Són - 01.01.2003, Síða 30

Són - 01.01.2003, Síða 30
KRISTJÁN ÁRNASON30 verður ekki rætt um bragfræði af viti nema minnst sé á flutninginn. Allir vita að hægt er að flytja kvæði á mjög mismunandi vegu og þar hefur margt áhrif. Hægt er að leggja mikla tilfinningu í flutninginn og túlka textann á ýmsa lund og ,,dramatísera“ hann. Einnig er hægt að miðla textanum tiltölulega hlutlaust og án tilfinningar eða túlkunar. Margt í sambandi við túlkun í upplestri er að sjálfsögðu ekki beinlínis tengt hrynjandinni og tengist því ekki náið aðalumræðuefni þessa greinarkorns, bragfræðinni. En allur flutningur hefur einhverja hrynj- andi eins og allt tal hefur einhverja hrynjandi. Vel má hugsa sér að eðlilegast sé að flytja kvæðin með þeirri hrynj- andi sem bragarhátturinn segir fyrir um og væntanlega er það yfirleitt gert. En þessi fyrirmæli eru ekki nærri alltaf tæmandi. Kveðið er á um að á tilteknum stöðum eigi að vera rím og á tilteknum stöðum ris og hnig. En hátturinn tilgreinir ekki hversu hratt á að lesa svo dæmi sé nefnt. Sé upplestur borinn saman við tónlist má líkja lestrinum við túlkun og flutning tónverksins og tónlist getur verið misjafnlega flutt og túlkuð; hraðaval, styrkleikabreytingar og tónblær ráða miklu um túlkunina. Hægt er að túlka sama tónverk á mismunandi hátt en samt er ekki hægt að segja að einn flutningur sé réttari eða betri en annar. Málið snýst um listrænan skilning eða smekk. Ljóðatexti býður, ekki síður en tónlist og raunar frekar, upp á mismunandi túlkun eða skiln- ing. Að sjálfsögðu hefur merking textans áhrif en ljóðin eru oft marg- ræð eða dulúðug og gefa kost á fleiri en einni túlkun og flutningsmáta. Hinir hljómlegu þættir bragformsins eru margbreytilegir og fyrir- skipanir sem gefnar eru um flutning ljóða eru mun óljósari en í tón- list. Menn ráða því hvort þeir leggja meiri áherslu á eitt ris en annað eða hvort þeir láta öll ris vera sem jöfnust. Lesa má hratt eða hægt og einnig má ráða því hvort lesið er í belg og biðu eða hvort gert er hlé eða þagnir hafðar á vissum stöðum o.s.frv. Einnig er spurning hversu náið skuli fylgja hrynjandi bragarins og hvort til greina komi að láta innihaldið ráða ferðinni eða nota hrynjandi sem líkist töluðu og óbundnu máli. Margræðni skilaboða um flutning er ekki síst áberandi þegar brag- ur og mál rekast á líkt og í dæmunum sem áðan var lýst. Þá stendur valið um það hvort bragnum skuli fylgt eða hrynjandi talmálsins látin ráða. Ef bragurinn væri látinn ráða ætti að lesa eftirfarandi línu úr „Passíusálmunum“ með lítilli áherslu á last- en mikilli á -mæl-:11 11 Hallgrímur Pétursson (1995:81).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.