Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR 17. september 2010 FÖSTUDAGUR Engar nýjar upplýsingar hafa kom- ið fram enn sem breytt gætu þeirri niðurstöðu Björns L. Bergssonar, setts ríkissaksóknara, snemma í júní að ekki hafi verið tilefni til að hefja sakamálarannsókn á hendur þrem- ur fyrrverandi seðlabankastjórum og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlits- ins. Í skýrslu rannsóknarnefndarinn- ar var talið að þeir hefðu sýnt af sér vanrækslu í embættisstörfum sínum. Um er að ræða Davíð Oddsson, Ei- rík Guðnason og Ingimund Friðriks- son, fyrrverandi seðlabankastjóra, og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for- stjóra Fjármálaeftirlitsins. Engu að síður þykir nýleg synjun slitastjórnar Icebank á meira en 200 milljarða kröfu ríkisins og Seðlabank- ans í þrotabú bankans varpa nýju ljósi á mál umræddra seðlabankastjóra þar sem slitastjórnin hafnaði kröf- unni meðal annars á þeirri forsendu að Seðlabankinn hefði brotið lög. „Á þessum tímapunkti hafa eng- ar nýjar upplýsingar komið fram sem breyta fyrri niðurstöðu,“ segir Björn L. Bergsson í samtali við DV. Nýjar upplýsingar? Ekki er heldur talið líklegt að mögu- leg málshöfðun Alþingis á hendur þremur til fjórum ráðherrum breyti nokkru um niðurstöðu Björns L. Bergssonar ein og sér. Engu að síð- ur er á það bent að heppilegra hefði verið fyrir settan ríkissaksóknara að bíða niðurstöðu þingmannanefndar Atla Gíslasonar um málshöfðun gegn fyrrverandi ráðherrum áður en hann gaf út yfirlýsingu sína snemma sum- ars. Á það er að líta að miklar tafir urðu á að þingmannanefndin skilaði niðurstöðum sínum. Þess ber að geta að verkefni nefndarinnar var ekki að ráðast í formlega sakamálarannsókn varðandi möguleg brot á lögum um ráðherraábyrgð, heldur bregðast við upplýsingum sem fram höfðu komið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Meirihluti nefndarinnar komst að því – eins og alkunna er – að efni væru til að höfða mál gegn þremur til fjórum ráðherrum á grundvelli laga um ráðherraábyrgð. Fáeinum vikum áður en Björn L. Bergsson gaf út yfirlýsingu um að ekki væri efni til sérstakrar sakamálarannsóknar á hendur Davíð, Eiríki, Ingimundi og Jónasi sendi þingmannanefndin rík- issaksóknara formlega ábendingu um möguleg brot seðlabankastjór- anna og forstjóra FME á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar Alþing- is. Sú ábending var í raun ígildi kæru sem ríkissaksóknara bar að taka til athugunar. Það gerði settur ríkissak- sóknari og gaf út yfirlýsingu snemma í júní eins og áður segir. Möguleg brot embættismanna í Seðlabank- anum og hjá FME heyrðu ekki und- ir lög um ráðherraábyrgð og lands- dóm og því sendi nefndin ábendingu sína til Björns L. Bergssonar. Ástæð- ur þessa eru áréttaðar í greinargerð skýrslu þingmannanefndarinnar um afstöðu Ragnheiðar Ríkharðs- dóttur og Unnar Brár Konráðsdótt- ur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. „Niðurstaða setts sak- sóknara var að umfjöllunarefni og ályktanir rannsóknarnefndarinnar gæfu að svo stöddu ekki tilefni til að efna til sakamálarannsóknar á hend- ur seðlabankastjórunum eða for- stjóra Fjármálaeftirlitsins.“ Hafa ber í huga hið augljósa, að Davíð, Eiríkur, Ingimundur og Jónas Fr. yrðu aldrei dæmdir eftir lögum um ráðherraá- byrgð af landsdómi. „Bankarnir voru að deyja“ Ýmsir lögfræðingar, sem DV hef- ur rætt við, telja að eftir yfirlýsingar slitastjórnar Sparisjóðabankans, Ice- bank, snemma í þessum mánuði séu í raun fram komnar nýjar upplýsing- ar sem breytt geti stöðunni varðandi sakamálarannsókn á hendur fyrrver- andi bankastjórum Seðlabankans. Í tengslum við köfuhafafund snemma í mánuðinum hafnaði slitastjórn- in samtals um 225 milljarða króna kröfu ríkisins/Seðlabankans í þrota- bú bankans. Þetta var gert á þeirri for- sendu að stjórnendur Seðlabankans hefðu ekki upplýst yfirmenn Icebank um alvarlega stöðu viðskiptabank- anna. Lánveitingarnar hefðu ekki heldur verið í samræmi við gildandi lög og vinnureglur Seðlabankans. Þau hefðu verið málamyndagjörningur eða „simulated contract“ eins og það var kynnt kröfuhöfum. Röksemdir sínar byggði slita- stjórnin einkum á upplýsingum sem er að finna í skýrslu rannsóknar- HINIR ÓSNERTANLEGU Engar nýjar upplýsingar hafa verið lagðar fram sem haggað geta þeirri niðurstöðu Björns L. Bergssonar frá því snemma í júní að hefja ekki sakamálarannsókn að svo stöddu í málum þriggja fyrrverandi seðlabankastjóra og forstjóra FME. Engu að síður hefur slitastjórn Icebank borið Seðlabankann þungum sökum og hafnað 200 milljarða kröfu hans og ríkisins í þrota- bú bankans. Þá hefur þingmannanefnd Atla Gíslasonar gagnrýnt seðlabankastjór- ana jafnvel af meiri þunga en rannsóknar- nefnd Alþingis gerði í skýrslu sinni. Þessir einstak- lingar hafa ekk- ert fengið neina synda- aflausn. Settur ríkissaksóknari Björn L. Bergs- son segir engar upplýsingar enn hafa verið bornar fram sem breyti ákvörðun hans frá því snemma í júní um að ekki séu efni til sakamálarannsóknar á hendur Davíð, Eiríki, Ingimundi og Jónasi Fr. Ráðherrar ákærðir Þegar gruggið sest og Alþingi hefur rætt málin er líklegt að þingmenn eigi auðveldara með að taka afstöðu til málshöfðunar gegn þremur til fjórum ráðherrum. Atli Gíslason fylgir málshöfðun úr hlaði fyrir helgina. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.