Frjáls verslun - 01.11.2014, Page 135
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 135
1. Telur þú að fjármagns
höft in verði loksins afnumin
á árinu 2015?
– Horfur sýnast á að markverð
skref kunni að verða stigin í
þá átt á árinu. Hins vegar má
búast við að slík höft verði við
lýði í einhverjum mæli meðan
krónan er lögeyrir hér á landi.
Til að milda ásýnd slíkra
hafta má búast við reglum
kennd um við þjóðhagsvarúð
eða hraðahindranir en það
skiptir vitaskuld engu um efni
málsins.
2. Hugmyndir eru uppi
um að setja á svonefndan
útgönguskatt í tengslum við
afnám hafta – hvernig líst
þér á þá leið?
– Ég tel einsýnt að slitabú
hinna föllnu banka standi
straum af kostnaði sem hlaust
af starfsemi þeirra hér á landi
og féll á ríkissjóð og þjóðina
alla. Beinn kostnaður hleyp ur
á hundruðum milljarða króna.
Útgönguskattur gæti verið
vænlegur kostur til að endur -
heimta þetta fé. Ekki skiptir
öllu hvort aðgerð í þessa átt
er kölluð útgönguskattur eða
eitthvað annað heldur hitt að
hún skili tilætluðum árangri og
að stuðst sé við viðurkennd ar
alþjóðlegar fyrirmyndir.
3. Hvað heppnaðist best á
árinu 2014 og hverjar eru
horf urnar á árinu 2015?
– Verðbólgan hefur verið innan
viðmiðunarmarka mán uðum
saman, dregið hef ur úr atvinnu-
leysi og fleiri jákvæð merki
sjást um að efna hagurinn sé
á uppleið þótt hraðar mætti
ganga. Nýjar hagvaxtartölur
Hagstofu Íslands valda von-
brigðum í þessu sambandi en
á móti koma jákvæðar fréttir
af mælingum á mikilvægum
nytjastofnum sjávar. Aðgerðir
til hjálpar heimilum lands-
manna svo langt sem þær ná
eru fagnaðarefni og fela í sér
mikilvæga viðurkenningu á að
á þau hafi verið hall að með
óréttmætum hætti undan-
gengin ár. Full ástæða er til
bjartsýni um komandi ár, ekki
síst ef vel og skynsam lega
er haldið á málum af hálfu
ráðamanna í stjórnarráði og
forystufólks á vinnumarkaði.
4. Hvaða mistök voru gerð
í efnahagsstjórninni á árinu
2014?
– Nýjar tölur Hagstofu Íslands
um slakan hagvöxt renna
Ólafur Ísleifsson hagfræðingur:
1. Telur þú að fjármagns
höft in verði loksins afnumin
á árinu 2015?
–– Ég hef ekki hugmynd um
það.
2. Hugmyndir eru uppi um
að setja á svonefndan út
gönguskatt í tengslum við
afnám hafta – hvernig líst
þér á þá leið?
– Mér líst vel á það. Gömlu
bankarnir ollu samfélagi
okkar tjóni. Það er eðlilegt
að þeir greiði skaðabætur.
Bank ar beggja vegna Atlants-
hafs hafa sjálfir samþykkt að
greiða gífurlegar fjárhæðir
á undanförnum árum vegna
tjóns sem þeir hafa valdið
einstökum viðskiptavinum
eða samfélögum sem þeir
hafa starfað í.
3. Hvað heppnaðist best á
árinu 2014 og hverjar eru
horfurnar á árinu 2015.
– Það er erfitt að svara því
hvað hafi „heppnast best“ á
árinu 2014. Það hefur tekist að
halda þjóðarskútunni á réttum
kili. Horfur á árinu 2015 eru
ískyggi legar. Kjaramál geta
farið úr böndum og þar með
efnahags- og atvinnulíf.
4. Hvaða mistök voru gerð
í efnahagsstjórninni á árinu
2014?
– Það er erfitt að tala um bein
mistök en eftirfarandi veldur
þó umhugsun: Hvers vegna er
öll áhersla í samfélagi okkar
á að auka einkaneyslu þegar
augljóst er að einstaklingar,
heimili, fyrirtæki, sveitarfélög
og ríki þurfa að lækka skuldir
en ekki auka neyslu?
5. Hvað er þér minnisstæð
ast frá árinu sem er að líða?
– Þingsályktunartillaga utan-
ríkisráðherra um að afturkalla
aðildarumsókn Íslands að
ESB og örlög hennar eru mér
minnisstæð og það hefur ekki
farið fram hjá mér að hún hef-
ur ekki verið lögð fram á ný.
Styrmir Gunnarsson.
„Það er erfitt að svara
því hvað hafi „heppn
ast best“ á árinu 2014.
Það hefur tekist að
halda þjóðarskútunni
á réttum kili.“
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri
Morgunblaðsins:
Horfurnar ískyggilegar
Ólafur Ísleifsson.
Hávaxtastefnan misráðin