Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.09.2010, Qupperneq 40
Baldur fæddist í Köldukinn á Ásum en ólst upp á Blönduósi og nágrenni. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarskólaprófi árið 1938. Baldur var bókari hjá G. Helga- syni og Melsteð hf. 1939–45 og var ritstjóri tímaritsins Frjálsrar versl- unar á árunum 1946–49. Baldur sinnti þularstarfi í ígrip- um hjá Ríkisútvarpinu árið 1946. Hann hóf þar síðan störf í kjölfar- ið sem fulltrúi á skrifstofu útvarps- ráðs 1947 og starfaði síðan við Ríkisútvarpið til 1981. Baldur var lengst af fulltrúi í dagskrárdeild og dagskrárgerðarmaður en hann sá lengi um barnatíma Ríkisút- varpsins, síðan um kvöldvökur og bókmenntaþætti. Hann varð síð- ar varadagskrárstjóri og dagskrár- stjóri Ríkisútvarpsins. Margir út- varpshlustendur sem komnir eru á miðjan aldur og þar yfir muna ef- laust eftir upplestrum Baldurs úr nýútgefnum bókum fyrir jól. Baldur var mikill áhugamað- ur um skáldskap, fjallaði mikið um ljóðagerð og tók saman ljóða- þætti. Þá sendi hann frá sér eftir- farandi ljóðabækur: Hrafninn flýg- ur um aftaninn, útg. 1977; Björt mey og hrein, útg. 1979, og Á lauf- blaði einnar lilju (til minningar um föður sinn Pálma Jónasson), útg. 2000. Auk þess þýddi hann og orti söngtexta, t.a.m. Alparós- ina í söngleiknum Söngvaseið. Þá þýddi hann m.a. Æskuminning- ar Alberts Schweitzers, læknis og trúboða, árið 1965 og var fyrsti rit- stjóri Ásgarðs, blaðs BSRB. Baldur sat í stjórn Verslunar- mannafélags Reykjavíkur í sjö ár, lengst af sem ritari og varaformað- ur. Hann söng í kór Hallgríms- kirkju frá öndverðu eða á árunum 1941–87, söng allmörg ár í Tón- listarfélagskórnum og sat í stjórn beggja kóranna. Einnig var hann formaður Kirkjukórasambands Reykjavíkurprófastsdæmis í nokk- ur ár. Hann var gjaldkeri Skáksam- bands Íslands 1958–66, formaður Starfsmannafélags Ríkisútvarps- ins í fimm ár og var kjörinn heið- ursfélagi þess 1986. Hann sinnti auk þess ýmsum nefndarstörfum í Húnvetningafélaginu í Reykjavík, sat þar í ritnefnd og skáknefnd. Baldur var búsettur á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni í Reykjavík frá 2008. Fjölskylda Baldur kvæntist 4.11. 1950 Guð- nýju Sesselju Óskarsdóttur, f. 15.12. 1925, d. 20.5. 1990. Foreldr- ar hennar voru Óskar Árnason rak- arameistari og kona hans Guðný Guðjónsdóttir. Sambýliskona Baldurs var síðan Guðrún A. Jónsdóttir, f. 9.7. 1916, d. 15.6. 2008. Baldur var barnlaus og jafn- framt eina barn foreldra sinna. Foreldrar Baldurs voru Pálmi Jónsson, f. 15.5. 1898, d. 4.10. 1955, bóndi á Álfgeirsvöllum í Skaga- firði, og Margrét Kristófersdóttir, f. 12.3. 1884, d. 19.3. 1950, sauma- kona á Blönduósi og í Reykjavík. Ætt Pálmi Jónsson var af ætt Hrólf- unga. Margrét var dóttir Kristófers, b. í Köldukinn og Ásum Jónsson- ar, b. á Hnjúkum Hannessonar, b. í Skyttudal og á Tindum Hannes- sonar. Móðir Jóns Hannessonar var Björg Jónsdóttir. Móðir Kristóf- ers var Margrét Sveinsdóttir. Móðir Margrétar Kristófers- dóttur var Anna Árnadóttir, b. í Mörk Jónssonar. Útför Baldurs fer fram frá Hall- grímskirkju föstudaginn 17. sept- ember og hefst athöfnin kl. 15.00. Unnur fæddist í Keflavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún