Són - 01.01.2004, Side 116

Són - 01.01.2004, Side 116
116 KRISTJÁN EIRÍKSSON Jón og Ingiríður slitu samvistum þegar börnin voru uppkomin og fór Ingiríður þá til einnar dóttur sinnar en Jón í húsmennsku og fylgdi Dýrólína honum en hún var þá löngu fullorðin. Einhvern tímann á þeim árum mun Jón hafa ort eftirfarandi vísu um dóttur sína:3 Afbragð kvenna Ísafróns, eikin byrðar Grana. Dýrólína dóttir Jóns, drengjum líst á hana. Jón andaðist á Hofi í Vesturdal 14. júní 1914. Dýrólína stundaði nám við Kvennaskóla Akureyrar í tvo vetur (1897–1899) og seinna var hún einn vetur í Reykjavík og fékk þá ein- hverja tilsögn hjá frænda sínum, Pálma Pálssyni menntaskólakennara frá Tjörnum í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Hún kenndi síðan á heima- slóðum, í Goðdalasókn, árin 1902–1906 og 1907–1909. Eftir andlát föður síns flutti Dýrólína að Fagranesi á Reykjaströnd og giftist hún Birni Guðmundssyni bónda þar 9. maí 1915. Bjuggu þau eftir það í tvíbýli við tengdafólk hennar. Þau Dýrólína og Björn eignuðust tvær dætur, Ingibjörgu, fædda 20. nóvember 1918, kennara í Reykjavík, og Áslaugu, fædda 22. júní 1922, húsfreyju á Sauðárkróki (d. 1995). Fjárhagur þeirra Björns og Dýrólínu var fremur þröngur en þó voru þau alla tíð bjargálna enda bæði dugleg og vinnusöm. Dýrólína var heilsutæp og veil fyrir brjósti og þoldi ekki að hlaupa eða flýta sér þar sem mæði sótti fast á hana og kulda og raka þoldi hún illa. Bærinn á Fagranesi var orðinn gamall og lélegur og mun vistin þar ekki hafa bætt um heilsufar hennar. Upp úr áramótum 1939 versnaði henni svo mjög að hún varð að fara á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og var þar um tíma en varð að fara þaðan vegna þrengsla. Dvaldi hún fyrst hjá rosknum hjónum þar í bæ en síðan hjá gamalli hjúkrunarkonu, Helgu Guðmundsdóttur. Á báðum þessum stöðum var vel um hana hugsað og vitjaði héraðslæknirinn hennar daglega. Dýrólína lést 22. júní 1939 og hafði fulla hugsun til síðustu stundar. Ingibjörg, dóttir Dýrólínu, lýsir móður sinni svo: Móðir mín var lág vexti en þéttvaxin eins og ég minnist hennar. Hins vegar hef ég heyrt frá þeim sem þekktu hana unga að hún 3 Sjá: HSk 1262 4to. „Þessi vísa er höfð eftir Hjalta Stefánssyni frá Írafelli í Svartárdal í Skagafirði.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.