Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 69
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 69
Þau Róbert og Steinunn Ragnheiður eiga fjórar dætur og þrjú barnabörn. Frá vinstri: Bryndís Erla, Brice Brynjar, Yngvi Steinn, Róbert Orri,
Sigríður María, Steinunn Ragnheiður og Róbert, Ragnheiður Steina og Gunnhildur sitjandi lengst til hægri.
Dóttir Róberts, Sigríður María og eiginmaður hennar, Finnur Yngvi Kristinsson, stýra
uppbygg ingunni fyrir norðan fyrir hönd Róberts. Finnur heldur á Yngva Steini og Róbert á
nafna sínum, Róberti Orra.
ekki endilega að vera sportfiskibátar
heldur alveg eins venjulegir fiskibátar og
Siglufjörður hefði þessa sérstöðu að vera
með smábátahöfn sem væri nánast inni í
miðjum bænum. Hvers vegna ekki að gera
hana að hjarta svona verkefnis? Kaupa upp
þessi gömlu niðurníddu hús við höfnina,
endur byggja þau sem veitingastaði og
reisa þarna hótel – gera þennan stað að
aðdráttarafli.
Þetta hefur auðvitað tekið tíma en ég
var svo heppinn að fá með mér í þetta gott
fólk eins og félaga minn Hörð Júlíusson,
sem stjórnað hefur hér öllum verklegum
framkvæmdum, og Jón Steinar Ragnarsson
leikmyndahönnuð, sem á heiðurinn af
því að setja þetta fram í þessu myndræna
formi, skapa útlit staðarins. Síðan voru
Sigríður María, dóttir mín, og Finnur
Yngvi, tengdasonur minn, tilbúin að flytja
frá Bandaríkjunum eftir MBAnám þar
og setjast hér að til að halda hér um alla
þræði þessarar uppbyggingar meðan ég
held áfram að sinna öðrum verkefnum úti
í heimi. Og til að þetta sé hægt þarftu að
hafa hæft fólk og fólk sem vill búa hérna.
Þá skipta umhverfismálin miklu máli og
við höfum svolítið verið að skipta okkur af
þeim hér í samfélaginu sem og afþreyingu
Fjölskyldan
Róbert Guðfinnsson er fæddur 1957 og
giftur Steinunni Ragnheiði Árnadóttur
frá Ísafirði. Þau eiga fjórar dætur.
Elst er Gunnhildur, búsett í München,
tölvunarfræðingur að mennt og starfar
fyrir Siemens.
Næst er Sigríður María, gift Finni Yngva
Kristinssyni, bæði með MBA gráðu frá
Bandaríkjunum og saman stýra þau
uppbyggingunni í Siglufirði fyrir hönd
Róberts. Þau eiga synina Yngva Stein
og Róbert Orra og það er sá síðarnefndi
sem afinn er að sækja á leikskólann.
Þá er Ragnheiður Steina, búsett í Banda -
ríkjunum, gift Jeremy Pearson og eiga
þau einn son, Brice Brynjar. Yngst er
Bryndís Erla nemi, í sambúð með Þór
Steinari Guðlaugssyni og býr í Garðabæ.