Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Síða 160

Frjáls verslun - 01.11.2014, Síða 160
160 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 „Við leitumst í sameiningu við að komast að kjarna verksins með tilliti til þess hvernig best sé að kynna það, bæði myndrænt og í texta.“ Jón Þorgeir Kristjáns­son, nýráðinn mark ­aðs stjóri Borgarleik ­hússins, hefur verið viðloðandi leikhús frá unga aldri. Hann var aðeins fjórtán ára þegar hann, ásamt félögum sínum í Haga ­ skóla, stofnaði áhuga leik húsið Ofleik. „Nokkru síðar sett um við upp sýningar í Tjarnar bíói og Iðnó þrjú sumur í röð, sem gengu mjög vel. Við vorum þá komin í samstarf við Hitt húsið, fengum styrk frá Evrópusamband inu og höfðum efni á að ráða fólk í vinnu,“ segir Jón Þorgeir, sem sjálfur fór með hlutverk í leikrit­ unum, hafði markaðsmálin á sinni könnu og sitthvað fleira tilfallandi. Á menntaskólaárunum var Jón Þorgeir í stjórn leikfélags MR og lék í Herranótt. Hann hefur prófað flest sem tengist leikhúsi og tekið þátt í um eitt hundrað sýningum með einum eða öðr ­ um hætti á fimmtán árum. Samt er hann aðeins tuttugu og níu ára. Áður en hann hóf nám í grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands lék hann t.d. með sviðs­ listahópi, sem sýndi í á Ítalíu, í Þýskalandi og Bretlandi og lauk í kjölfarið diplómanámi í Physical Theatre í Wales. „Algjör tilviljun og misskilning ­ ur, ég ætlaði aldrei að verða leik ari,“ segir Jón Þorgeir og lýsir tildrögunum: „Ítalskur leikstjóri fékk mig til að hjálpa sér með lýsingu í Sundhöllinni í Reykja­ vík þar sem hann var að setja upp sýningu. Tveimur mánuðum síðar hringdi hann og spurði hvort ég vildi taka þátt í sýningu í Þýskalandi og víðar. Ég sló til, enda hélt ég að hann vantaði ljósa mann. Þegar á hólminn var komið kynnti hann mig fyrir leikhópnum og mér til mikillar undrunar – ljósamanninum. Ég varð því einn leikaranna og við tók mikið ævintýri með sýningum á Ítalíu og Bretlandi.“ Áður en Jón Þorgeir hóf nám í LHÍ og einnig samhliða náminu var hann útsendingarsjóri hjá RÚV um eins árs skeið en aðal lega starfaði hann þó innan leik hússins og með ýmsum leik hópum. Til dæmis var hann mark aðsstjóri og tók þátt í endur ­ reisn Loftkastalans og vann við ljósa­ og myndbandshönnun. Um svipað leyti og hann útskrifaðist sem grafískur hönn uður 2010 réð hann sig til starfa í markaðsdeild Borgarleik­ hússins. „Menntunin kemur mér til góða í starfinu, enda snýst það að mörgu leyti um hið sjónræna; framsetningu kynn ­ ingarefnis, sem felst í að lýsa væntanlegri upplifun áhorfenda. Grafísk hönnun er hin hliðin á markaðsmálum,“ segir Jón Þorgeir. Hann þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um þegar honum var boðin staða markaðsstjóra. Og þótt hann hanni ekki lengur kynningarefni leikhússins tekur hann þátt í ferlinu frá byrjun. „Starf markaðsstjóra felst fyrst og fremst í að vekja áhuga fólks á leikhúsinu. Undirbúning­ ur leikársins hefst í apríl. Þá setjumst við niður með listræn­ um stjórnendum hverrar sýning­ ar og leitumst í sameiningu við að komast að kjarna verksins með tilliti til þess hvernig best sé að kynna það, bæði myndrænt og í texta. Við reynum að finna tengingar inn í samfélagið og tíðarandann. Enda á listin að sýna fólki heiminn eins og hann er eða mögulega í nýju ljósi.“ Helstu verkefni markaðs stjór ­ ans í desember hafa verið að kynna gjafakort leikhússins og undirbúa markaðssetningu fjölskyldusýningarinnar Billy Elliot, sem frumsýnd verður í mars. „Hver dagur fer annars vegar í að skipuleggja starfið frá degi til dags og hins vegar nokkra mánuði fram í tímann. Við erum með fjölda sýninga á fjölunum og í bígerð. Mér finnst gríðarleg áskorun felast í að markaðs­ setja verkin rétt í samræmi við til hvaða hópa þau höfða og ýmsa aðra þætti.“ Jón Þorgeir er lukkunnar pam ­ fíll að því leytinu að vera í starfi sem sameinar öll hans áhuga ­ mál. „Leikhús, grafísk hönn ­ un, myndlist, markaðsmál og ferðalög. Gæti ekki verið betra,“ segir hann. Raunar á hann sér einnig það áhugamál að bruna um fjöll og firnindi á snjóbretti, en finnst ekki koma að sök þótt það rúmist ekki innan leikhús­ starfans. – markaðsstjóri Borgarleikhússins Jón Þorgeir Kristjánsson Nafn: Jón Þorgeir Kristjánsson. Starf: Markaðsstjóri Borgarleik- hússins. Fæðingarstaður: Reykjavík, 11. apríl 1985. Foreldrar: Margrét Hallgrímsson ljósmóðir og Kristján Erik Kristjáns- son húsasmíðameistari. Menntun: BA í grafískri hönnun frá Listaháskólanum í Reykjavík. Stundar MBA-nám í HR og stefnir á að útskrifast vorið 2015. Jón Þorgeir Kristjánsson – markaðsstjóri Borgarleikhússins. uMSJón: valGerður Þ. JónSdóTTir / MYndir: Geir ólafSSon fÓlk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.