Són - 01.01.2004, Blaðsíða 38

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 38
GUNNAR SKARPHÉÐINSSON38 Ásgeir Blöndal að þessu sé fremur öfugt farið. Fornírska hafi þegið þetta orð úr norrænu máli. Líklega sé orðið skylt sögninni gaga. Upphafleg merking sé því sennilega sá sem ‘gapir’ eða ‘geltir’. Þegar allt kemur til alls eru ekki mörg málfarsleg atriði í kvæðinu sem benda til að það sé ort annars staðar en á Íslandi. Það er einna helst hendingin „æpa kann í mærum fröskur“ (5,8). Finnur Jónsson26 þýðir: „frøen kan kvække i sumpene“. Þessi setning er óneitanlega framandi, bæði hvað varðar orðmyndir og efni. En á þessu kann að vera eðlileg skýring — sjá hér síðar í skýringum við 5. vísu hvernig Anne Holtsmark lítur á þetta atriði. Það sem hins vegar hefur eflaust stuðlað mest að því að tengja „Málsháttakvæðið“ svo fast við nafn Bjarna biskups er varðveislan. Ef kvæðið hefði varðveist úr tengslum við „Jómsvíkingadrápu“ er með öllu óvíst að sú hugmynd hefði komið fram að Bjarni væri höfundur beggja kvæðanna enda þótt hinn erótíski blær á stefjunum og fleira þyki benda til skyldleika. En hvað er vitað um Bjarna biskup og skáld Kolbeinsson? Hann var sonur Norðmanns sem hét Kolbeinn hrúga og settist að í Orkneyjum um miðja 11. öld. Bjarni er nefndur „skáld“ þegar hann er kynntur í Orkneyinga sögu en annars vitum við ekkert um hann þar til hann er vígður biskup Orkneyinga árið 1188. Hann virðist af páfabréfum að dæma koma fram til sátta í deilum manna og fer oft til Noregs og deyr þar 1222 eða 1223. Bjarna er getið alloft í biskupa- sögum og Sturlungu. Hann var í vinfengi við Oddaverja og Íslend- ingar sóttu hann heim og þágu af honum góðar gjafir. Frá því segir í „Íslendinga sögu“ í Sturlungu27 að Orkneyjafar kom í Hvítá. Stýri- maður þess hét Þorkell rostungur, bróðursonur Bjarna biskups. Þorkell lenti í illdeilum við Snorra Sturluson, sem bjó á Borg um þess- ar mundir, en þessir atburðir áttu sér stað árið 1202. Snorri fór ásamt bræðrum sínum að kaupmönnum en þeir vörðust drengilega og urðu Sturlusynir frá að hverfa. Þorkell lagði til hafs en varð afturreka við Eyrar (þ.e. Eyrarbakka) og reið austur í Odda og hét á Sæmund Jónsson (1154–1222) til viðtöku. Hann tók svo við Þorkatli „og mest fyrir vináttusakir við Bjarna biskup föðurbróður hans“.28 Þessi saga sýnir okkur ljóslega að viðskipti milli Orkneyja og Íslands hafa verið talsverð og einnig hitt að Bjarni biskup hefur verið 26 Den norsk-islandske skjaldedigtning B II (1915:139). 27 Sturlunga saga (1988:210). 28 Sturlunga saga (1988:211).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.