Frjáls verslun - 01.11.2014, Side 148
148 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
stjÓrnmál
SenUÞjÓFUrinn
michelle obama
Forsetafrú Bandaríkjanna er vel menntuð, greind og margt til lista lagt. Michelle Obama
talar fyrir góðum gildum, berst fyrir mannréttindum, heilsu og hollustu, en fær á
stundum meiri athygli fyrir klæðaburð og hárgreiðslu.
TexTi: valGerður Þ. JónSdóTTir / MYndir: aðSendar
Þ
ví verður tæpast
haldið fram að
Michelle Obama
standi í skugga
eiginmanns síns,
Baracks Obama,
forseta Bandaríkjanna. Fáir eru
sagðir kunna betur en hún að
nýta sér athyglina þegar svo ber
undir, heima og heiman. Áhöld
eru um hvort athyglin beinist
frekar að því sem hún hefur
fram að færa en klæðaburði
og hár greiðslu – eða fögrum
hand leggjum! Michelle Obama
skákar bónda sínum í vin sæld
um, 66% á móti 44%, sam
kvæmt tímaritinu Forbes, sem
skipar henni í 8. sæti á lista
yfir valdamestu konur heims
árið 2014. Tímaritið lætur þess
getið að forsetinn hafi ekki
eins mikinn tíma og frúin til að
hlæja og gantast í sjónvarpinu.
Hugðarefni og baráttumál
forsetafrúarinnar eru þó ekki
síður mikilvæg, en þau snú
ast fyrst og fremst um mann
réttindi, fjölskyldugildi, heil
brigðan lífsstíl, lífræna ræktun
og ýmsar félagslegar um bætur í
þágu hermanna og fjölskyldna
þeirra og fátæks fólks. Slíkum
mál efnum hefur hún lagt lið
og talað fyrir allar götur frá
því Obama sór forsetaeiðinn
í ársbyrjun 2009. Og raunar
sum um löngu fyrr, bæði í kosn
ingabaráttunni og þegar hún
stundaði nám í félagsfræði við
Princetonháskólann og síðar
lög fræði við Harvard þaðan
sem hún útskrifaðist 1988.
Þekkir fátækt og mis
munun af eigin raun
Sjálf ólst hún upp í fátækt í
Chicago þar sem faðir hennar
sá fjögurra manna fjölskyldu
farborða sem vélstjóri hjá
vatns veitu borgarinnar. Loka
ritgerð Michelle la Vaughn
Robinson, eins og hún hét þá,
í félagsfræði nefndist Blökku
menn menntaðir í Princeton
og samfélag blökkumanna.
Vegna viðmóts sumra hvítra
nemenda gagnvart henni og
nemendum af sama kynþætti
hefur hún sagt að sér hafi liðið
illa og fundist hún utanveltu á
háskólasvæðinu. Námið taldi
„Rétt eins og Jackie Kenn edy,
fyrirrennari hennar á
sjöunda áratug liðinnar
aldar, varð Michelle Obama
tískutákn fyrsta og annars
áratugar þess arar aldar.“