Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 132

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 132
132 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 Hvað segja þau? 1. Telur þú að fjármagns­ höft in verði loksins afnumin á árinu 2015? – Ég tel ólíklegt að fjármagns - höftin verði að fullu af numin árið 2015 en það er nú þegar verið að stíga mikilvæg skref í átt að afnámi hafta með því að veita gamla Landsbankan- um undanþágu til að greiða forgangskröfur upp á um 400 milljarða. Það er gríðarlega mikilvægt að markvisst afnám hefjist sem fyrst og við förum að sjá hvernig eigi að vinna sig út úr vandanum. Þannig geti fyrirtæki farið að gera markvissari plön til framtíðar. 2. Hugmyndir eru uppi um að setja á svonefndan útgönguskatt í tengslum við afnám hafta – hvernig líst þér á þá leið? – Mér líst í sjálfu sér ekki illa á útgönguskatt. Þetta var gert í Malasíu með ágætum árangri og flýtti fyrir afnámi hafta þar. Ef þessi leið yrði farin þarf að gera það með skýrum hætti þ.e. að þetta yrði skattur eingöngu á aflandskrónur, hversu hár yrði skatturinn, hvernig kæmi hann til með að lækka. Með öðrum orðum leikreglurnar þurfa að vera mjög skýrar strax í upphafi. 3. Hvað heppnaðist best á árinu 2014 og hverjar eru horfurnar á árinu 2015? – Sá stöðugleiki sem okkur hefur tekist að ná í efnahags - lífinu er sannarlega eftirtektar- verður. Hér höfum við náð niður verðbólgunni, við höf- um náð niður atvinnuleysinu, vöruskiptajöfnuður við útlönd er jákvæður og kaupmáttur landsmanna hefur aukist. Það er óskandi að okkur takist að halda áfram á þessari braut öllum til heilla. Horfurnar fyrir Ísland eru góðar og vona ég svo sannarlega að okkur takist að halda stöðugleikanum. Því miður hef ég áhyggjur af því að kjarasamningar geti orðið okkur erfiðir á næsta ári og við siglum í gamla farið á nýjan leik. Bara það að halda niðri verðbólgunni er mun meiri kjarabót en nokkurra prósentustiga hækkun launa. 4. Hvaða mistök voru gerð í efnahagsstjórninni á árinu 2014? – Mér finnst stjórn efnahags- mála hafa gengið vel á árinu og greinilegt að það er verið að vinna af krafti að því að leysa flókin úrlausnarefni okkar. Ég hef mikla trú á að sú vinna eigi eftir að skila sér í lífskjarabata fyrir þjóðina. Þetta er þolinmæðisvinna og langhlaup og við sem þjóð verðum að hafa úthald til að klára verkefnið, sem er ærið. 5. Hvað er þér minnisstæð­ ast frá árinu sem er að líða? – Mér er minnisstæður sá mikli fjöldi ferðamanna sem sótti okkur heim á árinu. Það er merkilegt að ferðamanna - geirinn er orðinn stærsti gjaldeyrisskapandi geiri lands ins. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum áratugum? Eldgosið í Holuhrauni er mér einnig minnisstætt. Ég held að við séum að lifa mjög sögulega tíma í jarðsög- unni. Fyrir mig persónulega er minni sstætt að hafa verið kjörin formaður Samtaka iðn - aðarins á árinu. Það er stórt og skemmtilegt verkefni. Guðrún Hafsteinsdóttir. „Horfurnar fyrir Ísland eru góðar og vona ég svo sannarlega að okkur takist að halda stöðugleikanum.“ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins: Höfum náð stöðugleika Bætt þjónusta og skilvirkari rekstur með rafrænum skilríkjum Á annað hundrað fyrirtækja og opinberra stofnana bjóða nú upp á notkun rafrænna skilríkja. Rafræn skilríki auðvelda fólki og fyrirtækjum að eiga í samskiptum því þau er bæði hægt að nota til auðkenningar og til að skrifa undir samninga og skjöl. Þannig verður öll þjónusta þægilegri auk þess sem reksturinn verður miklu skilvirkari og hagkvæmari. Kynntu þér málið á audkenni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.