Frjáls verslun - 01.11.2014, Síða 25
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 25
páls stefánssonar
Dagger Katana er kajak ársins,
hannaður fyrir 3. stigs flúðir,
frábær fyrir Hvítá.
Crumpler Vis-
á-Vis Trunk er
ferðataska
ársins, hörð
eins og grjót,
fjórhjóla og
kostar um 60
þúsund krónur.
Fullkominn
ferðafélagi í flugi
til Þórshafnanna
beggja.
Patagonia Rover, fisléttir
gönguskór, eru skór árs-
ins, fallegir og frábærir
upp og niður Skælinga í
Skaftártunguafrétti.
Marmot Artemis er útivistarjakki
ársins og er úr nýju efni sem
andar betur en aðrir jakkar – og
þolir samt lóðrétta rigningu í
Fögrufjöllum.
Svefnpokinn sem varð fyrir val-
inu heitir Sierra Designs Mobile
Mummy 800, hannaður eins og
jakki utan um múmíu, þéttur og
hlýr, örugglega frábær í
fjallaferð um Kaldaklof.Á leið út á land
Tímaritið Motor Trend verðlaunar á hverju ári SUV of The Year, þ.e.
jeppa/jeppling ársins. Nú er búið að krýna þann sem fær
2015-verðlaunin, en það eru bílar sem komu nýir á markað 2014.
Alls fimmtán komu til greina. Sigurvegarinn var Honda
CR-V sem þótti snjall, eyðslugrannur og
mikið bættur frá fyrirrennaranum.
Aðrir í úrslitum voru: BMW X4,
BMW X5, Cadillac Escalade,
Chevrolet Suburban, Chevro-
let Tahoe, Ford Expedition,
GMC Yukon, GMC Yukon
XL, Honda CR-V, Lexus NX,
Lincoln MKC, Mercedes-
Benz GLA, Nissan Rogue,
Porsche Macan, Subaru
Outback og Volvo XC60.
Og sigurvegarinn: fjórða
kynslóðin af Honda CR-V.
Af þessum bílum verður
líklega ekki nema helmingur
seldur hér vegna ofurtolla
sem stjórnvöld settu árið
2009 á bifreiðir með stóra vél.
Fjórða kynslóðin
af Honda CR-V.
Þrjú tonn af sandi
Þegar lagið þrjú tonn af sandi kom út fyrir þrjátíu árum var
eini möguleikinn að setja plötuna á fóninn. Fyrir aldar-
fjórðungi kom síðan geisladiskurinn, sem drap LP-plötuna.
Núna er salan á geisladiskum að hrynja. Fólk kaupir lögin
stafrænt í mp3 eða kaupir áskrift að Spotify eða svipuðum
veitum – og hefur þar með aðgang að 40 milljónum laga,
sem spiluð eru í gegnum tölvuna eða snjallsímann.
En allt í einu er komið nýtt æði; að spila vínylplötur. Salan
á þessu ári verður sú mesta í þrjátíu ár. Líklegast fer vínyl-
platan fram úr geisladiskinum í sölu fljótlega. Útgefendur
hafa heldur betur tekið við sér og endurútgefa efni í þessu
formi.
Tímaritið WHAT HI-FI tilnefnir bestu græju ársins í hljóm-
flutningstækjum. Verðlaunin eru talin Óskarinn í bransan-
um. Í ár var plötuspilari ársins valinn Rega RP3/Elys2.
Hvernig væri að verða sér úti um vínyl og plötuspilara og
hlusta á Þrjú tonn af sandi; Andrés fær nóg.