Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Qupperneq 74

Frjáls verslun - 01.11.2014, Qupperneq 74
74 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 maður ársins Þegar ég horfi til baka þá var hallarbyltingin í SH sennilega óþarfi, hefðu menn bara hlustað og unnið öðruvísi úr málunum og tekið öðruvísi á hlutunum. En þetta var nokkuð sem varð að gerast til að breyta félaginu. á að reyna fyrir okkur eitt ár í Siglufirði og hún segir stundum að það hafi orðið lengsta ár í lífi sínu því þau urðu æði mörg.“ Róbert varð framleiðslustjóri hjá litlu fisk vinnslufyrirtæki í Siglufirði áður en hann varð framleiðslustjóri hjá Þormóði ramma í eitt og hálft ár en hann varð fram ­ kvæmda stjóri fyrirtækisins 28 ára gamall. „Ég var allt í einu orðinn framkvæmdastjóri langstærsta fyrirtækis byggðarlagsins með á þriðja hundrað starfs menn – fyrirtækis sem var þá í eigu ríkis og bæjar, sem allir áttu og allir vildu ráða og allir höfðu skoðun á. Þetta voru ekki alltaf auðveld spor og ég ekki vinsæl ­ asti maðurinn í þorpinu. Ég hef stund ­ um lýst því að þegar ég þurfti að taka á einhverjum hlutum í fyrirtækinu gat það komið fram í því að konurnar í pláss inu hættu að tala við mömmu. Þannig lýsir þetta sér stundum í þessum litlu sam fé ­ lögum. Þessi návígisstjórnun hefur svo miklu meiri áhrif á svona fyrirtæki en menn gera sér grein fyrir. Ákvarðanataka í svona fyrirtæki mótast oft mjög mikið af ná lægðinni. Ég man að fyrir mörgum árum þurftum við einhverju sinni að skipta um skipstjóra og það var mikið mál hjá okkur hvernig við ættum að fá þennan frá ­ bæra einstakling til að koma bara í land. Við ræddum þetta í stjórninni og þá var í stjórninni vinur minn Brynjólfur Bjarna­ son, forstjóri Granda. Hann skildi ekkert í þessu hvað þetta væri mikið vandræðamál. Ég sagði þá við hann að það væri ekkert skrítið að hann skildi þetta ekki. Hann færi og skipti um skipstjóra hjá Granda og hann sæi hann aldrei aftur. Við hins vegar skiptum um skipstjóra hjá okkur og færum svo í næstu verslun þar sem við horfðum í andlitið á konu hans, eða ég færi svo út að skemmta mér með sonum hans eða dætrum. Það er þess vegna oft erfitt að skilja þessa návígisstjórnun en hún leiðir oft til þess að menn eru miklu mýkri í stjórn un sem aftur leiðir til þess að fyrir ­ tækin eru rekin með meiri tilkostnaði.“ tók þátt í hallaR bylt ingunni í sh Þremur árum eftir að hann varð fram ­ kvæmdastjóri Þormóðs ramma var hann skyndilega orðinn einn af eigendum fyrir ­ tækisins eftir umdeilda einkavæðingu þess. Hins vegar má segja að Róbert hafi ekki verið í framvarðarsveit íslensks sjávar út vegs fyrr en honum var svipt inn á stóra sviðið með hallarbyltingunni í SH, Sölu miðstöð hraðfrystihúsanna, stærsta fyrirtæki landsins á þeim tíma. „Þegar þetta gerðist var ég búinn að starfa innan sjávarútvegsins í 15 ár. En að sjálfsögðu taldist ég ekkert til þessara stór ­ skyttna í greininni, var bara að pjakka hér norður í Siglufirði ásamt mínum fél ög um og þurfti að ganga í gegnum súrt og sætt eins og aðrir. Við höfðum þó verið að kaupa töluvert stóran hlut í SH og höfðum tölu ­ vert sterkar skoðanir á því hvernig slíkt fyrir tæki ætti að þróast inn í framtíðina. Ég sem stjórnarmaður í SH reyndi að koma skoðunum mínum á framfæri en þar var mjög erfitt að breyta