Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Side 8

Frjáls verslun - 01.11.2014, Side 8
8 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 Það þarf hugrekki og hugsjón til að leggja fram á fjórða milljarð króna af eigin fé í langtímaverkefni norðurundir heimskautsbaug þar sem ávöxt­ unin verður að mestu næstu kynslóðar. Útnefning Róberts Útnefning Róberts Guðfinnssonar athafna­manns sem manns ársins í atvinnu lífi nu er af svolítið öðrum toga en fyrri útnefningar. Fjár ­ festingar hans á Siglu firði hafa á sér yfirbragð stefnu sem nefnd er sameiginleg verðmæti (share value) og kennd við fjárfest ingar stefnu sem sett var fram við Harvard­háskóla fyrir nokkrum árum. Fjárfestingum hans fyrir norðan, út við ysta sæ, er alls ekki lokið þótt þær nemi þegar á fjórða milljarð króna. Þær eru að langmestu leyti fyrir eigið fé hans sem hann hefur flutt til landsins og er afrakstur af erlendri starfsemi hans í sjávarútvegi og fiskeldi; aðallega í Mexíkó. Það er heldur ekki búið að telja upp úr kössunum á Siglufirði, eins og það er stundum orðað um afrakst ­ ur fjárfestinga. Hann er hins vegar afar vel að viður ­ kenningunni kominn. Mótuð hugsun hans um siglfirska samfélagið er til fyrirmyndar, frumkvæði hans og fram tak einstakt, og djörfung í langtímafjárfestingu þar sem ávöxtunin skilar sér hugsanlega ekki fyrr en til næstu kynslóða. Hann lítur ekki á þetta sem einhverja góðgerðarstarfsemi heldur að ávöxtunin sé ásættanleg; allra síst er þetta fjárfesting til skamms tíma með kröfu um ofurávöxtun. Róbert trúir á Siglufjörð með fjölbreyttu atvinnulífi; sjávarútvegi, söfnum, blómlegri ferðaþjónustu, líf tækni og margvíslegri dægra dvöl heimamanna sem og gesta. Hann vill meiri breidd í samfélagið hvað varðar atvinnulíf, þekkingu og menningu. Hann segir mikilvægt að störfum, sem krefjast framhalds menntunar, fjölgi. Þegar þessi sam ­ eiginlegu verð mæti vinni saman séu þau segull og laði til sín fleira fólk og nýja fjárfesta. Hugmynd hans um að leggja fé í bæði eigin atvinnurekstur og samfélagið á Siglu firði blundaði í honum, en hann hófst ekki handa og útfærði fjárfestingarstefnu sína fyrr en gerð Héðins fjarðarganga lá fyrir og einkaframtakið hafði byggt tvö glæsileg söfn; síldarminjasafn og þjóð laga ­ safn. Þetta var áður en hagfræðingar við Harvard mótuðu kenningar sínar um sameiginleg verðmæti og samfélagslega ábyrgð sem notið hafa vinsælda. Róbert hefur sjálfur ekki tengt stefnu sína við fræðilegar kenn ­ ingar; hann er athafnamaður sem setur sig vel inn í þau verkefni sem hann fæst við og lætur síðan verkin tala. Útnefning Róberts er hér sett í dálítið fræðilegan búning, en hann er nauðsynlegur. Þegar dómnefndin ræddi á fundum sínum um að velja hann sem mann ársins urðu eðlilega akademískar pælingar um for­ sendurnar þar sem afrakstur fjárfestinga hans á Siglu firði liggur ekki fyrir – þótt augljóslega hafi Róbert talið upp úr kössunum í erlendri starfsemi sinni. Sameiginleg verðmæti; allra hagur, samfélags og fyrirtækis, ganga út á fyrirfram markaða fjárfest ingar­ stefnu einkafyrirtækis sem heldur samkeppnis hæfni sinni til fulls en horfir líka til samfélagsins. Þetta er meira en að samfélagið og fyrirtækið eigi samleið; þau eru hvort öðru háð í styrkleika. Þetta er ekki sú stefna í stjórnun sem nefnd