Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 122
122 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
Eins mikilvægt og það er fyrir okkur að líta í eigin barm og leggja mat á eigin árangur þá er okkur jafn
framt mikilvægt að fá endur
gjöf frá öðrum. Aðeins þannig
getum við verið viss um að við
séum með raunsanna mynd af
eigin árangri. En hvernig geta
stjórnendur borið sig að við að
fá endurgjöf? Robert S. Kaplan
ritaði um þetta áhugaverða
grein í veftímarit McKinsey &
Company árið 2011 þar sem
hann segir frá reynslu nokkurra
stjórnenda. Það er áhugavert
að rýna í hvaða lærdóm má
draga af því og nýta sér.
Hversu vel gengur okkur?
Þegar fólk tekur að sér stjórnun
arstarf á efsta stigi er algengt
að forsendur breytist varðandi
mat á árangri. Meira er horft
á beina rekstrarniðurstöðu og
framgang verkefna og árangur
ýmist metinn í lagi eða ekki
í lagi af stjórn eða forstjóra.
Minna er rætt um hæfni stjórn
andans, hegðun, samskipti og
persónueiginleika eða þá um
hverfið þar sem hann starfar.
Stjórnendur finna sig því oft
í þeim sporum að líða eins og
þeir standi ekki undir vænting
um, án þess að vita hvað það
er sem þeir þurfa að gera til
að snúa málum til betri vegar.
Undirmenn gera lítið af því að
gagnrýna eða veita yfirmönnum
endurgjöf og finnst það oft ekki
viðeigandi þegar stjórnandinn
er orðinn hærra settur. Stundum
senda stjórnendur jafnvel frá
sér ýmis merki, vísvitandi eða
ekki, um að þeir hafi ekki áhuga
á ábendingum eða gagnrýni.
Oft eru þeir einfaldlega mikið
fjarverandi og ekki til viðtals.
Það er því oft ekki um auðugan
garð að gresja varðandi upp
byggi legan stuðning, leið
bein ingar og ráðleggingar til
stjórn enda um hvað betur mætti
fara. Þar sem stjórnendur eru
ekki í nánu sambandi við sína
undirmenn, fólk þekkist ekki
sérstaklega vel og ekki ríkir
traust í hópnum verða sam
ræður um árangur og frammi
stöðu alltaf frekar ómarkvissar
og yfirborðskenndar. Oft er það
ekki fyrr en framkvæmt er t.d.
360° stjórnendamat, viðhorfs
könnun meðal starfsmanna eða
annað sambærilegt mat sem
það rennur upp fyrir stjórnand
anum að ekki eru allir á eitt
sáttir um stefnumál, forgangs
röðun og stjórnun mála. Oft
uppgötva stjórnendur þá líka að
miklar umræður um þetta hafa
farið fram í starfsmannahópnum
en stjórnandinn hefur ekki verið
þátttakandi í þeim samræðum
heldur setið einangraður á
toppn um. En hvað er til ráða?
stjÓrnun
Spegill, spegill herm þú mér
Hvernig geta stjórnendur
fengið endurgjöf á verk sín?
Stjórnendur, ekki síst forstjórar, þurfa að fá heiðarlega endurgjöf á vinnu sína. Vandinn er
bara sá að því hærra sem fólk klífur metorða stigann því erfiðara verður að fá virka endur
gjöf sem þó er okkur öllum nauðsynleg. En kannski er tækifærið nær en þig grunar.
SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR
stjórnunarráðgjafi hjá
Attentus – mannauði og
ráðgjöf ehf.
RÁÐGJÖF UM SPARNAÐ OG FJÁRFESTINGAR
VÍB er einn stærsti og öflugasti aðilinn á íslenskum eignastýringarmarkaði og þjónustar
tugi þúsunda viðskiptavina.
Kynntu þér starfsemi VÍB á vib.is eða hafðu samband í síma 440 4900.
FAGMENNSKA
SKILAR ÁRANGRI
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
5
9
5
6
0
» Ráðgjöf og verðbréf
» Lífeyrisþjónusta
» Einkabankaþjónusta
» Fagfjárfestaþjónusta
» Lausafjárstýring
VÍB styður Víking Heiðar Ólafsson til góðra verka.
Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is
facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is