Són - 01.01.2003, Side 98

Són - 01.01.2003, Side 98
EINAR SIGMARSSON98 algengari í útleitnum ljóðum en hverfur hér í skuggann af fimi skáldsins sem hafði auga fyrir markvissri byggingu.23 V Lítið eitt um hugsanlegar vísanir Kvæði eru sett saman á árunum 1940–1944 en samt er þar lítið um beina pólitíska ádeilu.24 Kristinn E. Andrésson telur það stafa af fögn- uði Snorra yfir að vera aftur umvafinn íslenskri náttúru: „[S]káldgáfa hans lifnaði og frjóvgaðist er hann kom heim aftur, en gleðin yfir heimkomunni til landsins tendraðist í bjarta sól af sigurfögnuði þjóð- arinnar.“25 Þorleifur Hauksson hyggur að í náttúruljóðunum í Kvæðum hafi Snorri séð „athvarf í fögnuðinum yfir fegurð náttúrunnar og jafn- vel fyrirheit ókominna daga“.26 Páll Valsson les úr bókinni „gleði og hrifningu yfir því að vera kominn heim, hafa fundið rætur sinnar eigin ljóðlistar. [...] Kvæði er[u] fagnaðaróður þess manns er hefur fundið það er hann leitaði að og var hjartfólgið“.27 Til sanninda- merkis bendir hann á fyrstu bók Snorra, skáldsöguna Høit flyver ravn- en (Hátt flýgur hrafninn) frá 1934, en hún er skrifuð á norsku og segir frá Steinari Arnarsyni, ungum málara sem þarf að kljást við sjálfan sig og list sína. Snorri var nokkuð fyrir að vísa til norrænnar goðafræði. Ofurnæm heyrn dagsins í „Haustið er komið“ vekur hugrenningatengsl við Heimdall, útvörð goða, en hann „heyrir ok þat er gras vex á jÄrðu 23 Ljóð með margþættu efni og fjölbreyttum myndum eru kölluð útleitin (sænska ex- pansionslyrik) en miðleitin ljóð (sænska koncentrationslyrik) eru stutt og orðfá, með einn óskiptan efniskjarna og án margbrotinnar myndbyggingar (sjá Óskar Halldórsson 1977:142–147). Eysteinn Þorvaldsson (1980:252) telur að Snorri hafi „stefnt til stöðugt meiri hnitmiðunar og ort mörg afar myndræn ljóð í knöppum stíl sem erfitt mun að jafnast við að listfengi“. Við svipaðan tón kveður hjá Páli Valssyni (1990:40, sjá líka bls. 76) sem segir að flest ljóð Snorra í Kvæðum séu „útleitin og mælsk, öndvert við hans síðari bækur“, litaorðum fari til dæmis fækkandi með hverri bók. Hann efast samt ekki um að „Haustið er komið“ beri vitni „um hnit- miðun og hversu þrauthugsuð ljóð Snorra eru að uppbyggingu“ (Páll Valsson 1990:42). 24 Helga Kress hefur fært fyrir því rök að í kvæðinu „Mér dvaldist of lengi“ í bókinni Á Gnitaheiði sé þjóðfélagsleg skírskotun sem „liggur ekki í orðanna bókstaflegu [svo!] hljóðan heldur í myndmáli […] og formgerð“ (Helga Kress 1981:143). Hún telur að svipuðu máli geti gegnt um fleiri nýlýrísk ljóð Snorra og nefnir til sög- unnar „Í Úlfdölum“ í Kvæðum. Í báðum þeim ljóðum er brugðið upp náttúrumynd en enginn mælandi (enginn ég) er í kvæðinu „Haustið er komið“ enda minnist Helga ekki á það. 25 Kristinn E. Andrésson (1953:107, sjá líka bls. 106). 26 Þorleifur Hauksson (1967:38–39). 27 Páll Valsson (1990:167).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.