Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 95

Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 95
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 95 sem SVÞ og SA mynda. Flestir okkar meðlima eru lítil fyrir ­ tæki sem þó þurfa að reiða sig á ýmsa sérhæfða þjónustu og ráðgjöf; allt frá samskiptum við opinbera aðila og stjórn ­ sýslu, kjarasamninga og lög ­ fræðiráðgjöf. Innan SVÞ er þetta allt að finna auk öflugrar hags munagæslu sem er þessum fyrirtækjum nauðsynleg í sífellt flóknara rekstarumhverfi. Enda mega þau sín lítils ein sér eins og reynslan hefur sýnt og sannað. SVÞ hefur á að skipa afar hæfum starfsmönnum sem gott er að leita til og eru duglegir að vakta umhverfi fyrir­ tækjanna sem innan þeirra eru.“ FRIðGEIR SIGURðS SON, FORSTJóRI PWC: Að hvaða leyti eru SVÞ mikil ­ væg, að þínu mati? „Verslun og þjónusta ásamt flutningum eru stórar atvinnu ­ greinar á Íslandi með um 45% af heildarveltu atvinnulífsins. Fyrirtækin sem mynda SVÞ eru allt frá því að vera ein­ yrkjar til stærstu fyrirtækja landsins. Reksturinn er því umfangsmikill og flókinn og snertir marga aðila á ýmsum stöðum. Það er mikilvægt að þessar atvinnugreinar gæti hagsmuna sinna og bendi á það sem betur má fara í þeirri starfsumgjörð sem þeim er gert að vinna eftir og bendi jafnframt á mikilvæg hags ­ muna mál til framtíðar fyrir samfélagið í heild sinni.“ Hverjir eru helstu kostir slíkra samtaka? „Með frjálsum samtökum af þessu tagi gefst hverjum þeim aðila sem starfar innan þessara greina tækifæri til þess að hafa áhrif á framtíðina. Formlegt starf samtaka af þessu tagi er einnig heppilegur vettvangur til að skerpa sýn félagsaðilanna á hagsmunamál þeirra, sem hvert og eitt fyrirtæki ætti annars erfitt með að vekja athygli á.“ HÖRðUR GUNN ARS­ SON, FRAM KVæMDA ­ STJóRI OLÍU DREIF­ INGAR: „Að hvaða leyti eru SVÞ mikil ­ væg, að þínu mati? „Í mínum huga skipta Samtök verslunar og þjónustu miklu máli fyrir alla landsmenn. Mikilvæg starfsemi eins og verslun og þjónusta þarf að eiga sér vettvang og máls vara þar sem fram fer fagleg um ­ ræða sem stuðlar að fram förum og bættum starfs skilyrðum greinarinnar. Á Íslandi er verslun og þjónusta mikil væg atvinnugrein sem sést best á því að á síðasta ári var hlutur verslunarinnar í lands fram ­ leiðsl unni 8,9% saman borið við 10,7% í sjávar útvegi og við verslun starfa um 25.000 manns. Hátt í annar eins fjöldi starfar við þjónustustörf hjá þeim fyrirtækjum sem eru innan SVÞ.“ Hverjir eru helstu kostir slíkra samtaka? „Helsti kostur við samtök eins og SVÞ er sá sameiginlegi vettvangur sem fyrirtæki í verslun og þjónustu hafa til að miðla þekkingu og móta stefnu í mikilvægum málum, ekki síst þeim er lúta að lög ­ gjafanum og því regluverki sem okkur ber að starfa eftir. Mér finnst það einnig kostur að félagsmenn geti á einum stað nálgast fjölbreytta þjónustu og faglega ráðgjöf t.d. hvað varðar fræðslu sem leiðir til aukinnar fagmennsku. Það er nauðsynlegt að til séu samtök eða sterkur málsvari sem standi vörð um heilbrigt starfs um­ hverfi til hagsbóta fyrir SVÞ og neytendur en oftar en ekki er um sameiginlega hagsmuni að ræða.“ SIGRÍðUR ANNA GUð­ JóNS DóTTIR, SKóLA­ STJóRI ÍSAKS SKóLA: „Aðild að SVÞ fyrir Skóla Ísaks Jónssonar er sá bakhjarl sem skólinn þarf til að starfa af öryggi í samskiptum við Reykja víkurborg, nágranna ­ sveitarfélögin, hið opinbera og aðra hags munaaðila. Andrés Magnússon stýrir samtökunum af festu og hefur á að skipa frábæru starfsfólki. Innan SVÞ störfum við með fagfólki á öllum sviðum sem er boðið og búið að sinna erindum okkar. SSSK – Sam tök sjálfstæðra skóla eiga heimahöfn hjá SVÞ og þar njótum við faglegrar og traustrar verkefnastjórnunar hjá Guðbjörgu Sesselju Jóns ­ dóttur. Lárus Ólafsson lög ­ maður veitir okkur alla þá lagalegu ráðgjöf sem við þurf um á að halda í rekstri og samskiptum við samstarfsaðila. Það eitt hefur sparað okkur stórfé í rekstri.“ KRISTÍN HAFSTEINS ­ DóTTIR, FRAM ­ KVæMDA STJóRI VERSLUNARINNAR LINDARINNAR Á SELFOSSI: Að hvaða leyti eru SVÞ mikilvæg að þínu mati? „Samtökin eru öflug hags­ muna samtök og máls vari fyrir verslunar­ og þjónustu fyrir ­ tækin í landinu. Mikilvægi samtakanna er aldrei meira í mínum huga en einmitt núna þegar verslunar­ og þjónustu ­ geirinn stendur á mikilvægum tímamótum. Starfsumhverfi verslunarinnar í landinu þarf að breytast mikið. Skapa þarf það umhverfi að íslensk verslun geti verið samkeppnishæf. Þetta er brýnt hagsmunamál allra og ég trúi því að sam ­ tökin beri gæfu til að fá ríkis ­ stjórnina að borðinu til að gera þær breytingar sem eru nauð ­ synlegar, en það er að breyta tollalögum sem og að lækka virðisaukaskatt. Við, þessi litla þjóð, verðum að vernda okkar eigið hagkerfi og styrkja það. Samtökin gegna lykilhlutverki í að ná þessum breytingum fram.“ Hverjir eru helstu kostir slíkra samtaka? „Samtökin sameina okkur sem störfum í verslun og þjón ­ ustu. Þau eru rödd okkar og bakhjarl. Það er stór kostur að hafa aðgang að þjónustu og sérfræðiþekkingu samtakanna. Í mínum huga er það traust ­ vekjandi að geta gengið að þjónustunni vísri ef á þarf að halda.“ „Fyrir verslunar­ og þjónustufyrirtækin eru horfurnar á næsta ári fremur bjartar en í því sambandi skiptir lykilmáli að það takist að gera skynsamlega kjarasamninga sem skila almenningi raun­ verulegri kjarabót.“ „Áralöng barátta sam­ takanna í skattamálum bar loks árangur þegar almenn vörugjöld voru afnumin.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.