánamálinu svokallaða koma illa við sig og hljóta að koma illa við þorra þeirra sem hafa tekið gengistryggð lán og þá sérstaklega fasteignalán. Hann spyr hvort verið sé að verð- launa lánastofnanir fyrir að brjóta lög sem banna gengistryggingu. „Ég velti því fyrir mér hvort dóm- ararnir hafi í alvöru ígrundað það hvernig dæmið lítur út. Fólk sem hefur með naumindum staðið í skil- um með þessa stökkbreyttu höfuð- stóla er í verulega slæmum mál- um,“ segir Sigurður sem greiðir af gengistryggðum lánum og er meðal íbúðareigenda sem biðu niðurstöðu hæstaréttar. „Ég trúi því að mörg- um líði eins og mér núna, mér finnst ég settur í erfiða stöðu. Ég hef get- að staðið í skilum með mínar skuld- bindingar hingað til en vonaðist lengi til þess að ríkisstjórnin gerði eitthvað. Ríkisstjórnin gerði ekki neitt. Því næst batt ég nú vonir við það að dómstólar tækju á þessu á réttlætisgrundvelli svo fólk gæti vel við unað. Nú er niðurstaðan komin og hún virðist koma stjórnvöldum þægilega á óvart. Ég get ekki ímynd- að mér að þorri lántakenda geti staðið undir greiðslunum eða að þeir kæri sig um það. Af hverju ættu menn að gera það ef þeir sjá aðeins fram á líf í fátæktargildru meðan barist er við að borga af þessum lán- um?“ Varðar mannréttindi Sigurður segist ekki geta skilið dóm- inn öðruvísi en að greiðslubyrðin þyngist. „Ég get ekki skilið það öðru- vísi en að í stað þess að afborgarnir verði tvöfaldar þá verði þær þrefald- ar. Ég held að enginn hafi reiknað með því að borga þrefalda upphæð sem upphaflega var gert ráð fyrir í greiðsluáætlun bankans. Fólk hefur ekki tekjugrundvöll til þess. Neytendur eiga að taka skellinn og bankarnir fá meira í sinn hlut. Ég held að það hljóti að stangast á við neytendalög. Menn hljóta að reyna að fara lengra með þetta mál því ég hugsa að þetta varði mannréttindi.“ Samningalög og neytendalög ómerk Sigurður segir bersýnilegt að samn- ingalögin haldi ekki, vaxtalögin hafi verið tekin fram yfir þau og hann spyr hvað verði nú um neytendalög- gjöfina. „Er hún dæmd ómerk?“ Aðspurður um hvað sé fram und- an segist Sigurður hljóta að varpa þeirri spurningu til stjórnvalda á hvaða vegferð þau séu. „Hvar er jöfnuðurinn og norræna velferðin?“ spyr Sigurður. „Hvar er skjaldborgin og hvar eru öll þessi loforð sem hafa verið reifuð?“ Hann segist vonsvik- inn yfir stjórnvöldum sem og dóm- stólum. Í raun megi segja að hrunið sé nú orðið algjört. Nú sé fátæktar- gildran sem vofði yfir að verða að veruleika. Hann segist lítið gefa fyr- ir dóminn; hann sé takmarkaður og þótt talað sé um að ákveðinni óvissu hafi verið eytt þá trúi hann ekki að sú sé raunin. Ýmsum spurning- um hafi ekki verið svarað varðandi samningagerðina sjálfa og neyt- endalögin. Svimandi upphæðir Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, hefur sagst gera þær kröfur til bankanna að hratt verði unnið að úrlausn fyrir skuldara. Að sama skapi telur hann ekki skynsam- legt að framlengja frystingu nauð- ungaruppboða. Sigurður segir slík- ar yfirlýsingar koma illa við þá sem verst standa. „Fyrir þá verst settu þýðir þetta það eitt að hratt verður gengið á eftir greiðslum og þar verð- ur um svimandi upphæðir að ræða.