gekk í barna- og unglingaskóla í Keflavík og stundaði síðan nám við Húsmæðra- skólann Ósk á Ísafirði. Unnur starfaði hjá Kaupfélagi Suð- urnesja á sínum yngri árum og var þar deildarstjóri áður en uppeldis- og heimilisstörfin tóku við og störf við fjölskyldufyrirtækið. Unnur og eiginmaður hennar stofnuðu, ásamt öðrum, Ofnasmiðju Suðurnesja. Þau hjónin eignuðust síðar fyrirtækið og starfræktu það í þrjátíu og þjrú ár. Þá reisti fjölskyldan fyrsta hótel bæjarins, Hótel Keflavík, árið 1986. Þar sinnti Unnur ýmsum störfum fyrstu árin. Unnur var leiðbeinandi í Biblíu- bréfaskóla Aðventista og sinnti ýms- um hjálpar- og líknarstörfum. Fjölskylda Unnur Ingunn giftist 7.10. 1961 Jóni William Magnússyni, f. 16.12. 1940, framkvæmdastjóra. Hann er sonur Magnúsar Jónssonar, f. á Kálfsá í Ól- afsfirði 18.4. 1893, d. 4.6. 1973, sjó- manns á Ólafsfirði, og Guðlaugar Helgu Jóhannesdóttur, f. á Grund í Ól- afsfirði 22.8. 1894, d. 29.7. 1970, hús- móður. Börn Unnar og Jóns Williams eru Magnús Jónsson, f. 2.2. 1962, sjómað- ur en eiginkona hans er Ella Björk Björnsdóttir, f. 25.3. 1967, húsmóðir og eru börn þeirra Sigrún Ella, f. 17.5. 1992, Jón Þór, f. 10.3. 1994, og Anna Marý, f. 22.2. 1997; Steinþór Jónsson, f. 22.10. 1963, hótelstjóri í Keflavík, en eiginkona hans er Hildur Sigurð- ardóttir, f. 11.5. 1966, leikskólakenn- ari og eru dætur þeirra Lilja Karen, f. 29.9. 1987, en unnusti hennar er Viggó Helgi Viggósson, f. 11.10. 1987, Katrín Helga, f. 21.9. 1989, en unn- usti hennar er Aron Örn Grétarsson, f. 21.6. 1988, Unnur María, f. 6.11. 1995, og Guðríður Emma, f. 30.6. 1997; Guðlaug Helga Jónsdóttir, f. 31.10. 1966, kennari, gift Guttormi Gutt- ormssyni, f. 14.7. 1966, tæknifræðingi, en synir Guðríðar Emmu eru Samúel Albert William, f. 24.11. 1987 en unn- usta hans er Þórunn Kristjánsdóttir, f. 17.11. 1992, Jakob Elvar William, f. 25.8. 1989, en unnusta hans er Áslaug Erla Hansdóttir, f. 1.5. 1993, Sigurð- ur Haukur William, f. 30.12. 1990, en unnusta hans er Tinna Snorradóttir, f. 6.10. 1992, auk þess sem börn Gutt- orms eru Örvar, f. 23.3. 1987, Ásdís, f. 27.12. 1997, og Ólöf Rún, f. 28.5. 1997; Davíð Jónsson, f. 16.8. 1976, aðstoðar- hótelstjóri, kvæntur Evu Dögg Sigurð- ardóttur, f. 10.12. 1976, en börn þeirra eru Lovísa Björk, f. 10.12. 2004, Snorri Rafn William, f. 16.12. 2007, og ný- fæddur sonur, f. 2.9. 2010. Systir Unnar er Lára Steinþórs- dóttir, f. 12.11. 1939, húsmóðir, en eiginmaður hennar er Bragi Magn- ússon, f. 6.8. 1936, járnsmíðameist- ari og eru börn þeirra Sigríður Bragadóttir, f. 20.1. 1958, Bryndís Bragadóttir, f. 9.9. 1959, hárgreiðslu- meistari, og Steinþór Bragason, f. 3.7. 1969, tæknifræðingur. Foreldrar Unnar voru Steinþór Sighvatsson, f. á Gunnlaugsstöðum á Héraði, 15.1. 1906, d. 25.11. 1991, innheimtumaður hjá Keflavíkurbæ, og Sigríður Stefánsdóttir, f. í Hafn- arfirði 10.10. 1914, d. 7.1. 1998, hús- móðir. Útför Unnar Ingunnar fór fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 16.9. minning minning Baldur Pálmason fyrrv. dagskrárstjóri ríkisútvarpsins Unnur Ingunn Steinþórsdóttir húsmóðir Fæddur 17.12. 1919 – dáinn 11.9. 2010 Fædd 13.2. 1942 – dáin 6.9. 