er samfélagsleg ábyrgð og er á jaðrinum heldur eru sameiginleg verðmæti sjálf miðjan; rauði þráðurinn í fjárfestingunni. Líftæknin er stóra trompið í fjárfestingum Róberts. Hann hugsar sem svo að auðveldara verði að fá þekk­ ingu og hámenntað fólk til Siglufjarðar ef sam félagið hefur ákveðna breidd og býr við meira en sjávar­ útveg. Þess vegna hefur hann umbylt umhverfinu í kring um smábátabryggjuna á Siglufirði, gert upp gamla hjalla þar sem núna eru tvö falleg og fín veit ­ inga hús, byggt glæsilegt hótel á uppfyllingu við smá bátahöfnina, auk þess sem hann setur stórfé í skíðasvæði og nýjan krefjandi golfvöll. Utan um þau verkefni hefur hann stofnað sérstakt fyrirtæki með bæjarfélaginu. Líftæknifyrirtæki hans heitir Genís. Meðeigandi og viðskiptafélagi Róberts í því fé er Vilhelm Már Guðmundsson. Genís reisir núna nýja lyfjaþróunarverksmiðu til að fullvinna bólgueyðandi efni sem unnin verða úr inn fluttri rækjuskel. Frumvinnslan verður í fyrr verandi verksmiðju SR­ mjöls sem hann keypti af Síldar vinnsl unni. Líftæknin verður ábatasamt stór verk efni – ef áform ganga eftir – og styrkir bæjar fé lagið, sem aftur með fjölbreytni sinni og menningar legri um gjörð styður við líftæknina. Það verkefni hefur hann undirbúið vel og haft þrjá doktora í líffræði í vinnu undanfarin tíu ár við rannsóknir sem eru vel á veg komnar og í alþjóðlegri samvinnu. Nýlega bættist fjórði doktorinn við. Róbert er langt í frá eini fjárfestirinn sem leggur fé í atvinnulíf úti á landsbyggðinni. Samherji er eitt stærsta og blómlegasta sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og með höfuðstöðvar á Akureyri. Enginn efast um gildi þess fyrir akureyrskt samfélag, breidd þess og fjölbreytni, hvernig eigendur Samherja hafa staðið að málum. Nefna mætti sömuleiðis fjárfestingar annarra sjávarútvegsfyrirtækja hringinn í kringum landið og hvernig þær hafa laðað til sín einstaklinga og fyrirtæki í allt öðrum atvinnugreinum. Fjárfestingastefna Róberts á Siglufirði er engu að síður annars konar, að minnsta kosti með annan blæ; hann fjárfestir á sama tíma í sam ­ félagi og fyrirtækjum sem einni heild svo þau hafi stuðning hvort af öðru. Það þarf hugrekki og hugsjón til að leggja fram á fjórða milljarð króna af eigin fé í langtímaverkefni, sameiginleg verðmæti, norðurundir heimskautsbaug þar sem ávöxtunin verður að mestu næstu kynslóðar. Það gerir hins vegar þessi óvenjulegi athafnamaður – maður ársins í atvinnulífinu að mati Frjálsrar verslunar. Jón G. Hauksson leiðari Við bjóðum fyrirtækjum sérþekkingu Vinnan okkar snýst um að vinnan þín gangi vel. Við leggjum okkur fram um að kynna okkur starfssvið þitt, og þó svo að við þekkjum helstu viðfangsefnin kannski ekki eins vel og þú, þá vitum við vel hvað starfið gengur út á. Starfsfólk Íslandsbanka býr yfir áratuga reynslu af þjónustu við íslensk fyrirtæki, þekkir fjölbreyttan atvinnurekstur af eigin raun og býður fram þekkingu sína og áhuga til að efla þinn rekstur. Þekking sprettur af áhuga. Rósa Guðmundsdóttir hefur í tólf ár veitt stærri fyrirtækjum fjármálaþjónustu með sérstakri áherslu á verkefni á fasteignamarkaði. Rósa er viðskiptastjóri fasteignateymis Íslandsbanka. Þjónusta við fyrirtæki E N N E M M / S ÍA / N M 6 2 6 5 2 islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.