Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 130
130 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
Hvað er brýnast að gera í efnahags málum þjóðarinnar árið 2015?
1. Telur þú að fjármagns
höftin verði loksins afnumin
á árinu 2015?
– Já, ég tel að afnámsferlið
verði hafið en er ekki von -
góð ur um að höftin verði að
fullu afnumin. Það er reyndar
mín persónulega skoðun
að við munum ekki sjá fullt
afnám hafta í bráð og því ekki
aftur það frelsi sem hér ríkti
í gjaldeyrismálum á árunum
fyrir 2008.
2. Hugmyndir eru uppi
um að setja á svonefndan
útgönguskatt í tengslum við
afnám hafta – hvernig líst
þér á þá leið?
– Mér líst ágætlega á það
sem valkost til að styðja við
áætlun um afnám hafta.
3. Hvað heppnaðist best á
árinu 2014 og hverjar eru
horfurnar á árinu 2015?
– Ég tel að það sem hefur
heppnast best á árinu 2014
sé virk stjórnun Seðlabank-
ans á gengi krónunnar með
vel skipulögðum inngripum.
Horf urnar fyrir 2015 eru al-
mennt góðar en ráðast að
stórum hluta af því hvernig
tekst til með kjarasamninga
á næstu mánuðum. Sagan af
efna hagsstjórninni er því miður
ekki með okkur í þessu því hún
sýnir að við erum nokk uð góð
að takast á við krísur en höfum
staðið okkur afleit lega í að
viðhalda stöðugleika.
4. Hvaða mistök voru gerð
í efnahagsstjórninni á árinu
2014?
– Skuldaleiðréttingin kemur
fyrst upp í hugann þar sem
ég tel að það hefði átt að nota
þessa peninga til að greiða
niður skuldir ríkisins og lækka
þar með vaxtakostnað hins
opinbera sem er allt of hár.
5. Hvað er þér minnisstæð
ast frá árinu sem er að líða?
– Hvernig tekist hefur að
ná tökum á verðbólgunni
er mjög jákvæð þróun og
tví mælalaust leika hófstilltir
kjarasamningar fyrir ári þar
stórt hlutverk. Stóra verkefnið
núna er að viðhalda þessum
nýja stöðugleika.
1. Telur þú að fjármagns
höft in verði loksins afnumin
á árinu 2015?
– Það bendir fátt til þess að
höftin verði afnumin að fullu
á næsta ári og líkur á að hér
verði höft í einni eða annarri
mynd áfram. Hins vegar má
ganga út frá því sem vísu að
þau höft verði ekki eins ströng
og núverandi höft.
2. Hugmyndir eru uppi
um að setja á svonefndan
útgönguskatt í tengslum við
afnám hafta – hvernig líst
þér á þá leið?
– Það er nauðsynlegt að af -
nám hafta hafi sem minnst
áhrif á verðlagsþróun og
þannig kaupmáttarþróun
launa fólks. Ef útgönguskattur
er talinn heppilegasta leiðin
til að afnema höftin án þess
að verðbólga rjúki af stað líst
mér vel á þá hugmynd.
3. Hvað heppnaðist best á
árinu 2014 og hverjar eru
horfurnar á árinu 2015?
– 2014 hefur verið ágætt ár,
hlutfall starfandi á vinnu-
markaði hefur aukist, atvinnu-
leysi minnkað og kaupmáttur
aukist. Hins vegar eru margir
óvissuþættir varðandi árið
2015 og má þar helst nefna
hugsanlegt afnám hafta, áhrif
skuldaleiðréttingarinnar og
áhrif hér heima af efnahagsleg-
um hægagangi í Evrópu.
4. Hvaða mistök voru gerð
í efnahagsstjórninni á árinu
2014?
– Helstu mistökin eru áætlanir
um hækkun matarskatts án
nægjanlegra mótvægis að -
gerða til að þeir tekjulægstu
standi ekki verr að vígi eftir
breytingarnar. Þá vil ég einnig
nefna niðurskurð sem núver -
andi ríkisstjórn hefur ráðist
í og mun óneitanlega hafa
neikvæð áhrif á efnahagslífið
líkt og dæmin sýna erlendis.
5. Hvað er þér minnistæð
ast á árinu sem er að liða?
– Þing ASÍ þar sem góð sam-
staða náðist og sú ákvörðun
að taka að mér embætti 1.
varaforseta ASÍ en formaður
VR hefur aldrei gegnt því
hlutverki.
„Horf urnar fyrir 2015
eru al mennt góðar en
ráðast að stórum hluta
af því hvernig tekst til
með kjarasamninga á
næstu mánuðum.“
„Það bendir fátt til þess
að höftin verði afnum in
að fullu á næsta ári.“
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskiptaráðs:
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR:
Leiðréttingin mistök
Ágætt ár að baki
Hreggviður Jónsson.
HvAð sEGJa ÞAu?
Ólafía B. Rafnsdóttir.