Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 61

Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 61
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 61 inga markaðssjóða, endurhverf viðskipti og verð bréfalán milli fjármálastofnana og útgáfa eignatryggðra verðbréfa. Ógn og kerfisáhætta? Margir eru á því að skuggabanka starf semi sé nú ein helsta ógn við fjármála stöð ug ­ leika í heiminum. Einn þeirra er banka stjóri Englandsbanka, Mark Joseph Carney, sem hefur varað við þessari starf semi. Hann er sömuleiðis yfir maður Fjár mála stöð ug ­ leikaráðs (Financial Stability Board) sem birti nýlega skýrslu þar sem fram kemur að skugga banka starfsemi hafi vaxið hratt síðastliðin ár og fyrir tveimur árum hafi hún numið helm ingi af öllu bankakerfi heimsins. Mark Carney segir skuggabönkum geta fylgt aukin skuldsetning og eigna verð ­ bólga, að skuggabankar séu undir litlu eftir liti og þeim fylgi mikil kerfisáhætta. Þensla eða hrun í þessum heimi hafi bæði bein og óbein áhrif á aðra banka­ og fjár ­ málastarfsemi. Eftir því sem tengsl skugga ­ bankanna við bankakerfið verði meiri auk ist kerfisáhættan á fjármála mark aði. Því verði að breyta leikreglunum og auka eftirlit til þess að tryggja öryggi. Íslenskir skuggabankar Fjármálaráðherra skipaði á vormánuðum 2014 nefnd sem m.a. er ætlað að kortleggja skuggabankakerfið á Íslandi. Í greinargerð sem kom út í október kemur fram að von sé á tillögum til lagabreytinga hvað þetta varðar. Meðal annars á fjár fest ingar heim ­ ildum lífeyrissjóða. Bæði Seðla bankinn og Fjármálaeftirlitið fjölluðu um skugga ­ bankastarfsemi á þessu ári og sendu frá sér yfirlýsingar og greinar gerðir og ljóst að á þessum bæjum er skugga banka starfsemi til skoðunar. Vegna gjaldeyrishaftanna eru íslenskir fjárfestar knúnir til að fjárfesta innanlands og leita í síauknum mæli í eignatryggða fjármögnun. Viðskipti með skuldabréf hafa auðvitað tíðkast um langa hríð á Íslandi en þau hafa stóraukist síðustu misseri. Á Íslandi eru sjóðir og félög, fjármögnuð af lífeyrissjóðum. Þeir hafa lánað fé í formi skuldabréfa til meðalstórra félaga og fyrirtækja. Þessi starfsemi hefur því stuðlað að mikilvægum fjárfestingum á erfi ðum tímum, sem hefur skilað sér út í atvinnulífið, auknum hagvexti og vonandi bættri afkomu lífeyrissjóðanna. Skráðar skuldabréfaútgáfur fagfjárfesta­ sjóða og fasteignafélaga frá árinu 2012 nema um 114,5 milljörðum króna. Ónýtt heimild samkvæmt samþykktum útgef ­ endanna nemur 22,6 milljörðum króna. Hlutafjárframlag lífeyrissjóðanna nemur nú 7,7 milljörðum króna en líf eyrissjóðirnir hafa skuldbundið sig til að leggja fram allt að 11,3 milljarða króna í hlutafé. Þetta gefur kannski einhverja mynd um umfang skuggabankastarfsemi á Íslandi. Margir sérfræðingar telja að þessi starf ­ semi geti skapað þenslu og kerfis hættu. Skuggabankarnir hafa ekki aðgang að seðlabanka sem lánveitanda. Því er enginn þriðji aðili, eins og ríkið, sem er ætlað að hlaupa til og bjarga ef allt siglir í strand. Skuggabankar eru því viðkvæmari fyrir áföllum í fjármálakerfinu og um þá gilda ekki sömu reglur varðandi eigið fé og laust fé og aðra og hefðbundna banka. Dæmi: Gert er tilboð í verslunar hús næði upp á tvo milljarða. Sjóðstýringar fyrir tæki sér um tilboðsgerðina fyrir hönd fjárfest ­ ingasjóðs. Átta íslenskir líf eyrissjóðir leggja til fé, samtals tvo milljarða, mis ­ munandi eftir áhuga og stærð sjóða. Líf eyris sjóðirnir fá síðan í staðinn skulda ­ bréf með 4­5% verðtryggðum vöxt um og hlutabréf í fjárfestingasjóðnum sem orð inn er eigandi húsnæðisins. Almenn ávöxtun ræðst svo af þróun markaðsvirðis eign arinnar eða leiguverðs. Það sem getur t.d. talist skugga­ bankastarfsemi er starfsemi peningamarkaðssjóða, endur­ hverf viðskipti og verðbréfalán milli fjármálastofnana og útgáfa eignatryggðra verðbréfa. 1. Eru skuggabankar ógn eða hvati í íslensku fjármálalífi? Hugtakið skuggabanki getur átt við margs konar starfsemi sem getur haft jákvæð sem neikvæð áhrif á virkni og áhættu á fjármálamarkaði. Í grunninn er þó um að ræða starfsemi sem er sambærileg þeirri sem bankar sinna, þ.e.a.s. ígildi innlána­ og útlánastarfsemi. Að undanförnu hefur verið lögð aukin áhersla á framvirkt eftirlit með bönkum og harðari kröfur verið settar um magn og gæði eiginfjár og laust fé. Auknar kröfur, til að tryggja öryggi fjármálakerfisins og styrkja viðbúnað við áföllum, hafa lítinn tilgang ef miðlun fjármagns flyst í stórum stíl úr hinu eiginlega bankakerfi yfir í skuggabankakerfi þar sem eftirlit með starfseminni er lítið sem ekkert. Ýmiss konar skuggabanka ­ starf semi hefur verið við lýði um langt skeið og oft með góð um árangri fyrir fjárfesta og „lántaka“. Ýmiss konar verðbréfun getur til að mynda hentað fagfjárfestum sem eru í stakk búnir til að veita selj ­ endum verðbréfa virkt að hald og beint eftirlit. Það er því ekki hægt að segja að skuggabankar séu almenn ógn við fjár mála kerf ­ ið, sérstaklega ekki ef um fang starfseminnar er tak markað. Fjármálakerfinu getur engu að síður staðið ógn af hröðum Skuggabankar ekki almenn ógn við fjármálakerfið Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins: Ýmiss konar skuggabankastarfsemi hefur verið við lýði um langt skeið og oft með góðum árangri fyrir fjárfesta og „lántaka“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.