2010 40 minning 17. september 2010 föstudagur merkir íslendingar Jón Halldórsson húsgagnasmíðameistari í reykjavík f. 15.9. 1871, d. 4.1. 1943 Jón Halldórsson fæddist að Vöðl- um í Önundarfirði og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Halldór Bern- harðsson, bóndi að Vöðlum, og k.h., Elín Jónsdóttir húsfreyja. Jón fór utan til iðnnáms og stundaði trésmíðanám í Noregi 1895–96 og síðan í Kaupmanna- höfn 1896–97, lauk sveinsprófi í trésmíði 1897 og stundaði teikni- nám í Kaupmannahöfn og Berlín á árunum 1899–1900. Hann stundaði síðan smíðar í Reykjavík um langt árabil, vann m.a. við Laugarnes- spítalann og Landsbanka Íslands og var stundakennari við Iðnskól- ann í Reykjavík á árunum 1905–19 og 1921–37. Jón rak húsgagnaverkstæðið Jón Halldórsson og Co, ásamt fleirum, en það var fremsta fyrirtæki lands- ins á sínu sviði og smíðaði feikilega vönduð húsgögn og innréttingar fyrir Safnahúsið, Landsbókasafnið, Þjóðskjalasafnið, Eimskipafélagið og Landsbankann. Jón tók umtalsverðan þátt í störfum Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík. Hann átti mikinn hlut að íslenskum iðnsýningum sem voru haldnar árið 1911, 1924 og 1932, var einn stofnenda SPRON og var þar varaformaður. Hann var for- maður Húsgagnameistarafélags- ins og var upphafsmaður þess að Iðnaðarmannafélagið gaf landinu styttu af Ingólfi Arnarsyni sem reist var á Arnarhólnum árið 1924 en þar hefur kappinn staðið vörð síðan. Jón var ókvæntur og barnlaus og bjó á lofti hússins sem hann byggði yfir húsgagnaverkstæði sitt, Skóla- vörðustíg 6B, sem síðar hefur lengst af gengið undir heitinu Breiðfirð- ingabúð. Jóhann Hafstein forsætisráðherra og formaður sjálfstæðis- flokksins f. 19.9. 1915, d. 15.5. 1980 Jóhann Hafstein forsætisráðherra fæddist á Akureyri. Hann var son- ur Júlíusar Havsteen, sýslumanns á Húsavík, og k.h. Þórunnar Jónsdótt- ur húsfreyju. Þórunn var dóttir Jóns, fræðslustjóra í Reykjavík Þórarins- sonar, af Presta-Högnaætt, og Lauru Havsteen, systur Hannesar Haf- stein, skálds og ráðherra, af Briem- ætt, Gunnars Thoroddsen og Davíðs Oddssonar. Sonur Jóhanns er Pétur Haf- stein, fyrrv. forsetaframbjóðandi og hæstaréttardómari. Jóhann lauk stúdentsprófi frá MA 1934, lögfræðiprófi frá HÍ 1938 og stundaði framhaldsnám í þjóðarétti við Lundarháskóla og í Danmörku og Þýskalandi. Jóhann var bankastjóri Útvegs- bankans 1952–63, alþm. Reykvík- inga 1946–78 og lengst af dóms- , kirkju- og iðnaðarráðherra í Viðreisnarstjórninni frá 1963. Hlutverk Jóhanns í íslenskri stjórnmálasögu var um margt vandasamt og erfitt. Hann bar hita og þunga af hinum miklu virkjun- arframkvæmdum sem hófust með Búrfellsvirkjun og af raforkusamn- ingum vegna álvers í Straumsvík. Fyrir vikið fékk hann á sig óvæga gagnrýni enda var um að ræða ákvarðanir sem hafa orðið stefnu- mótandi. Hann varð formaður Sjálf- stæðisflokksins og forsætisráðherra við sviplegt fráfall Bjarna Bene- diktssonar 1970 og glímdi í kjöl- farið við alvarlega sundrung í for- ystuliði Sjálfstæðisflokksins. Engu að síður naut Jóhann mikils trausts þeirra sem til hans þekktu fyrir sam- viskusemi, heilindi og ljúfmennsku. Hann var farinn að heilsu er hann lést árið 1980.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.