Són - 01.01.2003, Side 16

Són - 01.01.2003, Side 16
KRISTJÁN EIRÍKSSON16 að orði komast. Nokkur hluti þeirrar vinnu er nú orðinn aðgengi- legur á geisladiski sem nefnist Bragi – Óðfræði og háttatal. Til að gefa mönnum nokkra hugmynd um hvert hagræði er að slíkri framsetningu fyrir þá sem rannsaka bundið mál er rétt að lýsa bragskráningunni stuttlega. Hannað hefur verið bragskráningarforrit sem skiptist í fimm þætti: Kvæðagreinaskrá, bragarháttaskrá, höfundaskrá, ljóðaskrá og bóka- og handritaskrá. Í kvæðagreinaskrá eru einstakar kveðskapargreinar, svo sem dróttkvæði, rímur, sekvensur, sonnettur og oktövur. Kvæðagreinar verður að skilgreina út frá brag en ekki út frá efni. Þess vegna geta sálmar til dæmis ekki talist sérstök kvæðagrein í þessari skrá þar sem þeir eru kveðnir undir háttum ýmissa kvæðagreina í bragfræðilegum skilningi. Bragarháttaskrá fellur undir kvæðagreinaskrá. Í hana eru bragar- hættir skráðir samkvæmt hefðbundinni bragskráningu (bókstafa- skráningu) og túlkar tölvan þá skráningu myndrænt út frá svonefnd- um kennistreng sem er hin hefðbundna framsetning háttarins. Kenni- strengur óbreyttrar ferskeytlu er til dæmis 4l:[o]–x[x]:4,3,4,3:aBaB sem túlkast þannig á bragmyndinni eins og áður hefur verið sýnt: Hornklofarnir í kveðutákninu [o]–x[x] eru til merkis um að forliðir og þríliðir geti skotist inn í braglínur án þess að það breyti hætti. Hins vegar gengur grunnmynstrið út frá eintómum tvíliðum og þannig er hátturinn því sýndur á bragmynd. Út frá kennistreng má kalla fram mynd allra óbreyttra bragarhátta en eins og áður segir þá nægir hin hefðbundna framsetning ekki til að tákna undirhætti sem byggjast á innrími. Vegna þess verður að handfæra hið flókna rímmynstur inn í bragmynd háttarins eins og hann er óbreyttur og er það gert í öðru forriti. Það er einmitt þetta sem er svo mikilvægt fyrir kvæðagrein eins og rímur sem hafa um tuttugu óbreytta hætti (meginhætti) en yfir þúsund breytta hætti (undirhætti) þar sem breyttu hættirnir (undir- hættirnir) verða ekki sýndir nema með bragmynd. Í höfundaskrá eru færð þau skáld sem eiga ljóð í grunninum ásamt fæðingar- og dánarári þeirra ef þekkt eru. Þá er vitaskuld gert ráð fyrir óþekktum höfundi svo hægt sé að skrá ófeðraðar stökur og ljóð.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.