til og ég náði ekki að koma fram þeim breytingum sem ég vildi sjá. SH var þó þarna að breytast úr því að vera samlag í að verða hlutafélag sem átti að hafa aðra framtíðarsýn en samlagið. Þessi breyting hins vegar gekk of hægt að mínum dómi því að umhverfið var allt að þróast, tölvuvæðingin á fullu og allt öðru ­ vísi fólk að koma inn í greinina, annars konar stjórnendur en við höfðum séð áður. Miklu meiri hraði en þekktist áður og þess vegna taldi ég að það væri svo margt sem þyrfti að breyta. Því miður náði ég ekki stuðningi til að fara í þessar breytingar. Ég fór þess vegna í að freista þess að ná meirihluta í Sölu ­ miðstöðinni sem gerðist svo yfir nótt. Við fórum síðan í þessar breytingar. Þegar ég horfi til baka þá var þetta sennilega óþarfi, hefðu menn bara hlustað og unnið öðruvísi úr málunum og tekið öðruvísi á hlutunum, en þetta var nokkuð sem varð að gerast til að breyta félaginu. Þetta hefði þó ekki þurft að gerast með þessum hætti sem varð og ég myndi aldrei vinna þannig í dag. En svona var þetta á þeim tíma. Ég var stjórnarformaður SH í fimm ár og þetta voru að mörgu leyti lærdómsrík ár. Eftir fjögur ár neyddumst við í Þormóði ramma til að selja hlutinn í SH til Landsbankans til að verjast óvinveittri yfirtökutilraun. En hafi við ekki verið bestu eigendurnir með okkar stóra hlut í félaginu þá varð ástandið hálfu verra með tilkomu Landsbankans.“ R óbert Guðfinnsson segir að á árinu 2005 hafi verið komið að ákveðnum kaflaskilum í lífi hans. Á þessum tíma hafi þau hjón tekið ákvörðun um að pakka niður og flytja til Banda ríkjanna. „Ég var enda hættur að skilja hlutina hér. Mér líður aldrei vel í umhverfi sem ég skil ekki og alls ekki með fjárfestingar sem ég veit ekki hvert eru að fara. Ég hef þann eiginleika að ég reyni að kafa ofan í allt sem ég er að fást við. Ég reyni ekki að stjórna því í smáatriðum en ég vil taka upplýstar ákvarðanir. En þarna 2005 þá voru allt í einu allir að græða peninga og allir orðnir ríkir. Ég taldi mig kunna það sem snýr að frumframleiðslu – veiðum, vinnslu og markaðssetningu og annað varðandi sjávarfang – og var farið að líða illa í þessu umhverfi sem hér ríkti. Mér leið eins og nátttrölli enda hefur áhugi minn á verðbréfum og hlutabréfum aldrei verið sérstaklega mikill. Þannig að ég flutti til Bandaríkjanna og sneri mér ásamt félaga mínum að rekstri fyrirtækis í Mexíkó sem Þormóður rammi og Grandi höfðu stofnað í upphafi en fóru svo út úr. Við komum í staðinn, ég og ungur félagi minn sem heitir Vilhelm Mar Guðmundsson, Siglfirðingur og menntaður hagfræðingur héðan úr háskólanum. Ég hafði ráðið hann 23 ára sem kokk á togara sem við vorum að senda niður til Mexíkó vegna þess að hann talaði spænsku eftir að hafa verið eitt ár í námi flutti út til bandaríkjanna 2005 Róbert flutti út til Bandaríkjanna árið 2005 og nýr, ævintýralegur kafli hófst í lífi hans. Því tíminn flýgur ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 5 2 3 0 4 1 1 /1 0 GLEÐILEGT NÝTT ÁR Jörðin snýst í kringum sólina á 365,2564 dögum með 29 km hraða á sek. Þess vegna erum við alltaf í kapphlaupi við tímann. Á hverjum einasta degi fljúgum við hjá Icelandair Cargo með vörur til og frá Íslandi. VIÐ ÞÖKKUM SAMSTARFIÐ Á LIÐNUM ÁRUM, STARFSFÓLK ICELANDAIR CARGO
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.