Són - 01.01.2004, Blaðsíða 12

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 12
VALGERÐUR ERNA ÞORVALDSDÓTTIR12 Þeir sem skiptust á orðum hér að framan voru Haraldur Sigurðsson harðráði, Noregskonungur frá 1046 til 1066, og skáld hans, Þjóðólfur Arnórsson. Samkvæmt Skáldatali hafði Haraldur þrettán skáld í þjón- ustu sinni, fleiri en nokkur annar konungur.10 Margar frásagnir eru af samskiptum hans við skáldin í Morkinskinnu og ef marka má þær var hann bæði gagnrýninn á eigin verk og annarra.11 Sjálfur var hann ágætt skáld og eftir hann eru varðveittar nítján vísur og vísubrot. Þjóðólfur Arnórsson var að sögn sonur fátæks bónda úr Svarfaðar- dal en komst til mikilla metorða við norsku konungshirðina. Fyrst spurðist til hans í Noregi á árabilinu 1031–35 og svo aftur um áratug síðar, árið 1044.12 Eftir fall Magnúsar góða Noregskonungs varð Þjóðólfur höfuðskáld Haralds harðráða og í mestum metum hjá honum enda hafði Þjóðólfur fullkomið vald á dróttkvæðalistinni. Allmikið af kveðskap hans hefur varðveist: flokkur um Magnús góða, brot úr runhendu kvæði um Harald harðráða, drápan „Sexstefja“ sem einnig er ort um Harald auk lausavísna, alls rúmlega níutíu vísur. Gamansemi er ekki áberandi þáttur í kveðskap Þjóðólfs og ef marka má orð hans hér að framan hefur hann haft ákveðnar hugmyndir um hvaða yrkisefni hæfði fremsta skáldi konungs. Vísurnar tvær um sútarann og járnsmiðinn sýna óvænta hlið á hinu hrokafulla skáldi. Þær eru snilldarvel ortar og leiftra af fjöri og orð- kynngi. Það er eftirtektarvert að hinn kristni konungur skipar skáldi sínu að nota heiðnar hetjur og goð sem fyrirmyndir í vísunum. Á 11. öld verður vart við nokkra tregðu hjá skáldunum til að smíða heiðnar kenningar og þar er Þjóðólfur engin undantekning.13 Nöfn heiðinna goða koma fyrir í tveimur einföldum hermannakenningum í lausa- vísum hans, menn víga Freys og lið-Baldr14 og sverð er kennt sem sigð Gauts í þrítugasta erindi „Sexstefju“15 en Gautur er Óðinsheiti. Hann vísar einnig til goðsagna í fáeinum kenningum í „Sexstefju“, kallar 10 Turville-Petre (1968:5). 11 Haraldur setti t.a.m. út á vísu eftir Þjóðólf þar sem hendingar voru ekki réttar að mati konungsins. (Morkinskinna 1932:248). Í lokaorrustunni við Stamford Bridge á Englandi árið 1066 kvað Haraldur fremur einfalda vísu undir fornyrðislagi en þótti hún ekki nógu vel ort og bætti því um betur með glæsilegri vísu undir drótt- kvæðum hætti. (Morkinskinna 1932:276). 12 Finnur Jónsson (1920:613). 13 Vries (1964:227–228). Bjarne Fidjestøl (1993) skoðaði áhrif kristninnar á kenn- ingar dróttkvæðaskálda í greininni „Pagan beliefs and christian impact: The con- tribution of scaldic studies“ sem birtist í Viking Revaluations. 14 Skj BI (1912:347 og 351). 15 Skj BI (1912:346).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.