Són - 01.01.2004, Blaðsíða 10

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 10
VALGERÐUR ERNA ÞORVALDSDÓTTIR10 setur ljós sitt sjaldnast undir mæliker. 4 Varðveisla dróttkvæða endur- speglar að einhverju leyti stöðu þeirra og hlutverk í samfélaginu. Vísum skáldanna er fléttað inn í frásögn konungasagna, Íslend- ingasagna og samtímasagna og þær eru notaðar sem dæmi um ýmis stílbrögð í kennslubókum í skáldskaparfræðum og málfræði.5 Fernt fangaði huga skáldanna öðru fremur og varð þeim að yrkisefni að mati norska fræðimannsins Bjarne Fidjestøl: skip, orrustur, gull og skáldskapurinn sjálfur.6 Stór hluti varðveittra dróttkvæða fjallar um eitthvert þessara efna en þó alls ekki öll. Yrkisefnin voru fjölbreytileg og spönnuðu flest svið mannlegrar tilveru. Skáldin tjáðu söknuð, reiði, ást, hatur, gleði og sorg, níddu náungann eða lofuðu vini. Það voru ekki heldur aðeins hirðskáld erlendra konunga sem ortu dróttkvæði. Íslenskir höfðingjar, bændur og búalið, draugar, draumkonur og -menn ortu og fluttu dróttkvæðar vísur í svefni og vöku.7 Varðveittur kveðskapur dróttkvæðaskálda fyllir tvö þykk bindi í útgáfu Finns Jónssonar, Den norsk-islandske skjaldedigtning I–II, alls tæplega 1300 blað- síður.8 Þar — innan um háalvarleg lofkvæði, siglingalýsingar, orrustu- og ástarvísur — leynast kátlegar kenningar og háðuleg heiti sem sýna að dróttkvæðaskáldin kunnu að gera grín að sjálfum sér — en þó aðal- lega að öðrum. Hér á eftir verður gefinn nánari gaumur að gamansemi skálda frá 10. og 11. öld og athugað hvað það er sem gerir kenning- arnar kátlegar. 4 Clover (1978:63–64). 5 Margir hafa skrifað um hlutverk og notkun dróttkvæða. Greinargott yfirlit er í grein Bjarna Einarssonar, „Um vísur í íslenskum fornsögum“, og í grein Kari Ellen Gade, „Poetry and its changing importance in medieval Icelandic culture“. Guðrún Ingólfsdóttir skoðar vísur í Íslendingasögum í grein sinni „Um hlutverk vísna í Íslendinga sögum“, Guðrún Nordal fjallar m.a. um dróttkvæði í kennslu- bókum í málfræði og skáldskaparlist í bókinni Tools of Literacy. Einnig má benda á greinar Bjarne Fidjestøls í greinasafninu Selected Papers: „Icelandic sagas and poems on princes. Literature and society in archaic West Norse culture“, „Skaldic stanzas in saga-prose. Observations on the relationship between prose and verse in Snorri’s Heimskringla“ og „Norse-Icelandic composition in the oral period“. 6 Fidjestøl (1997:240). 7 Grein Guðrúnar Nordal „Nú er hin skarpa skálmöld komin“ fjallar um drauma og vitrunarkveðskap, einkum á 12. og 13. öld. 8 Den norsk-islandske skjaldedigtning I og II (1912–1915). Hér er miðað við B-bindi útgáf- unnar með samræmdum texta Finns Jónssonar. Hér eftir verður vísað til útgáfunn- ar með skammstöfuninni Skj. Á vefslóð verkefnisins Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages er gagnagrunnur um dróttkvæði, http://skaldic.arts.usyd.edu.au.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.