Són - 01.01.2003, Blaðsíða 99

Són - 01.01.2003, Blaðsíða 99
NÓTTIN SKIPTIR LITUM 99 eða ull á sauðum ok allt þat er hæra lætr“ eins og segir í Gylfa- ginningu.28 Eftirtektarvert er orðalagið „austan fer / annarleg nótt og dimm með sigð í höndum, / með reidda sigð við rifin skýjatröf“29 því í Völuspá segir: „Kióll ferr austan, / koma muno Muspellz / um lÄg lýðir.“30 Á báðum stöðum er sögnin fara höfð í nokkuð fornlegri merkingu, að ‚koma‘. Múspells lýðir eru jötnar, mótherjar goða; þeir eiga sammerkt með haustinu hans Snorra Hjartarsonar að koma aust- an yfir sæinn. Það má hugsa sér að ragnarök séu í vændum og þess vegna heyri Heimdallur „stráin fölna og falla“ en ekki spretta. Í Gylfaginningu segir að hann sjái „jafnt nótt sem dag hundrað rasta frá sér“31 og þá illa komið ef „brár hans lykjast aftur“. Sigð er notuð til að skera korn og ekki kyn þótt stráin fölni og falli — hún getur því táknað dauðann, ekki síður en mánann. Svartnættið gæti þá vísað til seinni heimsstyrjaldarinnar eða Þriðja ríkisins; það er samt ekki nær- tækasta túlkunin á ljóðinu. VI Heildartúlkun En má ekki hugsa sér að „hann“, sem svo er nefndur, sé grár fyrir hærum eða grár og gugginn? Það gætu verið ellimerki. Um leið verður skiljanlegra að hann heyrir „stráin fölna og falla“; í andar- slitrunum verða menn næmari samkvæmt kunnu skáldskaparminni. Ekki dvínar heldur dauðastemmningin þegar augu „hans“ lokast. Hin bláa nótt, ‚leikfélaginn‘, var með hár og augu og bar slæður. Ljóst hár hennar bylgjaðist forðum í andvaranum, logagyllt eins og sól — svo seiðmögnuð sjón að dagurinn roðnaði, hugsanlega af feimni eða hugaræsingi, stóðst að lokum ekki mátið og brá sér í leikinn. Ýjað er að ástaleik eða tilhugalífi enda minnir „hárbrimið gullna“ á hvítfyss- andi öldurót við land. Sú fortíðarmynd sem fólgin er í sögnunum „lék“ og „seiddi“ er sótt til yngri ára. Haustið er feigðarboði og vá- gestur í augum konunnar: „[H]varmaljós“ hennar „dökkna af kvíða“. Allur galsi er horfinn: „[Þ]ungar slæður hylja hárið síða“. Líkt og 28 Edda (1988:25). 29 Skáletrun er mín, E.S. 30 Eddadigte I (1955:11–12, skáletrun er mín, E.S.). Snorri Hjartarson veigraði sér ekki við að vísa til eddukvæða, samanber bókarheitið Á Gnitaheiði og fremsta ljóð Kvæða, „Í Úlfdölum“, en heiti þess og efni skírskota til Völundarkviðu eins og bent hefur verið á (Sverrir Hólmarsson 1968:26–27 og 1981:129–130). Kristilegar vísanir og minni voru Snorra líka hugstæð (sjá til dæmis Þorleif Hauksson 1967: 37–38, Eirík Rögnvaldsson 1979 og Gunnar Kristjánsson 1986). 31 Edda (1988:25).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.