Són - 01.01.2004, Blaðsíða 140

Són - 01.01.2004, Blaðsíða 140
EYSTEINN ÞORVALDSSON140 lindarniður græn tó. Þetta knappa ljóð geymir sömu meginhugsun og kvæðið „Réttar- vatn“: þann hugarlétti og það yndi sem öðlast má þegar maður finnur gróna vin í eyðimörk öræfanna. Fögnuður augnabliksins felst hér í sjálfu nafni ljóðsins. En bæði ljóðin geyma sömu mótíf sem sýna þá tilfinningu og það geðslag sem í þeim ríkir: ferðalangur, líðandi lækur, lindarniður, grastó. Jónas lætur þess getið að hann uni sér afar vel þarna. Úr hinum skýru ljóðmyndum Snorra andar hinum sama feginleika þótt ekki sé haft orð á því. Jónas tilgreinir staðsetningu nákvæmlega með örnefnum nær og fjær; hann er sjálfur nálægur í 1. persónu sjónarhorninu en í ljóði Snorra má hver og einn finna sjálfan sig og úthluta því landfræðilegum samastað. Þar er hvorki að finna persónufornafn né sagnorð og ekkert örnefni. Þó að módernistar hafi kappkostað að efla og nýta sér mynd- hverfingar, sem áttu það til að verða torræðar, var líka hægt að byggja ljóð úr beinum myndum svo að nýnæmi væri að eins og sjá má í þessu ljóði Snorra. Í fyrra hluta ljóðsins má finna ljóðstafi sem minna á fótatak göngumannsins en annars er það óbundið. Hljómur orða er hér valinn af kostgæfni til samræmis við inntakið. Í fyrra hlutanum, göngunni um hrjóstrin, hafa orðin harðan og hrjúfan hljóm. Seinni hlutinn, fyrirheit um hvíld, endurnæringu og svolitla náttúrusæld, er byggður úr hljómþýðum orðum. Snorri Hjartarson (f. 1906) var af sömu kynslóð og Steinn Steinarr og var jafnvígur á öll form ljóðlistar, orti bæði hefðbundið og óbundið og einnig ljóð með hinu blandaða sniði íslensks módernisma. Æskuást Hér verður fjallað um ljóðin „Hinn fyrsti ástardraumur“ eftir Stein- grím Thorsteinsson og „Æska“ eftir Einar Braga. Kvæðið „Hinn fyrsti ástardraumur“ eftir Steingrím Thorsteinsson er gott dæmi um ástarljóð rómantíkur. Það er mælskt og útleitið, sjö erindi, og mælandinn er ástfanginn karlmaður. Fyrstu tvö erindin birta náttúrulýsingu sem er samstiga háleitum ástarkenndum. Eins og læk- irnir streyma að ægi blám, „svo lífið ungt til ástarhafs vill streyma“. Þriðja erindi kvæðisins hljóðar svo:9 9 Steingrímur Thorsteinsson (1958:20).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.