Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 24

Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 24
24 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 græjur ÁramóTagræjur PÁls sTeFÁnssonar Ljósmyndabransinn: Sjáðu betur TIPA-verðlaunin eru þau stærstu í ljósmynda græjunum. Nýlega var Nikon D4 S valin besta stafræna SLR-pró- vélin og Sony A7R besta „Compact System“-vélin, enda lítil og nett og með frábærri 36,5 megadíla FF-sellu. Besta linsuserían kom frá Carli Zeiss og heitir ZEISS Touit. Besta einstaka linsan er frá Canon og heitir því stutta og snaggaralega nafni Canon EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4x. Verðið er „aðeins“ um 1,7 milljónir króna stykkið. Hún er sögð óborganleg fyrir náttúru- og íþróttaljósmyndara. Ferfalt húrra fyrir FKA twigs og fyrstu plötu hennar LP1. Hljómplata ársins:: Heyrðu maður Það er ekki nokkur leið að fylgjast með allri þeirri tónlist sem út er gefin. Hvað er gott? Hvað er betra? Hvað verður klassískt? Anydecentmusic.com er síða sem safnar sam an plötudómum alls staðar frá. Þegar fimm dómar liggja fyrir fer við komandi diskur inn á heimasíðuna og er þar í sex vikur. Nú liggur listinn vegna ársins 2014 fyrir. Þrjár efstu plöturnar eru í nokkrum sérflokki. St Vincent fær 775 stig í þriðja sæti fyrir samnefnda plötu. Í öðru sæti, með 799 stig, er The War On Drugs fyrir Lost In The Dream. Í fyrsta sæti er plata ársins, LP1. Hún er frum- raun 26 ára sveitastelpu frá Gloucestershire á Englandi sem kallar sig FKA twigs (FKA stendur fyrir Formerly Known As). Platan fékk 809 stig og er að mínu mati ekki aðeins besta hljómplata ársins heldur er ár og dagur síðan jafnferskur andblær hefur komið inn á tónlistarsviðið. Ferfalt húrra segi ég fyrir FKA twigs. Útivist: Þessu hjóli vil ég ekki skila Tímaritið Outside, biblía útivistarfólks, hefur valið bestu útivistar­ græjurnar fyrir komandi ár. Reiðhjólið sem var valið heitir Norco Sight Carbon 7.1 og kostar um sjö hundr uð þúsund krónur vestur í Bandaríkjunum. Umsögn usm hjólið er á einn veg; þessu hjóli vil ég ekki skila. Hjólið væri líklega frábært til að skreppa svona eins og 500 kílómetra dagsferð; hringinn í kringum Vestfirði. Canon EF 200-400mm f/4L IS USM Extender 1.4x. Sony A7R. Halló Hafnarfjörður Núna virðist enginn snjallsími bera af. Það er lítill sem enginn munur á getu þeirra bestu. Líklega er Samsung Galaxy Note 4 með flesta plúsana samtals. HTC One M8 er líklega best smíðaði síminn. Eða er það Sony Xperia Z3, fallegur gripur og vatnsheldur? Ef maður sækist eftir góðri myndavél í símanum þá er það Nokia Lumia 1020. Sé áherslan á besta skjáinn er það LG G. Flest öppin (smáforritin) eru í Apple iPhone 6. Leiti maður að stórum skjá og mestu rafhlöðuendingunni er það Nokia Lumia 1520. Vilji maður mikið fyrir peninginn er það Motorola Moto X, en líklegast er iPhone 6+ sá dýrasti miðað við getu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.