“ Hann segist verða að halda að þessi mál skuldara hafi annaðhvort ekki verið skoðuð nógu vel eða hagsmun- um þeirra fórnað. „Ég lýsi efasemd- um um það að fasteignalánin verði látin lúta sömu lögmálum. Þetta eru eðlisólík mál og höggið er gríð- arþungt þegar um svona stór lán til lengri tíma er að ræða. Ég skil bara ekki hvaða erindi maður eins og Árni Páll Árnason ráðherra á í stjórnmál. Hvaða frasa ætla stjórnmálamenn að nota við næstu kosningar? Þeir eru komnir út í hreint öngstræti og þetta er dapurleg niðurstaða.“ Sigurður Sveinn Sigurðsson segist hafa getað staðið í skilum með skuldbindingar sínar hingað til en vonast til þess að á málum verði tekið svo hann og aðrir með geng- istryggð íbúðalán geti vel við unað. Hann telur að þolinmæði fólks sé á þrotum, fólkið í landinu taki skellinn en bankarnir fái meira í sinn hlut og lögbrjótar séu verðlaunaðir. kriStjana guðbrandSdóttir blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is af hverju að borga þegar það er ómögulegt? SigurðurSveinn Sigurðssonsegistekkitrúaþvíaðfólkvilji festasigífátæktargildrualltsittlíf. Mótmæli Sigurðurteluraðþeirsemtókugengistryggðlánséuaðstígaífátæktargildru. Ég trúi því að mörgum líði eins og mér núna, mér finnst ég settur í erfiða stöðu. Félag í eigu starfsmanna hefur tekið við rekstri Capacent á Íslandi en skil- ur eftir milljarðaskuld móðurfélags félagsins. IMG Holding, móðurfélagi Capacent, mistókst að semja um nið- urfellingu á erlendu láni við viðskipta- banka sinn. Árið 2007 var lán tekið til að fjárfesta í fyrirtækjum erlendis. Var það í erlendri mynt og stóð í um 700 milljónum þegar það var tekið. Fram kemur á vefsíðu Capacent að félagið hafi verið skuldsett árið 2007 og við hrun fjármálakerfisins hafi skuldir félagsins tvöfaldast. Síðustu átján mánuði hafi félagið átt í viðræð- um við viðskipta- banka sinn um með hvaða hætti mætti tryggja að rekstur félags- ins stæði undir skuldbindingum til framtíðar. Þær viðræður skiluðu ekki árangri og varð niðurstaðan sú að starfsfólk Capacent hefur stofn- að nýtt félag og tekið yfir reksturinn. Forstjóri Capacent á Ísalndi, Ingvi Þór Elliðason, segir á síðu félagsins að verðmæti fyrirtækisins felist fyrst og fremst í þekkingu og reynslu starfs- fólksins. „Með yfirtöku starfsmanna á rekstrinum tryggjum við framtíð Capacent á Íslandi og þar með störf þeirra hundrað einstaklinga sem hér starfa.“ Hann segir tryggt að starfsemi Capacent á Íslandi verði með óbreytt- um hætti. Fram kemur í Fréttablaðinu að félag starfsmannanna muni taka yfir skuldbindingar félagsins fyrir utan umrætt risalán sem ekki tókst að semja um. Athygli vekur að félag sem flakkar á milli kennitalna og skilur eftir sig risaskuld sérhæfi sig í að ráðleggja öðrum fyrirtækjum. valgeir@dv.is StarfSMenn taka yfir rekStur: Kennitöluflakk Capacent ingvi Þór Pálmi svarar fyrir sig Pálmi Haraldsson, oftast kennd- ur við eignarhaldsfélagið Fons, hafnar því að viðskipti með fé- lagið Talden hafi verið bókhaldsleg andlitslyft- ing fyrir Fons. Hann gagn- rýnir frétta- flutning Ríkis- sjónvarpsins af málinu. Hann segir í tilkynningu til fjölmiðla að allar helstu eignir Talden hafi verið keyptar af Fons á markaðsvirði. „Tilgangur kaupanna var að færa allar þessar eignir til íslensks lög- aðila,“ segir Pálmi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.