Frjáls verslun - 01.11.2014, Síða 149
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 149
SenUÞjÓFUrinn
michelle obama
hún opna sér leið inn í „hvíta
menningu“ þótt félagslegar
aðstæður hennar yrðu alltaf
á jaðrinum. Hún reyndist
augljóslega ekki sannspá um
það síðarnefnda.
Örlögin voru ráðin þegar
hún hóf störf hjá lögfræði
fyrir tækinu Sidley & Austin
í Chicago og var beðin að
leið beina laganema og sumar
starfsmanni. Sá hét Barack
Obama og fór hann fljótlega
að gera hosur sínar grænar
fyrir henni. Ungfrú la Vaughn
Robinson þótti óviðeigandi
að stofna til sambands við
nemanda sinn og lét sér fátt
um finnast. Svo gaf hún eftir
og leyfði honum að bjóða sér
í bíó. Do The Right Thing,
mynd um kynþáttaágreining í
fjölmenningarhverfi eftir Spike
Lee, varð fyrir valinu. Eftir
bíóferðina urðu þau par.
Barack kynnti ýmis hjálpar
sam tök, sem hann starfaði
með, fyrir sinni tilvonandi. Hún
heill að ist af hugsjónum hans
og heimssýn og fékk áhuga á
pólitík. Hún gaf honum innsýn
í líf blökkumanna á verstu tím
um kynþáttaaðskilnaðar og
mismununar í Bandaríkjunum,
sem var honum framandi því
sjálfur átti hann hvíta móður og
föður frá Kenýa og sleit barns
skónum í Indónesíu.
Á fleygiferð á frama
brautinni
Þau gengu í hjónaband 1992,
stofnuðu heimili í Chicago,
eign uðust dæturnar, Maliu Ann
1998 og Natöshu 2001, og voru
á fleygiferð á framabrautinni.
Michelle sagði starfi sínu lausu
hjá Sidley & Austin 1991,
varð aðstoðarmaður borgar
stjórans í Chicago og síð an
að stoðar skipulagsstjóri. Söðl
aði aftur um 1996 og réð sig
sem aðstoðardeildarforseta
nem endaþjónustu Chicago
háskólans þar sem hún var
líka framkvæmdastjóri sam
skiptasviðs. Frá árinu 2005 og
nánast allt þar til fjölskyldan
fluttist í Hvíta húsið í Was
hing ton gegndi hún stöðu
yfirmanns samskiptasviðs
sjúkra húss Chicagohá skóla.
Barack Obama hafði búið í
höfuðborginni frá því hann var
kosinn öld unga deildar þing
mað ur Demókrata flokksins
2004, en dvalið um helgar í
faðmi fjölskyldunnar eins og
þau hjónin höfðu orðið ásátt
um. Michelle lét hafa eftir sér
að sér þætti uppeldislegt atriði
að dæt urnar sæju föður sinn
taka til hendinni á heimilinu.
Opinská og hispurslaus
Rasmussenskoðanakönnun
á síðustu mánuðum kosn inga
baráttunnar 2008 leiddi í ljós
að eiginkonur forseta fram
bjóðenda höfðu áhrif á hvernig
61% Bandaríkjamanna varði
atkvæði sínu. Ekki blés byrlega
fyrir Obama því í sömu könnun
kom fram að eiginkona hans
féll ekki í kramið hjá 42% og
25% höfðu mikið á móti henni.
Sumum þótti nóg um hversu
opinská og hispurslaus hún
var og alveg óþarfi að bera á
torg að forsetaframbjóðandinn
skildi sokkana sína eftir úti um
allt hús. Repúblikanar býsn
uð ust yfir ýmsum ummælum
hennar, sem þeim þótti upplagt
að snúa út úr og afbaka.
„Barack‘s bitter half“ eða
beiska helming Baracks köll
uðu þeir hana og létu að því
liggja að hún kúgaði mann sinn.
Vænt an lega vegna þess að hún
vék stundum að þætti hans í
uppeldi dætranna og heimilis
haldinu.
Smám saman fór Michelle
Obama að stela senunni.
Hún tók í auknum mæli þátt
í kosn ingabaráttunni, samdi
ræður sínar sjálf og talaði
stund um blaðlaust. Sterkust á
svellinu var hún í spjallþáttum
í sjónvarpinu. Gamansöm,
glaðvær og greind. Hressileg,
fyndin og alþýðleg. Að flestu
leyti andstæða stillilegra og
alvörugefinna eiginkvenna for
setaframbjóðenda og forseta
áður fyrr. Kvenkyns áhorfendur
dáðust að því hversu smart hún
var í tauinu, þrátt fyrir kannski
að klæðast ódýrum kjól frá
Macy‘s eins og hún upplýsti að
spurð í einum þættinum.
Tískutákn stígur fram á
sjónarsviðið
Tískuvitund Michelle Obama
var þegar orðin lýðum ljós
haustið 2007 þegar hún sat fyrir
hjá Vogue. Orðspor hennar
sem tískutákns breiddist út
og náði nýjum hæðum við
innsetningarathöfn forsetans
í janúar 2009. Tískurýnendur
voru í essinu sínu þegar þeir
lýstu klæðnaði hennar í smá
atriðum; gulur glitrandi kjól og
kápa í stíl eftir Isabel Toledo.
Hvítur síður samkvæmiskjóll
eftir Jason Wu, sem nýja for
setafrúin skrýddist á hátíðar
dansleiknum um kvöldið,
kall aði á mikinn orðaforða og
dálksentimetra. Líka hárauði
siffon og flauelskjóllinn frá
Jason Wu sem hún skrýddist
við sama tækifæri fjórum árum
síðar.
Rétt eins og Jackie Kennedy,
fyrirrennari hennar á sjöunda
áratug liðinnar aldar, varð
Michelle Obama tískutákn
fyrsta og annars áratugar
þess arar aldar. Litlu hattarnir
og stóru sólgleraugun voru
aðalsmerki Jackie. Hjá Mich
elle komu ermalausir kjólar
sterkir inn eins og sagt er á
tískumáli. Væntanlega til að
Tískuvitund Michelle
Obama var þegar orðin
lýðum ljós haustið 2007
þegar hún sat fyrir hjá
Vogue. Orðspor hennar
sem tískutákns breidd
ist út og náði nýjum
hæðum við innsetn
ingarathöfn forsetans í
janúar 2009.
Michelle Obama stundaði nám í félagsfræði við Princetonháskólann og síðar lögfræði við Harvard
þaðan sem hún útskrifaðist 1988.