Són - 01.01.2004, Blaðsíða 94

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 94
KRISTJÁN ÁRNASON94 heldur Grímur erlendum staðarnöfnum annars staðar og nefnir t.d. Etnu (Ætnu) réttu nafni í ljóðum Pindars en ekki Heklu eins og Stefán Ólafsson gerir í einni þýðingu sinni. Annað, sem finna má talsvert mörg dæmi um í þýðingum Gríms, er það að stytta ýmist kvæðin eða lengja þau með því að fella úr eða prjóna aftan við, líkt og honum finnist frumkvæðið annaðhvort ekki nógu meitlað eða að eitthvað sé þar vansagt. Þetta má svo sem telja kenjar Gríms en jafn- framt vott þess að hann er með þýðingum sínum ekki síður að koma einhverju frá sjálfum sér á framfæri en að þjóna öðrum, og lái honum það hver sem vill. En það segir sig sjálft að Grímur velur ekki til þýðingar kvæði af handahófi heldur einmitt þau sem eru honum hugstæð og segja það sem honum liggur á hjarta sjálfum, en hér þarf þó ekki að vera um beinan boðskap að ræða heldur einhver gildi sem hann vill halda á loft eða einhvern anda sem hann vill seiða fram. En hver eru þessi gildi? Í þessu hlýtur Grímur, eins og aðrir, að vera barn síns tíma og eins og Sigurður Nordal bendir á í formála sínum að ljóðum Gríms þá er Grímur líkt og milli vita: Hann vex upp í anda rómantískra viðhorfa, þar sem hann er fæddur 1820, og lifir á námsárum sínum á fimmta áratugnum það skeið er Nordal lýsir sem svo að þá hafi „andlegt líf í Norðurálfu verið fult af vonbrigðum, í bókmentum, heimspeki og stjórnmálum. Rómantíska stefnan var orðin gjaldþrota á öllum þessum sviðum og menn höfðu ekki náð tökum á nýjum veruleika í hennar stað“3 en leitað fótfestu í meira „raunsæi og vísindahyggju og efnishyggju“. Þetta má til sanns vegar færa, svo langt sem það nær, þó að meint gjaldþrot rómantíkurinnar minni að því leyti á gjaldþrot í íslensku viðskiptalífi að þolendur þeirra hafa oft verið æði fljótir að rísa upp úr þeim, líkt og fuglinn Fönix úr öskunni, jafnvel tvíefldir, því hin gjaldþrota rómantík hefur í tímans rás látið á sér kræla og gengið í endurnýjun lífdaga hvað eftir annað og í sínýrri mynd, hvort sem það er undir heitinu síðrómantík, nýrómantík eða einhverju öðru. En með orðinu „gjaldþrot“ kann þó ekki síst að vera skírskotað til þess sem menn tuggðu þá hver eftir öðrum um „hrun kerfisins“ og áttu þar við hið mikla hughyggjukerfi Hegels sem öll spjót stóðu á um þær mundir, jafnt frá trúarlegri til- vistarhyggju, sem vildi splundra því, sem og vísindalegri efnishyggju sem vildi snúa því á hvolf. Nordal minnist einnig á kerfið mikla, „þar sem allar leiðir lágu að einni og sömu hugsjón“ í stað þess að leysa „alla tilveruna upp í eindir“ eins og vísindahyggjan og telur það and- 3 Grímur Thomsen (1934 II:XIV).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.