Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 20
20 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
„Ég fór til Frakklands eftir menntaskóla
því mig hafði alltaf langað til að læra
frönsku. Eftir námið fékk ég starf sem fjár
mála stjóri franska sendiráðsins á Íslandi.
Það var góður tími og þar lærði ég heilmikið
um alþjóðasamskipti og fleira. Eftir að
ég hætti þar stofnuðum ég og fyrr verandi
samstarfskonur mínar árið 2005 líkams
ræktar stöðina Heilsu aka demíuna í Egilshöll.
Þetta var líkams ræktar stöð sem gekk út
á námskeið og kom um við með ýmsar
nýjungar inn á mark aðinn, eins og námskeið
í Polefitness, herþjálf un og nám skeið fyrir
unglinga með þyngdar stjórn unar vandamál
svo dæmi séu tekin.“
Stofnuðu fasteignafélag í
hruninu
Árið 2010 kynntust Valdís og samstarfskona
hennar bandarískum fjárfesti og þá fóru
hjólin að snúast í aðra átt en verið hafði
fram að þeim tíma. „Þetta var í raun algjör
tilviljun að við kynntumst honum en fljót
lega varð ljóst að grundvöllur var fyrir
samstarfi sem átti eftir að verða farsælt.
Við stofnuðum í kjölfarið fasteignafélagið
Þórsgarð sem hafði það að markmiði að
vera langtímaleigufélag fyrir einstaklinga
þannig að leigjendur gætu fundið til öryggis
á markaði. Þarna tókum við í raun danska
módelið og heimfærðum það upp á Ísland
þar sem langtímaleigusamningar voru gerðir
við fólk til 1020 ára í senn,“ segir Valdís.
„Við keyptum 25 íbúðir og á innan við
mánuði voru tugir manns komnir á bið
lista. Þetta gekk því framar vonum en
vegna örðugleika í viðræðum við aðila
inn an fjármálakerfisins sveigðum við fljót
lega af þessari leið og fórum út í að kaupa
og reka atvinnuhúsnæði. Við keypt um
Sæ túns 10reitinn í samvinnu við fasteigna
þró unarfélagið Stólpa. Þórsgarður keypti
síðan Kaaberhúsið sem við gerðum upp en
ákváðum að halda upprunalegri mynd hús s
ins eins og kostur var.
Gamla Heimilistækjahúsið var tekið í gegn
frá AÖ og hýsir nú Advania. Árið 2012
var húsið selt til sjóðstýringafyrirtækisins
Stefnis. Það sama ár keyptum við Kirkju
hvol í miðbænum sem við breyttum í hótel
og opnuðum einnig Bergsson mat hús í
sam vinnu við Þóri Bergsson matreiðslu
meistara.“
Mikil tækifæri og margar
áskoranir
Af persónulegum ástæðum seldi Valdís hlut
sinn í Þórsgarði á þessu ári og þá hófst leit
að nýjum og spennandi tækifærum.
„Það er gott að halda áfram og maður
verð ur að passa sig á að verða ekki of til
finn ingalega tengdur verkefnunum. Þetta
var frábær tími hjá Þórsgarði og góð
reynsla sem ég fékk þar. Það var mjög
áhuga vert að fá að kynnast þessum heimi,
stofna og reka fasteignafélag og það fljót
lega upp úr hruninu. Það voru gríðarleg
tæki færi á þessum tíma en einnig miklar
áskoranir. Helsta hindrunin var að öðlast
trúverðugleika og að sanna sig.
Við vorum ungar konur að kaupa með
frægari húsum landsins eins og Kaaberhúsið
og Kirkjuhvol og fjölda íbúða í Garðabæ,
Kópavogi og Hafnarfirði og þurftum
virkilega að sanna okkur. Það var oft
skemmti legur svipur á bankamönnunum
þegar við ungu konurnar komum inn og
vorum í viðræðum um háar fjárhæðir en
við höfðum bara lúmskt gaman af því.
Eftir ákveðinn tíma hurfu efasemdirnar því
við létum verkin tala og nutum fyrir vikið
virðingar. Helsta verkefnið var að finna
þörfina á markaðnum og búa til hugmynd
sem virkaði og það heppnaðist mjög vel.
Fyrst íslenskra fyrirtækja á
Techstars
En víkjum þá aftur að reKode sem þær stöll
ur Rakel og Valdís vinna hörðum höndum
að að festa í sessi á alþjóðlegum markaði.
Fyrirtækið var nýlega valið eitt af tólf inn á
Techstars.
„Af 500 sprotafyrirtækjum voru tólf valin
til að taka þátt í þriggja mánaða viðskipta
hraðli á vegum Kaplan og Techstars í New
York,“ segir Valdís. „Hvert fyrirtæki fékk
um 20 milljónir við það að komast inn í
hraðalinn og í lok október var haldin stór
Á þeim tíma hefur félagið tekið
á móti um 3.500 börnum og 350
kennurum á forritunarnámskeið
og það víðsvegar um landið. Þetta
er fyrst og fremst ný nálgun á
menntakerfið og þróun í tækni
kennslu.
Grunnþekking í forritun mun
verða lágmarkskrafa í fjölda
starfa í framtíðinni og vilj um
við með vörum okkar og þjón
ustu auka tæknilæsi og tækni
skilning komandi kynslóða.
Við hjá reKode ætlum að vaxa
hratt og fara í fyrsta þrepinu í
samstarf við háskóla erlendis,
síðan í almenningsskólana áður
en við byggjum tæknisetur á
hverju svæði fyrir sig.
Árdís Ármannsdóttir, Valdís Fjölnisdóttir, Rakel Sölvadóttir, Anna Sigríður Pétursdóttir
og Erla Ósk Ásgeirsdóttir lukkulegar eftir fjárfestakynninguna í New York.
tæknifyrirtæki
– Bólgueyðandi og verkjastillandi
Íbúfen®
400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
A
ct
av
is
4
1
0
1
1
3
Göngum frá
verknum
Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir okki lya sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum
verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma,
nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun
bólgueyðandi verkjalya, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem
þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar
blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli
með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð,
kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota
lyð. Íbúprófen getur valdið nýrnavandamálum hjá börnum og unglingum sem skortir vökva. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í
samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyð. Íbúprófen berst
í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yrleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf.
Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruanir, truanir í meltingarfærum s.s.
niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlí, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í
digurgirni (rof eða stlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, sya, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni.
Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg.
Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti
eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Fullorðnir skulu ekki taka Íbúfen í meira en 7 daga og unglingar ekki meira en 3 daga án samráðs við lækni. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn
12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. September 2014.