Frjáls verslun - 01.11.2014, Side 42
42 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
Hlutabréf á Wall Street héldu áfram hækkun sinni í nóvember og byrjun desember
eftir skammvinna en snarpa
dýfu í október. Hækkun S&P 500
frá áramótum til annarrar viku í
desember var 13% en hækkun
Nasdaqvísitölu tæknifyrirtækja
var 20%. Líklegustu sigurvegar
ar ársins 2014 á Wall Street
eru hlutabréf líftæknifyrirtækja
á Nasdaq, þegar með 36% í
annarri viku desember, fyrirtæki
í heilsugeiranum með 28% en
flutningafyrirtæki (Dow Jones
Transports) fylgja fast á eftir
með 25% – þar sem hrun á
olíuverði kemur sér vel. Ólíklegt
er að til teljandi lækkunar komi á
síðustu vikum ársins, tíma sjálfs
jólasvein arallsins sem er nærri
árviss viðburður á Wall Street.“
Sigurður B. Stefánsson segir
að önnur lönd í fremstu línu
hlutabréfa árið 2014 séu tvö
BRICríkjanna, Indland með 35%
og Kína með yfir 40%, til annarr
ar viku desember – og þar af
9,5% í fyrstu viku þess mánaðar.
„Ástæðan fyrir afburðaárangri í
Kína frá júlí 2014 er tvíþætt. Um
mitt þetta ár hafði verð á hluta
bréfum í Shanghai lækkað nær
samfellt í fimm ár frá ágúst 2009,
alls um 70%. Virðast bolar loks
orðnir björnum yfirsterkari í Kína.
Síðari ástæðan er samkomulag
milli kauphallanna í Shanghai og
Hong Kong um nánara samstarf
sem tók gildi 17. nóvember sl.;
ShanghaiHong Kong Stock
Connect. Hækkun í Shanghai frá
júlí sl. nálgast 50%.“
Sigurður segir að ör hækkun
á gengi Bandaríkjadollara sé
einn af meginviðburðum 2014 á
fjármálamarkaði. „Í annarri viku
desember var meðalgengi doll
ara gagnvart viðskiptamyntum
12% hærra en þegar það varð
lægst í maí sl. Evra lækkaði á
móti dollara úr 1,38 í maí í 1,21 í
byrjun desember eða um 12,3%.
Svo mikil hækkun dollara á hálfu
ári skekur efnahagslíf þjóða og
allan gjaldeyris, hrávöru og
hluta bréfamarkað. Hrávörur
skráðar í dollurum lækkuðu um
25% á síðari hluta ársins, olía í
Banda ríkjunum um 36% og gengi
jensins um 17%. Má geta nærri
hvílíkan byr lækkun á gengi evru
og jens færir í segl iðnaðar og
tækniútflutnings Þjóðverja og
Japana. Um leið er lækkun á olíu
og hrávörum harkalegur skellur
fyrir helstu útflutningsríki á þeim
markaði. Í Rússlandi, þar sem
hlutabréf hafa lækkað um 36% á
árinu, eru horfur í þjóðarbúskapn
um grafalvarlegar, svo ekki sé
fastar að orði kveðið. Norðmenn
munu spjara sig en lækkun sem
þessi er engu að síður þungt
högg.“
Ör hækkun á gengi
Bandaríkjadollars einn af
meginviðburðunum
SIGuRðuR B. STEFÁNSSON
– hagfræðingur hjá hagfræðideild
Landsbankans
ERLEND
HLUTABRÉF
dow jones síðustu tólf mánuðina.
Í bókinni Predicably Irrational eftir Dan Ariely er fjallað um rannsóknir sem hafa verið gerðar á daglegri
hegð un fólks og ákvörðunum
og sýnir höfundur bókarinnar
fram á hvað hegðun getur verið
fyrirsjá anleg í daglega lífinu.
„Hann tekur sem dæmi hegð
un folks, í verslunum og hvernig
hægt er að hafa áhrif á dagleg
innkaup. Stórkostlegar eru
lýs ingar hans á áhrifum þess
þegar fólki finnst það vera að
fá eitthvað „frítt“ eða „innifalið“
sem þó þarf að borga fyrir með
einum eða öðrum hætti.
Ariely fjallar meðal annars um
frestunaráráttuna sem hrjáir okk
ur öll. Við frestum oft ákvörðun
og framkvæmd mikilvægra
verk efna þar til allt er komið
í óefni. Sem dæmi má nefna
skattskýrsluna, skil á tilboðum,
verkefnaskil í námi og jólakort
in sem flestir fresta til síðasta
dags. Hefðbundna lausnin
felst í því að framkvæma þessi
erfiðu verkefni fyrst, helst strax
á morgnana, nota „to do“lista,
minnka áreiti, verðlauna sig fyrir
verklok eða draga úr fullkomn
unarþörfinni.
Ariely framkvæmdi rannsóknir
á fólki sem sýna að „þvingaðir
lokatímar á verkefni“ eru besta
ráðið. Það kemur heim og sam
an við Parkinsonlögmálið sem
segir að verkefni taki þann tíma
sem þau fá. Ef enginn er loka
tíminn tekur verkefnið langan
tíma en ef raunhæfur lokatími er
ákveðinn vinnur fólk oftast með
árangursríkum hætti.“
Thomas ráðleggur fólki að rifja
upp hvað það vinnur oft vel
dagana áður en það fer í langt
frí. „Þá forgangsraðar það
verkefnum sem aldrei fyrr og
lætur ekkert trufla sig að óþörfu.
Ágætt ráð væri að fólk ynni alltaf
eins og það væri að fara í langt
frí á hverjum föstudegi.“
THOMAS MöLLER
– framkvæmdastjóri Rýmis
STJÓRNUN
Eins og framundan
væri langt frí
álitsgjafar
„Hann tekur sem dæmi
hegð un folks í verslun
um og hvernig hægt er
að hafa áhrif á dagleg
innkaup. Stórkostleg
ar eru lýs ingar hans
á áhrifum þess þegar
fólki finnst það vera að
fá eitthvað „frítt“ eða
„innifalið“ sem þó þarf
að borga fyrir með einum
eða öðrum hætti.