Són - 01.01.2003, Síða 100

Són - 01.01.2003, Síða 100
EINAR SIGMARSSON100 gráminn gæti það verið ellimerki. Maðurinn er „stúrinn“ en sættir sig við hið óumflýjanlega: „[V]eit að það er eftir engu að bíða.“ Fyrir- boðar feigðarinnar koma einn af öðrum: „[A]llt gengur kuldans myrka valdi í haginn.“ Að lokum fjarar lífið út. Kaldranalegur dauð- inn, svartnættið framandlega, er kominn að heimta það sem honum ber. Hugsanlega má túlka ljóðið í heild sem allegoríu, táknsögu. Maðurinn „sezt [...] grár og stúrinn upp til hlíða“; þaðan er víðsýnna en niðri á jafnsléttu. Sýn manna yfir eigið líf á það til að verða skarpari þegar þeir vita að leiðarlokin eru skammt undan. „[H]ann heyrir stráin fölna og falla“; það getur táknað að hann horfi upp á andlegt atgervi sitt sljóvgast og glatast. Síðan „sér“ hann „fuglana hverfa burt á vængjum þöndum“; þeirra er frelsið, ekki hans: Vonir og þrár hverfa sjónum.32 Loks „sér“ hann „blómfræ af vindum borin suður höf“; sköpunarmáttur hans svarar til frjómagns náttúrunnar og er að ganga til þurrðar. En hví er þá dauðinn táknaður með nótt (annarlegri og dimmri) eins og fylgdarkona dagsins (bláa nóttin)? Blá bar nóttin „þungar slæður“, sem vísa til skýjahulu, en dimm reiðir hún „sigð við rifin skýjatröf“. Eitt sér getur orðið traf merkt ‚ferhyrndur hvítur klútur (með fjórum skautum), einn af tveimur til fimm, sem notaðir voru til þess að vefja trafafald (skautafald), höfuðbúnað íslenskra kvenna (frá 16. öld til um 1800)‘ eftir því sem segir í Íslenskri orðabók.33 Þá virðist hin dimma nótt prúðbúin — sama kona og áður en nú guggin af sorg (eða í svörtum sorgarklæðum) og „annarleg“, ekki eins og hún á að sér. Strax gengin í það sem hefði forðum daga þótt karlmannsverk, að slá gras. Með höfuðbúnað sem fremur hæfir útför en slætti og hamast svo mjög að hann er genginn úr lagi. Kannski dimmir yfir henni vegna dauðvona ástvinar og ef til vill verður samband þeirra nánara undir það síðasta, þegar roði hans og sorti hennar renna saman í grámanum. Slík túlkun — að svartnættið sé eftirlifandi lagskona dagsins — blasir kannski ekki við en freistandi er hún. „Haustið er komið“ ber vitni um listfengi. Form og efni tvinnst saman og ekki skortir myndvísi. Umgjörðin er móðir náttúra og sjón- deildarhringurinn lagður undir. Allt um kring vegast andstæður á — í litbrigðum og ljósaskiptum. Dagur og nótt eru persónugerð, fyrst í 32 Síst má vanmeta fugla eða flug þeirra sem tákn í ljóðum Snorra eins og rökstutt hefur verið (sjá Sverri Hólmarsson 1968:33–35 og Pál Valsson 1990:92–94). 33 Íslensk orðabók (2002:1604).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.